Norðurslóð - 14.12.1982, Page 6
\
W1
Stórtorgið í Hamri
Hamar í Noregi:
Vinabæjarmót næsta sumar
Vinabæjarmót:
Á komandi sumri veröur haldið
vinabæjarmót í Hamari, Noregi
eða dagana 11 .-22. júní.
Hamar er fallegur bær sem
stendur við vatnið Mjösa um 2
tíma akstur frá Oslo.
Vonandi nota einhverjir Dal-
víkingar og Svarfdælingar sér
þetta tækifæri til að kynnast
frændum okkar í Noregi. Ferða-
kostnaður verður í lágmarki,
vegna þeirra kjara sem Norrænu
félögin hafa hjá Flugfélögun-
um. Auðvelt verður að tengja
þetta frekara ferðalagi um
Noreg eða norðurlöndin. Gist-
ingu er hægt að fá ýmist á
hótelum, sumarhúsum eða þá á
heimilum hjá félögum í
norrænafélaginu í Hamar, þá
ókeypis, og er það skemmti-
legasta formið, því þá kynnast
menn best landi og þjóð. Allar
nánari upplýsingar um þetta má
fá á bæjarskrifstofunni.
Hvað eru vinabæir?
í dag hafa 27 bæir og kauptún
Gamall draumur rætist
Höfnin við Mjösenvatnið
Tónlistarfélag Dalvíkur gengst
nú fyrir söfnun til kaupa á vönd-
uðum flygil. Meiningin er að
staðsetja hann í Víkurröst.
Nothæft hljóðfæri hefur ekki
verið til lengi og það sem verra
er mjög erfitt hefur reynst að
útvega hljóðfæri til tónleika-
halds. Að okkar mati er ein
aðalforsendan fyrir tónlistar-
lífi hér á staðnum sú að til sé
boðlegt hljóðfæri. Þess vegna
viljum við kaupa vandað hjóð-
færi sem hægt væri að nota við
öll tækifæri.
Kveikjan að þessari söfnun
er, að okkur stendur til boða
vandað hljóðfæri. Umrætthljóð-
færi er af gerðinni PETROF,
alveg nýtt og ónotað og kaup-
verð um 100 þús. kr.
Vitandi það að „margt smátt
gerir eitt stórt“ leitum við til
flestra félaga, kóra og klúbba á
svæðinu. Jafnframt er það von
okkar að einstaklingar heima og
að heiman láti eitthvað af hendi
rakna.
Við gerum okkur grein fyrir
því að umrætt hljóðfæri þarf að
varðveita. Þar er átt við góða
geymslu og góða meðferð. Þess
vegna ætlum við að byggja
6 - NORÐURSLÓÐ
traustan skáp utan um flygilinn
og jafnframt að setja reglur um
notkun hans.
Nú þegar hefur borist svarfrá
nokkrum aðilum og undirtektir
allar það góðar að ákveðið hefur
verið að kaupa umræddan flygil.
Það er gert í trausti þess að allir
þeir sem leitað verður til sýni
þessu verkefni sama áhugan.
Lesandi góður viljir þú styrkja
þetta menningarframtak biðjum
við þig að hafa samband við
einhvern undirritaðan, eða
leggja upphæðina inn á hlaupa-
reikning Tónlistarfélags Dalvík-
ur nr. 700 í sparisjóði Svarfdæla
en það má gera í öllum bönkum
og sparisjóðum.
Að lokum þetta. Gamall
draumur er að rætast. Megi
þetta hljóðfæri verða okkur
ölfum til ánægju og yndisauka á
ókomnum árum.
Tónlistarfélag Dalvíkursend-
ir velunnurum sínum nær og
fjær bestu jóla og nýársóskir.
F.h. Tónlistarfélags Dalvíkur
Friðrik Friðriksson
Guðm. Ingi Jónatansson
Hcimir Kristinsson
Jóhann Daníclsson
Leiðréttingar
f grein á baksíðu er farið
rangt með nafn kon-
unnar í Grímsnesi á
Dalvík. Hún er þar
nefnd Anna. Hér var
um misheyrn að ræða,
hún heitir Aðalrós, af
kunningjum kölluð Alla.
(Uppgötvaðist of seint
til að lagfæra í grein-
inni).
I síðasta tölublaði var
farið rangt með föður-
nafn Friðriks heitins
Sigurjónssonar á Dal-
vík. Hann var þar sagð-
ur Friðriksson.
Beðist er velvirðingar
á þessum rangfærslum.
á íslandi vinabæi á hinum
Norðurlöndunum.
Vinabæjarsamskiptin hafa
farið vaxandi á seinni árum.
Vinabæir eru nokkurskonar
sendiráð í hinum löndunum,
algent er að þau greiði götu
nemenda í skóla, og gagnkvæm-
ar heimsóknir eru víða orðnar
algengar, svo sem nemenda og
kennaraskipti, samskipti á sviði
iþrótta, kóra o.s.frv.
Víða hér á landi eru þessi
samskipti komin í nokkuð.fast
form t.d. í Hveragerði, Akra-
nesi og víðar. Þar hafa tekist
mikil kynni meðal íbúanna og
margir eignast góða vini á
hinum norðurlöndunum sem á
þann hátt hafa eflt þekkingu
manna á öðrum löndum. Bæði
hafa menn lært ýmislegt gagn-
legt og eytt fordómum.
Við íslendingar höfum sótt
ákaflega mikið af okkar menn-
ingu og þekkingu til hinna
Norðurlandanna, en svo er
aftur spurning hvort okkur
hefur tekist að aðlaga það eins
og þyrfti að okkar aðstæðum.
Norrænafélagið á Dalvík
mun í vetur reyna að kynna
vinabæina enn frekar og þá líka
í samstarfi við skólann.
En með því fyrsta sem félagið
gerir eftir áramótin er að halda
Grænlandskynningu þar sem
sýndar verða myndir og sagt frá
Grænlandi.
Lögtaksúrskuröur
Hér með úrskurðast lögtök fyrir vangreiddaum
söluskatti mánuðina júlí, ágúst og september
1982, sem á hefur verið lagðurá Akureyri, Dalvík
og í Eyjafjarðarsýslu, svo og fyrir söluskatts-
hækkunum. Ennfremur tekur úrskurðurinn til
þungaskatts samkvæmt mæli af diselbifreiðum
fyrir mánuðina júní, júlí, ágústog septembers.l.,
þ.e. af bifreiðum með umdæmismerki A.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu,
30. nóvember 1982.
Jólasveinar
ganga um bæinn
Jólasveinarnir verða á ferð-
inni um Dalvíkina á aðfanga-
dag eins og undanfarin 44 ár,
að bera út jólapóstinn.
Þessi skemmtilegi siður á
vart sinn líkan á landinu, og
verður honum vonandi við-
haldið um ókomin ár.
Myndirnar voru teknar á
aðfangadag fyrir tveimur ár-
um, þegar sveinarnir höfðu
viðdvöl í Dalvíkurskóla,
og létu lífga upp á andlitið á
sér.
Gamla brúin kvödd
Það fór þó aldrei svo, að gamla Argerðisbrúin fengi ekki eftir-
mælin sín, þótt ekki kæmu þau frá Vegagerð ríkisins.
Nu þegar til stendur að brjói
litla ljóðakveðja frá H. Z. og
orðum.
Brúin gamla, góða,
gengin brátt er þín
ævileið á enda.
Yfir hættan gýn:
Brotin, barin niður
bráðum verður þú.
Fjöregginu fórnar
fyrir aðra brú.
Þú hefur þjóð og landi
þjónað lengi og vel.
Greiddir margra götu
gegnum bliðu og él.
Sýndi Ijóst og lengi
leiðarblutverk þitt
nótt og nýta daga
notagildi sitt.
a gömlu brúna niður, berst þessi
gerum við orð hans að okkar
Oft með ólíkinduni
á þig reyna hlaut.
Þínar styrku stoðir
stóðust hverja þraut.
Burðarþoli þínu
það er víst og rétt
var í einu og öðru
cngin takmörk sett.
Farðu heil að hruni
happasæla brú,
þegar þægðarönnum
þínum lýkur nú.
Mun þín sæmdarsaga
sigurljóma skyggð
lengi i minni lýða
lifa í vorri byggð.
H. Z.
Frá Handlist-
arfélaginu
Fréttatilkynning
Á haustinu hefur starfsemi
Handlistarfélagsins verið með
tölverðum blóma. Þann 14. okt.
fékk félagið Önnu Höskulds-
dóttur frá Heimilisiðnaðarskól-
anum til að hafa sýnikennslu í
jólaföndri. Um svipað leyti var
samið við Skátafélag Dalvíkur
um afnot af húsnæði þess einu
sinni í viku. Síðan hefur verið
opið hús á vegum félagsins á
mánudagskvöldum, þar sem
félagar hafa komið saman og
unnið að jólaföndri. Hefur
þátttaka í þessum vinnukvöld-
um yfirleitt verið góð.
Um miðjan janúar mun starf-
semin hefjast að nýju með
helgarnámskeiði í skrautskrift.
Skömmu síðar verður annað
námskeið, og þá í grunnteikn-
ingu. Kennari á báðum nám-
skeiðunum verður Einar Helga-
son, en þau verða auglýst nánar
síðar. Einnig er ætlunin að halda
áfram að hafa opið hús einu
sinni í viku. Þareigafélagsmenn
að geta komið tið að vinn að
ýmsum verkefnum.
Að lokum óskar Handlista-
félagið félögum sínum og öðrum
gleðilegra jóla og farsæls kom-
andi árs.
Stjórnin