Norðurslóð - 14.12.1982, Side 12
Þegar ég gekk yfír Heljardalsheiði
Fært í letur af Júlíusi J. Daníelssyni
Heljardalsheiði v. megin við Hnjótafjall
Hvað var það sem
við sáum?
Höfundur þessarar frásagnar,
Zophonías Jónsson frá Bakka í
Svarfaðardal, oft kenndur við
Neðri-Ás í Hjaltadal fæddist á
Bakka 12. mars árið 1897, en þar
höfðu ættmenn hans búið frá
1869. Foreldrar hans voru hjónin
Svanhildur Björnsdóttir bónda
og skipstjóra Jónssonar frá
Syðra Garðshorni og Jón
Zóphoníasson bónda og skip-
stjóra Jónssonar á Bakka. Þegar
Z. var sjö ára fluttist Bakka
fjölskyldan búferlum vestur yfir
beiði (1904) og ólst Zophonías
upp hjá foreldrum sínum í Neðri-
Ásj til tvítugsaldurs. Z. er gagn-
fræðingur frá Akureyri 1918,
stundaði ýmsa vinnu til sjós og
lands, lengst af á Vinnumiðlun-
arstofunni í Reykjavík og síðar
á Skattstofunni allt il 76 ára
aldurs Z. var 17 ára í Niðurjöfn-
unnarnefnd Reykjavíkurborg-
ar. Hann hefur alla ævi haft
mikinn áhuga á launa- og sam-
félagsmálum, verið ötull mál-
svari þeirra sem minna mega sín
og hefur reynt að leggja þeim lið
á langri ævi. Hann er einarður
maður og fylginn sér, en jafn-
framt skemmtilegur, vel lesinn
og fróður.
Zophonías er ferðamaður
mikill. Hann hefur stundað fjalla-
ferðir fram á síðustu ár og hefur
oftsinnis ferðast um byggðir jafnt
sem óbyggðir, og er þaulkunnug-
ur landinu. Einnig hefur hann
ferðast mikið i útlöndum, og t.d.
farið tvívegis til Kína, bæði
skiptin í boði kínverja.
Kona Zophoniasar er Anna
Theódórsdóttir Friðrikssonar,
rithöfundar. Börn þeirra eru Jón,
Sigurlaug, Sesselja og Kristinn.
Zophonías hefur alla tíð haldið
mikla tryggð við fæðingarsveit
sína og tekið virkan þátt í
fálagslífi Svarfdælinga í Reykja-
vik.
Vorið 1904 fluttu foreldrar
mínir, Svanhildur Björnsdóttir
frá Syðra-Garðshorni og Jón
Zophoníasson, frá Bakka í
Svarfaðardal búferlum að Neðra
ási í Hjaltadal.
Á þessum árum var ekki um
annað að velja en landleiðir, og í
þessu tilfelli Heljardalsheiði,
sem þá og síðar var aðalleiðin
milli Svarfaðardals og Skaga-
fjarðar. Faðír minn hafði undir-
búið flutninginn árið áður,
hestar voru fluttir vestur að
hau'stinu, til göngu þar yfir
veturinn.
Snemma vors var fé flutt
vestur yfir Heljardalsheiði, og
eldri börnin, Soffía, Björn og
Jórunn. Eftir urðu á Bakka
mamma með yngstu börnin,
undirritaðan 7 ára, Bergþóru 3
ára og Frímann 1 árs, einnig
varð Jóhanna eftir því hún átti
að fermast þetta vor frá Tjörn.
Áttum við að bíða þangað til
faðir minn kæmi að sækja okkur.
Vilhjálmur Einarsson var
fluttur til Bakka með sína fjöl-
skyldu og vorum við í sambýli
með þeim þennan tíma.
Þann 14. maí birtist pabbi á
Bakka að sækja mömmu og
okkur yngstu börnin, nú skyldi
haldið fram að Atlastöðum, og
vestur yfir heiði daginn eftir. A
Bakka urðu eftir Frímann og
Jóhanna. Hún fernidist frá
Bakka. Það var ekki fyrsta né
síðasta góðverkið, sem foreldrar
mínir reyndu frá þessu marg-
rómaða gæða heimili.
Kalt vor
Eg man glöggt veðrið þennan
dag, það var norðan garður,
með stormi og snjókomu.
Það var að gerast harmsaga,
því þennan dag fórst hákarla-
skipið Kristján með 12mönnum
öllum úr Svarfaðardal, þ.á.m.
bróðir mömmu, Sigfús og systur
sonur.
Nú var farið að búa sig til
ferðar. Reynt var að klæða
okkur sem best. Eg átti prjóna-
húfu, sem amma gaf mér. Þótti
hún full skjóllítil í þessu veðri,
og varð það að ráði að láta mig
hafa skýlu utan yfir húfuna.
Þessu plaggi neitaði égákveðinn.
Skýlu eins og stelpa, það náði
ekki nokkurri átt! Varð af þessu
mikil þræta, að lokum kvað ég
upp þann úrskurð, að ef ég ætti
að fá skýlu,færi égekkifet. Varð
svo að vera.
En Vilhjálmi þótti þetta gott
hjá stráknum.
Nú var lagt af stað. Pabbi
reiddi mig á hnakknefinu og
manna reiddi Bergþóru. Veðrið
var hið versta, en snjór ekki
mikill. Þegar komið var fram
hjá Hreiðarsstöðum, var allur
belgingur úr stráknum, honum
var orðið kalt. Þá varð hann
feginn að fá skyluna.
Að Atlastöðum komum viðað
kvöldi og gistum hjá Árna
Runólfssyni og Önnu konu
hans. Daginn eftir var komið
besta veður, sólskin og blíða.
Allt var á kafi í snjó fremst í
dalnum. Var nú lagt af stað,
sleði var með í ferðinni með
nokkrum flutningi. Á honum
var búið um Bergþóru. Nokkrir
menn voru komnir úr dalnum
að fylgja okkur yfir heiðina.
Gangfæri var gott þó allt væri á
kafi í fönn. Fylgdarmennirnir
drógu sleðann, en við mamma
gengum á eftir í slóðina. All-
bratt er upp brekkurnar Svarf-
aðardals megin og gekk ferðin
seint í brattanum. Var mér
boðið að setjast á sleðann, en ég
neitaði því stöðugt og þóttist nú
vera orðinn mikill maður, sem
stóð í búferlaflutningum í önnur
héruð.
Uppi á heiði
Þegar upp að Stóruvörðu var
náð létti á ferðinni, sneru þá
sumir fylgdarmenn til baka.
Þegar uppá há heiðina var komið
víkkaði útsýnið. Fjallahringur-
inn allt í kring birtist meðsínum
kolsvörtu hamrabeltum, það
setti að mér geig, mér fannst
hnjúkarnir gætu hrunið yfir mig
þá og þegar.
Ferðin gekk nú greiðlega
niður heiðina vestan megin.
Þegar komið var niðurundir
Heljarbrekku, var allur snjór
búinn og ekkert sleðafæri leng-
ur. Gert hafði verið ráð fyrir, að
komið yrði með hesta fram á
Heljardalinn á móti okkur, en
þeir voru ekki komnir, varð því
alllöng bið eftir þeim. Mamma
lagði því af stað, með okkur
börnin niður Heljarbrekkurnar.
Nú var allur snjór horfinn, Kol-
beinsdalurinn alauður og farið
að gróa, þvílík viðbrigði að
koma úr kuldanum og snjónum
á gróandi jörð.
Við héldum hægt niður á
eyrarnar að Heljaránni, hún var
vondur ferðartálmi. Við vorum
lengi að finna færa leið yfir
hana. Lokstókstokkuraðstikla
yfir hana á stórgrýti. Nú var
slæmur ferðatálmi að baki, við
röltum hægt út eyrarnar með-
fram Kolku. Mamma bar Berg-
þóru, hún var orðin þreytt og
skildi ekki þetta ferðalag. Veðr-
ið var ágætt, logn og blíða, við
sigum áfram hægt og rólega,
loks komum við að afréttargirð-
ingu, þá var stutt eftir heim að
Skriðulandi. Þegar við komum
heim á hlaðið á Skriðulandi
segir Bergþóra: „Nei mamma
þarna eru dyr“. Hún varð inni-
lega glöð þegar hún sá manna-
bústað. Við gistum á Skriðu-
landi hjá þeim ágætu hjónum
Hallfríði og Kristni, það var
hvorki í fyrsta eða síðasta sinn er
þau hjón hýstu þreytta ferða-
menn ofan af Heljardalsheiði.
Þessari fyrstu ferð minni yfir
Heljardalsheiði var lokið, dag-
inn eftir héldum við niður að
Ási.
J.J.D.
Á fjórða áratugnum var til
félagsskapur á Dalvík, sem átti
fyrirdráttarnót og notaði hana
til að draga fyrir silung við
Böggvisstaðasand. Eigendur
voru 4 þeir: Tryggvi Jónsson
Ásgarði, Steingrímur Þorsteins-
son Vegamótum, Tryggvi Jóns-
son Ásbyrgi ogSveinn Jóhanns-
son Jaðri. Félagið var skamm-
stafað TSTS.
Veiðin fór lram seinni hiutan í
maí og í júní á hverju ári. Nótina
og árabátinn, sem við notuðum
geymdum við í Láginni, en þar
var þá bryggja, Höepfners-
bryggjan. Annar aðili hafði líka
fyrirdráttarnót á þessum árum
og var Jón E. Stefánsson í Hvoli
þar fyrirsvarsmaður. Drógu þeir
líka fyrir silung við Sandinn.
Eitt kvöld í júní ákváðum við
að fara með nótina, var venjan
að fara um 10 Ieytið. Þegar við
vorunr að búa okkur út og taka
nótina í Láginni, sáum við að
kominn var annar bátur á
Sandinn og var hann á miðju
fyrirdráttar svæðinu. Gengum
við út frá því að þarna væru Jón
E. Stefánsson og félagar. Þótt
þeir væru komnir þarna á undan
okkur var engin ástæða til að
hætta við okkar ferð og lögðum
við því af stað.
Veðrið var þannig að alskýað
var og logn og svotil ládeyða.
Við vorum 4 í bátnum, en af
eigendunum vantaði Svein
Jóhannsson og í hans stað var
Sigurður Sigtryggsson.
Báturinn var alltaf þarna á
miðju fyrirdráttarsvæðinu svo
við ákváðum að byrja að draga
fyrir vestast á Sandinum og færa
okkur austur í átt að bátnum
sem fyrir var. Við fengum
nokkuð af silungi í hverjum
drætti og færðum okkur austur
með Sandinum. Við gáfum
bátnum alltaf gætur og þótti
einkennilegt að hann var alltaf á
sama stað uppi í sandinum,
hlaut því eitthvað að vera í ólagi
hjá þeim, annars sáum við að
þetta var gulur bátur og þrír
menn, sem allir sátu uppi í
bátnum.
Þegar við vorum komnir það
nærri bátnum að ekki rnun hafa
verið yfir 100 metra til hans
höfðum við fengið nokkuð góða
veiði í síðasta drætti og því var
ákveðið að kasta nótinni einu
sinni ennþá áður en að við
færum til þeirra, en þar sem við
vorum komnir svo nærri bátn-
um horfðum við mikið á hann,
aðallega til að sjá hvað mennirn-
ir væru að gera.
Eins og áður segir var þetta
gulur bátur, hálfur uppi í sand-
inum og rann bárulöðrið upp
með hliðinni sem snéri að okkur.
Mennirnir sátu tveir á móti
einum, voru álútir eitthvað að
gera í botni bátsins. Fannst
okkur að eitthvað væri einkenn-
ilegt við þetta en köstuðum samt
nótinni. Þegar við fórum að
draga munu ekki hafa verið
meira en 70 - 80 metrar frá
okkur að bátnum. Við gengum
hálfskakkir með dráttartógin á
öxlunum til að reyna að sjá hvað
þeir væru að gera. Við vorum
búnir að sjá að þetta gat ekki
verið úthald Jóns E. Stefánsson-
ar og var því forvitni okkar
meiri að vita hverjir þetta væru,
en lítil hætta virtist nú á því vera
að við kæmumst ekki að því.
Þegar hálsar á nótinni voru
komnir í flæðarmál gengum við
fram að sjónum til að draga nót-
ina í land. Ekki veit ég hvort við
höfum allir beygt okkur sam-
tímis niður til að grípa nótar-
hálsana en ég horfði á bátinn
áður en ég beygði mig niður og
rétti mig strax upp aftur og leit
um leið til bátsins.Þar var þá
ekkert að sjá nema auðan
sandinn.
Við slepptum nótinni og
hlupum á staðinn, auðvitað var
ekkert þar að sjá og ekkert kjöl-
far í sandinum. Enginn okkar sá
bátinn hverfa og engum okkar
hafði dottið í hug nokkuð óeðli-
legt við sýnina, sérstaklega eftir
að við höfðum séð bárulöðrið
renna upp með hlið bátsins.
Frá því við sáum bátinn fyrst
áður en við fórum úr Láginni og
þar til hann hvarf sjónum
okkar, munu hafa liðið um tveir
klukkutímar og sjónarhornin
mjög mismunandi en báturinn
var alltaf á sama stað.
Daginn eftir fréttum við að
Jón E. Stefánsson hefðiætlaðað
fara með sína nót seint þetta
sama kvöld, en þá sér hann að
það eru komnir tveir bátar á
svæðið og því hættir hann við að
fara, þegar hann sá þetta var
hann á hlaðinu á Hvoli.
Eg spurði Jón nú á dögunum
hvort hann myndi eftir þessu og
ságðist hann muna þetta vel,því
að ekki hefði hann vitað um aðra
en okkur sem hefðu fyrir-
dráttarnót.
Við félagarnir töluðum oft
um þennan atburð og einstök
atriði hans og því festist þetta
svo vel í minni, en nú erum við
aðeins 2, við Steingrímur til frá-
sagnar.
Vottum hér með að rétt er
með farið í öllum atriðum.
Dalvík 20/9 1982.
Tryggvi Jónsson
Steingrímur Þorsteinsson
Jón E. Stefánsson
Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum
bestu óskir um
GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Þökkum samstarfið.
Söltunarfélag
Dalvíkur hf.
Dalvík - Sími 61475
12 - NORÐURSLÓÐ