Norðurslóð - 29.10.1984, Side 3
W Sparisjóóur Svarfdœla • Dalvik
Vænlegur sproti á
meiði atvinnulífsins
Sæplast h.f.
Nýtt fyrirtæki tók til starfa á
Dalvík á síðastliðnu vori.
Sæplast heitir það og framleiðir
einkum plastkassa og annað af
plastkyni til nota í sjávarútvegi
og fiskvinnslu.
Blaðið ræddi við fram-
kvæmdastjórann, Pétur Reimars-
son, hér einn góðviðrisdaginn í
miðjum október. Hann reyndist
góður viðmælis og veitti greið-
lega upplýsingar um fyrirtækið.
Nú vita e.t.v. flestir Dalvíkingar
allt, sem vita þarf um þetta mál,
en þá er þess að minnast að
meirihluti lesenda Norðurslóð-
ar eru annarstaðar búsettir, en
hefur þó áhuga á gangi mála
þar.
Fyrirtækið var stofnað og
starírækt í Garðarbæ fyrir
sunnan, en gekk ekki sem skyldi
og var auglýst til sölu. Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar og
árvakrir menn hér á staðnum
veittu þessu athygli og niður-
staðan var sú að á skömmum
tíma var stofnað til samtaka um
að kaupa þetta fyrirtæki, þ.e.
tæki og framleiðsluleyfi, og
setja það niður hér á Dalvík.
Síðan var stofnað formlegt
hlutafélag um 20 einstaklinga
flestra heimamanna hér plús
Iðnþróunarfélagsins, sem er
aðili að ca. 8 hundraðshlutum.
Hlutaféð er 6 milljónir, en stofn-
kostnaður var 17-18 millj. Félag-
ið tók á leigu fiskhús Vinar s.f.
og starfar þar við þrönga en að
öðru leyti góða aðstöðu.
Framleiðslan
Eins og fyrr segir er framleiðsl-
an sem stendur fyrst og fremst
fiskiker af 3 stærðum, 500, 660
og 1000 lítra, sem bæði eru
Frá vinstri: Pétur forstjóri, Jón Baldvinsson bæjarstjórnarmaður, Stefán
Jón Bjarnason bæjarstjóri og Steingrímur Sigfússon þingmaður.
notuð í fiskiskipunum og við
löndun og gámaflutninga, en
stóru kerin einkum í saltfisk-
vinnslunni, þar sem þau koma í
staðinn fyrir málmkerin gömlu.
Þá eru einnig framleitt bretti
sérhönnuð til að bera smærri
fiskikassa (70 og 90 lítra), í
flutningi.
Af öðrum vörum, sem fyrir-
tækið framleiddi í minni mæli
fyrir sunnan, og gæti aftur gert
hér hvenær sem er, má nefna
saltkistur, ruslatunnur og gerfi-
gæsir.
Framleiðslan nú er ca. 20 ker
á dag, en verð þeirra er um kr.
8000,00 og geta þá snjallir
reikningsmenn fundið út daglegt
framleiðsluverðmæti. Það eru
5-6 kýrverð sagði blaðamað-
urinn.
Reksturinn gengur prýðisvel
og miklu betur en fyrir sunnan.
Afköst eru miklu meiri bilanir
færri og minna sem gengur úr.
Starfsmenn
Það eru 7 menn starfandi í verk-
smiðjunni núna og það er unnið
á tvískiptum vöktum sleitu-
laust frá mánudagsmorgni til kl.
5 á föstudögum. Verkstjóri er
Jón Gunnarsson.
Pétur lætur þess getið óspurð-
ur að hann hafi einvalaliði á að
skipa og það geri gæfumuninn
hvað varðar árangurinn. Blaða-
maður horfði reyndar á tvo
starfsmenn taka eitt kerið úr
mótinu og þeir höfðu óneitan-
lega snör handtök við verkið þá
stundina. En það er nú kannske
ekki beint að marka. Menn
verða oft svo skrambi duglegir
frammi fyrir fjölmiðlunum.
Hér skal þess getið að stjórn
hlutafélagsins skipa eftirtaldir 5
menn: Matthías Jakobsson
formaður, Hallgrímur Hreins-
son, Jón Friðriksson læknir í
Reykjavík einn af fyrri eigend-
Bæjarstjórinn slær smiðshöggið
betri t.d. að því leyti að hægt er á
auðveldan hátt að gera við
skemmd ker með íbræðslu.
Enn sem komið er hefur öll
framleiðslan selst eftir hendinni
og ekki verið hægt að koma upp
neinum lager. Kaupendur eru
aðallega hér innanlands, en
nokkuð hefur líka selst til
Færeyja, Skotlands og írlands.
Sæplast var með sýningarbás
á sjávarútvegssýningunni í
Reykjavík í fyrra mánuði og þar
vöktu framleiðsluvörur þess
mikla athygli.
Frá opnunarathöfninni. Forstjórinn útskýrir starfsemina.
Þau hjón eiga 3 börn 12, 11 og 9
ára.
Aðspurður, hvort ekki sé
umhendis að starfa á Dalvík og
búa á Akureyri, segir Pétur að
það sé nú ekkert snúnara en
algengt sé fyrir sunnan, þar sem
fjöldi manna, sem býr fyrir
austan fjall, vinnur þó í Stór-
Reykjavík. „Maður verður
auðvitað að vera við því búinn
að geta teppst á öðrumhvorum
endanum við og við á veturna.
Það er ekkert voðalegt mál“.
Hann segist kunna prýðisvel við
sig hér á Dalvík og hyggur ekki
á neinar breytingar á högum
sínum í fyrirsjáanlegri framtíð.
Blaðið þakkar Pétri greið
svör við spurningum fáfróðs
blaðamanns og óskar honum og
fyrirtækinu langra og góðra
lífdaga.
H. E. Þ.
Einnig hefur tekist að gera
hagstæðari kaup á hráefninu,
sem er pólýetelýn fengið frá
Svíþjóð.
Nægur markaður
Af þessu leiðir, að unnt hefur
verið að bjóða vöruna á lægra
verði en áður, en auk þess er hún
um fyrirtækisins, Valdemar
Snorrason og Vilhjálmur Þórs-
son.
í lok viðtalsins spurðum við
Pétur framkvæmdastjóra um
hann sjálfan. Hann er Reykvík-
ingur, stundaði efnaverkfræði
við H.í. og Tækniháskólann í
Lundi í Svíþjóð. Lauk þar prófi
1975 og bætti síðan við sig 4
árum þar og varð doktor í
faginu 1979. Undanfarin ár
hefur hann unnið hjá Rann-
sóknarráði ríkisins í Reykjavík.
í vor flutti fjölskyldan til
Akureyrar, hann til að taka við
starfinu hér, konan, Erna
Indriðadóttir, m.a. til að taka
við starfi sem fréttamaður
Útvarpsins hér norðanlands.
Dalvíkingar - Nágrannar
Sparið bensín og óþarfa slit á hjólbörðum.
Vélastillum og stýrisstillum í fullkomnum
tækjum.
Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir snjó-
hjólbarða.
Bílaverkstæði Dalvíkur.
Simi 61200
Handhægar gjafir
Sparisjóður Svarfdæla hefur til sölu minnis-
pening vegnaaldarafmælissjóðsins í maísíðast-
liðinn.
100 tölusett eintök - dýrmætir safngripir.
Verð kr. 2.500,-
Ennfremur:
Til sölu er nú einnig nokkurt upplag af afmælis-
riti sjóðsins.
80 myndskreyttar síður - góð gjöf til brottfluttra
Svarfdæla.
Verð kr. 350,-
Fæst hjá Sparisjóðnum, sími 61600 og hjá
Júlíusi Daníelssyni, Búnaðarfélagi íslands,
Reykjavík sími 19200.
^i?FDí&
NORÐURSLÓÐ - 3