Norðurslóð - 29.10.1984, Side 6
Æskulýðsstarfið
Viðtal við Gísla Pálsson
Undanfarið ár hafa verið miklar
framkvæmdir í Gimli (gamla
læknishúsinu) en ákveðið var að
breyta húsinu þannig að þar
mætti starfrækja félagsmiðstöð,
auk þess sem búið yrði betur að
tónlistarskólanum sem, eins og
kunnugt er, hefur aðsetur á
neðri hæð hússins. Norðurslóð
náði tali af Gísla Pálssyni og
innti hann eftir framkvæmdum,
svo og fyrirhugaðri starfsemi í
húsinu.
Það kom fram að á efri hæð
er búið að breyta suðurherbergj-
unum þrem í einn sal. Niðri er
búið að standsetja nýjar snyrt-
ingar sem munu þjóna’ bæði
tónlistarskólanum og þeirri
starfsemi sem uppi á lofti
verður. Fyrirhugað er síðan að
útbúa eitt herbergi til viðbótar
niðri fyrir tónlistarskólann en
uppi verður væntanlega næst
ráðist að gömlu biðstofunni og
hún stækkuð inn í aðliggjandi
herbergi. Fyrst um sinn mun
hún þó verða notuð óbreytt sem
setustofa.
Öllum er ljós sú mikla
starfsemi sem fram fer í tón-
listarskólanum, en hvaða hug-
myndir eru uppi um notkun efri
hæðarinnar?
Gísli segir að í sínum huga sé
um það að ræða að veita öllum
æskulýðs og íþróttafélögum
aðstöðu til fundarhalda og
félagsstarfsemi. Reyndar eigi öll
heilbrigð tómstundastarfsemi að
geta átt athvarf í húsinu. Gísli
getur þess að nú þegar sé farið að
nota salinn til fundarhalda því
bæjarstjórn sé tvisvar búin að
funda þar. Þau húsgögn sem nú
séu í salnum séu fengin að láni,
en búið sé að panta borð og
stóla og gardínur muni ungling-
arnir sjálfir sauma undir öruggri
leiðsögn Dóru Reimars. Þannig
sigli allt í það að hægt verði að
hefja starfsemi af fullum krafti.
En hvenær gæti það orðið?
Gísli segist vona að í nóvem-
ber verði hægt að hefja starfsemi
á vegum íþr. og æskulýðsráðs í
húsinu. Fyrirhugað er að sú
starfsemi verði með sviðuðu
sniði og var í Bergó í fyrravetur
þ.e. opið hús fyrir bæði eldri og
yngri krakka. Hugmyndin er að
reyna líka að vera með eitthvað
um helgar, sérstaklega fyrir
unglingana. í fyrravetur var
bæði teflt og spilað í Bergó og
kunnáttumenn fengnir til að
leiðbeina. Gísli kvaðst vona að
framhald gæti orðið á slíku og
að jafnframt mundi íþr. og
æskulýðsráð, og þá hann sem
æskulýðsfulltrúi, reyna að hafa
opin augun fyrir nýjungum í
starfinu og gæti þar verið um að
ræða bæði kynningar á ýmsu
því sem vekur áhuga ungmenna
eða klúbbastarfsemi að ýmsu
tagi. Búið er að halda fund með
forsvarsmönnum þeirra félaga-
samtaka í bænum sem hafa
Haustið blíða
Frh. af forsíðu.
20. október.
Áfram heldur verkfall bóka-
gerðarmanna og enn frestast
útkoma Norðurslóðar. Og nú er
slátrun lokið á Dalvík, svo unnt
er að birta niðurstöðutölur úr
sláturhúsinu þar.
Jóhannes Haraldsson, sem
verið hefur vigtarmaður þar í 23
ár veitti eftirfarandi upplýsingar:
Alls var slátrað 8836 dilkum
og 764 eldra fé. Er þetta rösk-
lega 1000 dilkum færra en í
fyrra, sem út af fyrir sig hefði
minnkað kjötmagnið um 16000
kg. Þar á móti kemur meiri
meðalþungi, sem gerir tæpl.
9000 kg. í heild. Nettóminnkun
er því aðeins ca 7 tonn kjöts.
Meðalfallþungi dilka varð
16,05 kg., sem er rúmlega 1 kílói
meira en í fyrra, en það var að
sínu leyti hæsta meðaltal, sem
vitað er um að orðið hafi á
sláturhúsinu þangað til nú.
Flokkun kjötsins í gæða-
flokka var í samræmi við þetta.
í fyrsta flokk fóru heil 93,95%, í
annan flokk 5,22% og aðeins 70
skrokkar eða tæplega 1% í
þriðja flokk.
Hæsta meðalþunga, þeirra,
sem lögðu inn 30-100 dilka,
hafði Ástdís í S-Holti 19,38 kg.
En hæstur þeirra, sem lögðu inn
meira en 100 dilka var Andrés á
Kvíabekk með 18,83 kg.
Þó að það sé hálfgert hégóma-
mál, þá skal að lokum getið
þeirra, sem þyngsta áttu
einstaka dilka. Methafinn var
áðurnefndur Andrés á Kvía-
bekk, sem átti 27,7 kg. dilk,
Félagsbúið á Möðruvöllum fram
í Eyjafirði 27,6 kg. dilk og
Júlíana Ingvadóttir í Ólafsfirði
27,5 kg. dilk. Það er ekki að
spyija að haglendinu í Ólafsfírði.
Þökkum auösýnda samúð og vináttu, blóm, kransa
og minningargjajir við andlát og útjör
Guörúnar Magnúsdóttur
húsfreyju í Koti.
Aðstandendur.
Inni/egar þakkir til allraþeirra er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útjör móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalangömmu.
Guðrúnar Friöfinnsdóttur
fyrrum húsfreyju á Böggvisstöðum.
Hildur Loftsdóttir
Bergljót Loftsdóttir
Guðjón Loftsson
Björgólfur Loftsson
Garðar Loftsson
Þórgunnur Loftsdóttir
Lára Loftsdóttir
Sigríður Loftsdóttir
Aðalsteinn Loftsson
Ásgeir Sigurjónsson
Marinó Þorsteinsson
Magnús Jónsson
Jónína Kristjánsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarna
börn.
æskulýðs- eða íþróttastarfsemi
innqn sinna vébanda, og kynna
þeim þá möguleika sem starf-
semi á þeirra vegum getur átt í
húsinu. Einnig sagði Gísli að
ætlunin væri að hafa mjög náið
samstarf við skólann um það
félagsstarf sem boðið verður
upp á.
Norðurslóð þakkar Gísla
upplýsingarnar og væntir að
lesendur séu nokkru fróðari um
það hvaða hlutverki þessu
gamla, virðulega húsi er ætlað
að þjóna í framtíðinni og
ugglaust mun leið margra
Dalvíkinga liggja í Gimli, hér
eftir sem hingað til.
Sv. J.
Þess skal getið þeim til
skýringar, sem ekki eru með á
nótunum, að ástæðan til þess að
fé á Möðruvöllum í Eyjafirði
kemur þarna eins og skollinn úr
sauðaleggnum er þessi: Að
beiðni riðunefnda í Eyjafirði var
ákveðið að fé af riðubæjunum í
Saurbæjarhreppi, þ.e. Möðru-
völlum og Villingadal, væri
slátrað í sláturhúsinu á Dalvík
þar sem hvort eð er er allt meira
eða minna mengað af riðuveiku
fé.
Fjárkaup
Áfram heldur riðan sigurgöngu
sinni hér í byggðarlaginu og
leggur undir sig nýja bæi. Á
öðrum bæjum virðist hún aftur
á móti vera í rénun. Menn eru
að vonum næsta ráðvilltir,
hvað gera skuli og sýnist sitt
hverjum.
Að tilhlutan riðunefnda og
með ráðum Sauðfjárveikivarna
er verið að fara af stað með
nokkurs konar tilraun með að
flytja inn lömb af fjarlægum,
ósýktum svæðum.
Á dögunum var sóttur bíl-
farmur af lömbum, 86 stykki, úr
Þistilfirði frá^bæjunum Laxár-
dal, Holti, S-Álandi og Gunnars-
stöðum. Og þegar verkfallið
leysist verða flutt sjóleiðina 80
lömb vestan af Ströndum frá
bæjunum Bæ, Árnesi, Melum
og Steintúni í Trékyllisvík.
Kaupendur eru ýmsir íjár-
eigendur í sveitinni og á Dalvík.
Verð lambanna er 57 krónur
per. kíló í lifandi vigt. 40 kg.
lamb kostar þá kr. 2280 og svo
er það flutningskostnaðurinn.
finkalff
eftir Noél Coward
Sýningar föstudaga og
sunnudaga kl. 20.30.
Miðapantanir ísima (96)25128
virka daga kl. 14-18 og í síma
(96) 24043 laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18 og sýn-
ingardaga frá kl. 19.
Nánari upplýsingar í síma
(96) 25073.
Velkomin á sýningar
Leikfélags Akureyrar!
Á faraldsfæti
Við birtum hér þrjár myndir frá ferðalögum á síðast-
liðnu sumri.
Göngumenn Ferðafélagsins nálgast Klaufabrekknaskarð á leið sinni af
Lágheiði. Sjá yngsta þátttakandann 7 ára stúlkubarn.
- Ljósm. H. H.
Þátttakendur í sameiginlegri ferð Ferðafélagsins og Búnaðarfélags
Svarfdæla út á Flateyjardal. Á miðri mynd er leiðsögumaðurinn Sverrir
Guðmundsson á Lómstjörn, Ijóshærður. í baksýn Brettingsstaðir.
- Ljósm. S. H.
Hestamannafélagið Hringur kemur af fjöllum eftir ferð á Vindheimamela.
Hluti leiðangursins kemur niður frá Stóruvörðu á Heljardalsheiði.
Rimarnar loka fyrir dalinn.
- Ljósm. H. H.
Frá Sparisjóðnum
Við vekjum athygli á breyttum og bættum
vaxtakjörum sem við bjóðum nú upp á.
Við hvetjum viðskiptavini til að koma og
kynna sér hvað í boði er.
Eflum Sparisjóðinn - Hollt er heima hvað.
W Sparisjóóur Svarfdœla • Dalvlk
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu
mig með heimsóknum gjöfum og skeytum á
sjötugsafmæli minu 4. júli í sumar.
Megi gleði og gæfa fylgja ykkur alla tíma.
Kristín Sigurhjartardóttir frá Skeiði.
Karlsbraut 18, Dalvík.
6 -NORÐURSLÓÐ