Norðurslóð - 25.03.1986, Page 1

Norðurslóð - 25.03.1986, Page 1
10. árgangur Þriðjudagur 25. mars 1986 3. tölublað Svarfdælsk byggð & bær Jói hjá Leikfélaginu Ótrúlega góð sýning L eikfélag Dalvíkur: Jói I eikstjóri: Margrét Óskarsdóttir I eikmynd: Margrét Óskarsdóttir Persónur og leikendur: Dóri........Arni Björnsson I óa . . . Helga Matthíasdóttir Jói.........Albert Ágústsson Pabbi .... Sigmar Sævaldsson Bjarni . Sigurbjörn Hjörleifsson Maggý .... Fjóla Magnúsdóttir Superman . . . Óskar Öskarsson Eftirvænting í bland við kvíða fylgir því oft að fara á sýningu hjá Ieikfélagi Dalvíkur, sér- staklega á frumsýningu. Mér er ekki grunlaust um að kvíðinn hafi verið eftirvæntingunni yfir- sterkari hjá undirrituðum föstu- daginn 6. mars þegar leikfélagið frumsýndi Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Verkefnið sem fél- agið hafði valið var krefjandi og erfitt. Fólkið sem þarna var að fara að leika var flest að koma fram í fyrsta sinn. Til Margrétar Óskarsdóttur þekkti ég ekkert sem leikstjóra svo hún var reyndar líka spurningarmerki. Á hinn bóginn hefur dirfska í verkefnavali hjá leikfélaginu lánast því vel. Auk þess er leik- stjórinn vön að vinna með áhugafélögum og fólki með mismunandi grunn í leiklistinni. Allt gekk líka vel. Kjartan Ragnarsson hefur samið mörg góð verk. Jóa samdi Kjartan í tilefni árs fatlaðra, og er viðfangsefnið aðstaða fatl- aðra og erfiðleikar sem eru í nútímaþjóðfélagi að mæta sér- hverri röskun, sem verður á högum þessa fólks. Andleg fötlun Jóa er ekki. meiri en svo, að hér áður fyrr hefði hann verið talinn smá skrýtinn en komist Helga Matthíasdóttir og Arni Björnsson í hlutverkum sínum. Jói (Albert Ágústsson) og Dóri (Árni Björnsson). samt af í vernduðu umhverfi stórfjölskyldunnar. Jói var ekki aðalpersónan í leikritum þess tíma heldur aukahlutverk og þá gjarnan til að kitla hlátur- taugarnar. Þrátt fyrir smellinn texta höfundar stundum er áhorf- endum ekki hlátur fyrst og fremst í huga eftir sýninguna. Eins og gott leikhúsverk á að gera vekur Jói margar spurning- ar í huga okkar um gerð og eðli þess þjóðfélags sem hér hefur byggst upp. Spurningin: á ég að gæta bróður míns er stefið í þessu verki. Þessi spurning var sett fram fyrir langa löngu, og hefur ætíð þótt tímabær. Hún þótti það á ári fatlaðra 1981 og ég hugsa enn frekar í dag þó ekkí séu liðin nema fimm ár. Þótt lang flestir leikendurnir væru þarna að stíga sín fyrstu spor á sviði var ótrúlega góður heildarsvipur á leiksýningunni. Greinilegt er að Margrét hefur náð góðum tökum á hópnum unnið mjög gott starf. Það er ekki sanngjart að fara að fjalla um frammistöðu einstakra leikara, því í sjálfu sér má alltaf benda á hluti sem betur mega fara í þessum efnum. Ég stilli mig þó ekki um að taka tvö þeirra út úr. Albert Ágústsson skilar hlut- verki sínu Jóa alveg sérstaklega vel. Albert hefur ekki komið fyrr á svið og frammistaða hans þess vegna hreint ótrúlega góð. Greinilegt er að hann hefur lagt mikla rækt við verkefnið og hefur hæfileika til að bera. I eiksigur er stundum sagt þegar fólk stendur sig vel og má gjarrian nota það orð til að lýsa frammistöðu Alberts. Við skulum vona að Albert eigi eftir að koma mikið við sögu leik- félagsins í framtíðinni. Helga Matthíasdóttir fer með hlutverk I óu systur Jóa. Helga stendur sig líka mjög vel. Hún hefur ekki leikið áður og má stundum sjá það á leik hennar, en oft átti hún hreint afbragðs spretti. Vonandi eigum við eftir að sjá Helgu oftar á senunni. Reyndar er það svo að öll eiga þau erindi aftur á senuna sem þarna voru. Um leið og ég óska leikfélaginu og aðstandendum sýningarinnar til hamingju með árangurinn vil ég hvetja fólk til að sjá sýninguna ' og styðja í verki þá alltof fáu sem fást til að sinna félagsmálum hér í bæ. J.A. Velgengni hjá Sæplasti Bygging fyrirhuguð Sæplastkar með saltflski. Fréttasnápur blaðsins labbaði sér í gegnum vinnusal Sæplasts h.f. á dögunum og bankaði upp á skrifstofuhurðina. Kom inn, sagði drungaleg rödd forstjór- ans, Péturs Reimarssonar. Hann sat við skrifborðið og grúfði sig niður í pappíra. Það kom í Ijós, að hann var ekki að hræra í skuldasúpu fyrirtækisins eða neitt þess- .háttar. Nei, ekki aldeilis, hann var að leika sér við að teikna nýtt verksmiðjuhús fyrir starfsemina. Þannig haga menn sér varla í fyrirtæki, sem berst í bökkum. Énda berst Sæplast heldur ekki í bökkum, það kom greinilega fram í máli forstjórans. Fram- leiðslan er í fullum gangi og selst eftir hendinni. Framundan eru a.m.k. tveggja mánaða fram- leiðsla upp í fyrirliggjandi pant- anir. Þetta eru sem fyrr fiskikassar og kör af ýmsum stærðum allt frá 350 og upp í 1100 lítra, ennfremur pallar t.d. undir flakabakka og frystipönnur „níðsterkir og fylltir frauð- plasti til aukins styrks og einangrunar" eins og segir á auglýsingablaði frá fyrirtækinu (sjá mynd). Fleira er á döFmni t.d. fóðursíló, sem er athyglis- vert fyrir bændur, sem eru í meltuhugleiðingum. Sem sagt framleiðslan er jafnt og þéjtt vaxandi, veltan verður trúlega 50-60 milljónir á þessu ári. Nú hefur Sæplast fengið úthlutað lóð neðan við Gunnars- braut, nánar tiltekið milli Jaðars og húss Óskars Jónssonar, 5500 m2 athafnasvæði í allt. Forstjórinn vonast til, að hægt verði að byrja á verkinu nú í ár og síðan ljúka því á árinu 1987. Svo það er ekki seinna vænna „Níðsterkir og fylltir frauðplasti." að koma sér niður á stærð og gerð verksmiðjuhússins. Blaða- maður vill ekki tefja fyrir því verki, þakkar fyrir kaffi og upplýsingar og gengur út í gegnum vinnusalinn þar sem menn eru í hörkuvinnu að koma fyrir nýju kassamóti smíðuðu á Bílaverkstæði Dalvíkur. Það eykur svo sannarlega á bjartsýnina að koma á þennan vinnustað.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.