Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLOÐ Anna Jóhannesdóttir, Ytra-Garðs- horni. Ingibjörg Jónsdóttir, Steindyrum. Engilráö Sigurðardóttir, Hakka. Hratt flýgur stund. Hálf öld, já meira en hálf öld er nú liðin síð- an nokkrar konur í syðri hluta Tjarnarsóknar gerðu með sér nokkurskonar félagsskap. Frumkvæðið að því átti Sigrún í Itakkagerði. Hún kallaði okkur heim til sín sex nágrannakonur sínar. Verður reynt að gera grein fyrir þeim hér á eftir. Þetta skyldi vera eins konar klúbbur, mátti gjarnan kallast saumaklúbbur. En framvindan varð þannig, að við vorum frjálsar að því hvaða handavinnu við kom- um með. Allar byrjuðu með prjón eða hekl eða annað sem þær voru með í farteskinu. Var þá oft glatt á hjalla, og reynt að njóta þess að kasta frá sér amstri hversdagsins eina dagstund. Sanian oft þá setið var við sauma eða prjóna. Slunginn þráður slípaðfar, slegið á ýmsa tóna. Stundin leið hratt og áður en varði var búið að töfra fram fínasta kaffiborð. Ekki minnkaði gleðin við það, og eftir að hafa notið góðra veitinga voru tekin fram spil og þær sem vildu spiluðu þá Gömlu vist það sem eftir var tím- ans. Þetta voru góðar stundir, og við hlökkuðum til næstu samfunda. Þessar konur áttu það sameigin- legt að kunna að breyta ull í fat og mjólk í mat. Þær höfðu alist upp við vinnu frá barnæsku. Vinnan varð að sitja fyrir Hestu í barátt- unni við látæktina í harðbýlum sveitum. Börnum og unglingum Fjórar af sjö konum úr Hjartasjöinu staddar sunnan við gamla Klængshúlsbæinn ásamt húsfrevjunni á Klængshóli. Frá vinstri: Dagbjört á Grund, Margrét Arnadóttir á Klængshóli, María á Þverá, Anna í Syðra-Garðshorni og Sigrún í Hakkagerði. María Stefánsdóttir, Þverá. Dagbjört Asgrímsdóttir, Grund, Sigrún Júlíusdóttir, Bakkagerði. Anna Jóhannsdóttir, S-Garðshorni. Hjartasjöið voru snemma kennd þau verk sem nauðsynlegust voru, til að geta bjargað sér. Þá var það skylda hverrar móður að innræta bömum sínum guðstrú og góða siði, kenna þeim bænir og vers og lesa þær með þeim fyrir svefninn. A flestum heimilum var lesinn húslestur og var þá sunginn sálmur fyrir og eftir hugvekjuna. Þessi siður mun hafa haldist fram yfir 1920. Einnig voru kveðnar vísur fyrir börn og sögur sagðar eða lesnar. Það kom svo af sjálfu sér að börnin lærðu vísur og lög. Var stundum spurt þegar talað var um framfarir hjá litlu barni: „Er hann farinn að læra vísur?" Þetta ásamt ýmsum leikjum úti og inni, orðaleikjum og þrautum, var sá skóli sem þessi kynslóð fékk að njóta ótrufluð af fjölmiðlaáhrif- um nútímans. Eg ætla nú að gera nokkra grein fyrir þessum sjö konum, þótt ófull- komið verði: María Stefánsdóttir Þverá, fædd 23. nóvember 1895. Fluttist liing- að úr Skagafirði ung að árum. Hún var kona fríð sýnum, í meðallagi há, nokkuð þrekin. Hún var stillt kona og hógvær í fasi, nokkuð föst fyrir og tók öllum mótbyr með jafnaðargeði. Mjög var hún heim- ilisrækin, gestrisin og góð heim að sækja. Ingibjörg Jónsdóttir Steindyrum. Fædd 3. júní 1889. Hún var ættuð úr Skagal'irði. Hún var fríðleiks- kona, há og grönn á yngri árum en þrekin með aldrinum. Mjög var hún dul í skapi og hæglát og hafði sig lítt í frammi, en dugleg við vinnu og ævinlega hreinleg og allt í kring um hana var snoturt og vel um gengið. Engilráð Sigurðardóttir Bakka. Fædd 1. júní 1896. Hún var fremur smávaxin og nett á fæti, vel farin í andliti og sérlega hárprúð. Stillt var hún í framkomu en átti það til að koma með hnyttnar athuga- semdir, sem urðu til að vekja kát- ínu. Hún var vel verki farin og sér- lega snjöll við prjónavélina og gerði þar margar fallegar flíkur. Sigrún Júlíusdóttir Bakkagerði. Fædd 3. nóvember 1894. Sigrún var með myndarlegri konum, bein- vaxin og svaraði sér vel. Vandaði vel framkomu sína, hafði góðan smekk og var glögg á útlit og klæðaburð. Dugleg og vel fær til allra verka, jafnt úti sem inni. Um- hyggjusöm húsmóðir og kunni vel að fagna gestum. Anna Jóhannsdóttir Syðra- Garðshorni. Fædd 27. apríl 1893. Hún var í meðallagi á hæð, grönn og beinvaxin, fremur hvatleg í fasi, sérlega létt á fæti og létt t lund, oftast kát og fjörug, gat alltaf vakið kátínu hvar sent hún kom, hafði jafnvel gaman af að ganga fram af fólki og þá helst á sinn eigin kostn- að. Hún hafði ágæta söngrödd og tók mikinn þátt í söngstarfi hér um slóðir á sínum yngri árum. Hún hafði yndi af útiveru, og fór þá oft í gönguferðir upp í fjöllin fyrir ofan bæinn. Saumakona var hún góð og flest verk léku henni í höndum. Anna Jóhannesdóttir Ytra- Garðshomi. Fædd 9. júní 1890. Hún var smávaxin, létt og snör í snúningum. Lagleg kona einkum á yngri árum, vel var hún verki farin, eins og hennar fólk flest. Anna í Ytra-Garðshorni og Engilráð á Bakka voru systkina- dætur. Ekki var hún fasmikil, en lundlétt og gátu hinir hversdags- legustu hlutir orðið að fyndnum athugasemdum hjá henni, svo ekki var hægt annað en veltast um af hlátri, þegar henni tókst upp. Dagb jört Ásgrímsdóttir Grund er sú sem þetta setur á blað. Fædd 8. mars 1906, ættuð úr Fljótum. Ekki er gott að lýsa sjálfum sér, læt eg því nægja að telja mig meðal- manneskju um flesta hluti. Þá eru upptaldar þær sjö konur sem upphaflega komu saman svona einu sinni eða tvisvar á vetri hjá hverri. Þess má geta að bænd- urnir sumir höfðu gaman af að blanda sér stundum í hópinn. Einn þeirra, Gestur í Bakkagerði, gaf okkur nafnið Hjartasjöið. og var því ekkert breytt þótt tvær konur ættu eftir að bætast í félagsskap- inn. Árið 1950 fluttust ung hjón í Ytra- Garðshorn. Þetta voru þau Hjalti Haraldsson, sonur hjónanna þar, og kona hans Anna Sölvadóttir. Þá var sjálfsagt að bjóða hana vel- komna í Hjartasjöið. Anna Sölvadóttir Ytra-Garðs- horni. Fædd 6. ágúst 1923. For- eldrar hennar, Jónína Jónsdóttir og Sölvi Kjartansson, bjuggu í Skaga- l’irði. Anna var fríðleikskona, í hærra meðallagi og þrekin. Hún er framúrskarandi stillt kona og lund- góð, gædd miklu andlegu atgerfi og sálarþreki, sem bregður sér ekki þó á móti blási Árið 1959 fluttust ung hjón í Syðra-Garðshom og tóku þar við búi. Þetta voru þau Júlíus Daníels- son sonur hjónanna þar og kona hans Þuríður Árnadóttir, úr Reykjavík. Hún er fædd 23. júlí 1933. Þuríður er fríðleikskona, glaðlynd og mannblendin, var fljót að kynnast okkur í Hjartasjöinu. Hún er íþróttakennari að mennt og vel að sér um flesta hluti. Þessar konur héldu áfram að hittast fram yfir 1960. Á sjöunda áratugn- um fóru að koma skörð í hópinn. Nú er svo komið að allar þær, sem fæddar voru fyrir aldamót, eru horfnar yfir móðuna miklu. En minningin lifir. Þegar tvær voru famar, hugsaði ein sem eftir var á þessa leið: Þó að tíminn telji sporin þung, og týnast ein og ein úr hópnum fari. Vonin hlíða lifir eilífung uns út afslokknar gamla hrunna skarið. I septemher 1994 Dagbjört Ásgrímsdóttir Dalvík

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.