Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 11
NORÐURSLÓÐ —11 Æskustöðvar Tryggva Svörfuðar, Brekka í Svarfaðardal, eins og þar var umhorfs um aldamótin. Forsíða Spegilsins í maí 1950 þegar leikrit Tryggva, Jón Arason, var á fjölum Þjóðleikhússins og olli miklum blaðadeilum. Ovægin gagnrýni Tryggvi var umdeildur og hlaut mikla og oft neikvæða og niður- drepandi gagnrýni fyrir leikrit sín. Um leið og danskir og íslenskir gagnrýnendur fóru hamföum í greinum sínum tóku samt nokkrir óbreyttir leikhúsgestir upp hansk- ann fyrir skáldið. En yfirleitt var gagnrýni mjög á einn veg - nei- kvæð. Dönskum gagnrýnendum þótti Regnen bera merki um byrj- endagalla sem fælust í löngunt samtölum. Höfundurinn þótti sýna hæfileika, sem honum þó tækist ekki að spila nægilega vel úr. í Politiken er þess sérstaklega getið að Islendingar í Kaupmannahöfn hafi fjölmennt á frumsýninguna og klappað ákaft. Það á þó varla að skiljast á annan veg en þann. að þeir hafi verið þar til að hylla sant- landa, frekar en fagna miklu meist- arastykki. Leikararnir Paul Reumert og Bodil Ipsen fóru með aðalhlutverk í Den lille Verden í Konunglega leikhúsinu árið 1938. Einn danskur gagnrýnandi sagði að Tryggvi hefði lítið batnað sem leikrita- skáld. Sama gerist þegar sænskur gagnrýnandi skrifar um beina út- sendingu Sænska útvarpsins á Jóni Arasyni. Leikstjórinn sjálfur var reyndar sáróánægður með upp- færsluna og lýsir því í bréfi til Tryggva hvernig aðalleikarinn hafi fengið stórmennskubrjálæði og öskrað sig gegnum þrjá þætti. Til að eitthvað heyrðist í hinum hafi þeir fallið í sömu gryfju. Arið 1949 tekur Konunglega leikhúsið Jón Arason til sýningar. Enn finna danskir gagnrýnendur leikritun Tryggva flest til foráttu. Þess er jafnvel krafist að leikhús- stjóri segi af sér. Olafur Gunnars- son frá Vfk í Lóni skrifar hins veg- ar gagnrýni í Vísi og hælir leik- ritinu mjög. Frammistaða leikara og leikstjóra hafi hins vegar ekki verið góð. I lokaorðum greinarinn- ar hvetur Ólafur til þess að Þjóð- leikhúsið taki Jón Arason til sýn- ingar að ári. Biskup veldur blaðadeilum Svo fór að Jón Arason var settur á svið í Þjóðleikhúsinu haustið 1950. Haraldur Bjömsson leik- stýrði en í aðalhlutverkuni voru Valur Gíslason og Arndís Björns- dóttir. Tryggvi hafði sjálfur þýlt leikritið en Kristján Eldjárn verið honum til halds og trausts. breytt og bætt. Enn er gagnrýni í flestu neikvæð. Dómar byggðust sumir á þeirri skoðun að um sögulegt leik- rit væri að ræða og breyting sögu- legra staðreynda því ótæk. Af þessu spruttu illskeyttar blaða- deilur milli Kristjáns Eldjáms og gagnrýnendanna Sigurðar Gríms- sonar og Lofts Guðmundssonar. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri hafði reyndar varað Tryggva við því í bréfi að dr. Guð- brandur Jónsson yrði lítt hrifinn. Hann hefði hótað sér miklum skömmum fyrir að sýna leikritið á 400 ára ártíðardegi Jóns Arasonar. Lútherskt leikhús mætti ekki heiðra katólskan biskup á minn- ingardegi hans. Dr. Guðbrandur stóð við orð sín og birti í Alþýðublaðinu grein undir fyrirsögninni Skrípamynd af Jóni biskupi Arasyni. Þessi grein var samfelldur reiðilestur um leik- rit Tryggva og Þjóðleikhúsið. Kristján Eldjám var einnig skammaður fyrir það sent hann hefði skrifað um leikritið. Dr. Guðbrandur hafði reyndar aldrei séð leikritið, aðeins lesið það á dönsku en sagðist aldrei ætla að sjá það. Hér er gripið niður í grein dr. Guðbrands. „En nú er leikritið farið á höf- uðið, og þá vil ég efna orð mín, og biðja Þjóðleikhúsið að hafa skarpa skömm fyrir að hafa, þó í góðri meiningu væri, vansæmt minningu herra Jóns með því að sýna aðra eins skrípantynd af honum og þarna er gert. Til þess að stjórna Þjóðleikhúsi verða menn að vera þeirri háttvísi gæddir, að slíkt geti ekki hent þá.“ Blaðið Spegillinn gerði á þess- um árum gys að ýmsu í samtíman- um og varð Tryggvi Svörfuður með Jón sinn Arason að forsíðu- efni og inni í blaðinu var skopgrein um leikritið. Forsíðumyndin sýnir Tryggva sem hafði unnið til verð- launa fyrir Jón Arason í samkeppni Þjóðleikhússins, frammi fyrir þremur dómnefndarmönnum, Guðlaugi Rósinkranz, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni op Indriða Waage. Spadómurínn í Þjóðleikhúsinu Á árunum eftir seinni heimsstyrj- öld samdi Tryggvi Spádóminn og víst er að Þjóðleikhúsið sent tók það til sýninga batt miklar vonir við leikritið. I leikritinu er deilt á hin eilífu átök í heiminum - þetta er harmsaga mannkyns í einföld- um dráttum. En dómarnir voru hinir sömu og áður. Gagnrýnendur sáu vart aðra ljósa punkta en leik- tjöld Lothars Grund og frammi- stöðu leikaranna. Leikstjórn Indriða Waage var yfirleitt talin ntisheppnuð. Nú bregður svo við að Olafur Gunnarsson frá Vík í Lóni er einna harðorðastur: „Gallarnir eru svo margir að óhugsandi er að telja þá alla upp enda lítils virði að hafa fyrir því, það er eins og að tala um líkams- lýti í andvana fæddum kálfi.“ Sveinn Skorri Höskuldsson segir líka íTímanum: „Mig skortir algjörlega orð yfir þetta „leikrit“. Eg veit ekki, hvað á helzt að kalla það. Þetta er einn dramatískur óskapnaður frá upp- hafi til enda.“ Sýningar á Spádóminum urðu fáar og leikhúsgestir sömuleiðis fáir. Leikritið kolféll. Einkenni á leikritunum Leikrit Tryggva eru að verulegu leyti byggð upp á sálfræðilegum skýringum vandamála. Fram yfir 1930 eru sálarlífslýsingar einráðar en þá fer að bera meira á þjóðfé- lagslegum leikritum. Tryggvi hafði predikað að menn ættu að hlúa að hinum innri manni í stað þess að hlaupa í kapp við verald- argæðin. Síðan verður gagnrýnin þróttmeiri og tengdari þjóðfélags- málum. Þessar breyttu áherslur haldast í hendur við nýja stefnu í leikritun og hörmungar í stríðs- hrjáðum heimi. Meginkjatninn í leikritum Tryggva er þó alllaf sá sami, ástin. Ástin er frá upphafi meginuppi- staðan í leikritunum og undirrót flækjunnar. Algengt er að hann lýsti ástarsanibandi ungs fólks og miðaldra eða gamals. Hrömun lík- amans og sálarinnar er vandamál og hvetnig þetta allt tengist kyn- lífinu. Framan af er þjóðfélags- myndin einskorðuð við borgara- legt umhverfi og persónurnar dæmigerðir fulltrúar miðstéttar og borgarastéttar, í stofuverki. Al- þýðufólk er aðeins til uppfyllingar. Við af þessum borgaralegum hetj- um taka svo hetjur Islendinga- sagna. Eins og ástin. er ótti sterkt afl í leikritum Trygga Sveinbjömsson- ar. Hann birtist í mörgum mynd- um, svo sem ótti við blindu í leik- ritinu Myrkri, ótti við elli og hrörn- un líkamans í Levende Monu- menter og í fleiri leikritum og ótti við nútímaleg Ragnarök í Spádóm- inum. Orðin „angst“ eða „ótti“ koma líka mjög oft fyrir í leikritun Tryggva. Ekki verður sagt að gamansemi og fyndni sé stór þáttur í leikrit- unum. Flest eru þau alvarlegs eðl- is, jafnvel sorgarleikrit. Þeim lýkur oft á dramatískan og dapurlegan hátt, með skilnaði hjóna, drápi eða sjálfsmorði söguheljunnar. En þrátt fyrir þessa dökku hlið skín alltaf í gegn einlæg virðing skálds- ins fyrir lífinu og vonin um að unga fólkið taki hinum eldri fram í breytni. Vonbrigði Tryggvi Sveinbjörnsson sigraði ekki heiminn með leikritun sinni, eins og hann vissulega hafði vænt- ingar um. Með mikilli þrautseigju tókst honum samt að koma nokkr- uin verka sinna á svalir virtustu leikhúsa og nokkrum sinnum vann hann til verðlauna fyrir leikrit sín. Hann eignaðist fjölda vina innan leikhúsveggja sem studdu hann og hvöttu af kappi. En dóntar í blöð- um voru honum sár vonbrigði. Einkanlega tók hann nærri sér dónta í íslensku blöðunum unt Jón Arason, sem hann virðist hafa talið sitt besta leikrit og bundið miklar vonir við. Telja verður harla ólíklegt að þessi svarfdælski andans maður leikhússins nái lengra en hann gerði á sinni tíð. Leikrit Tryggva virðast ekki hafa átt mikið erindi í leikhús meðan hann lifði og það verður vart séð að þau eigi heldur erindi inn í þau núna. (JBH setti saman upp úr eigin BA-ritgerð við HÍ árið 1980) FLUGLEIDIR Umboð Flugleiða Dalvík óskav öllum Dalvíkingum og Svarfdœlingum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Þakka mikil og góð viðskipti á árinu sem er að líða. Verslunin Sogn Goðabraut 3 • Sími 61300 Sólveig Antonsdóttir Saga sýslunefndar Eyjafjarbarsýslu 1874-1989 í tveim bindum Höfundur: Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur tekið að sér að bjóða Eyfirðingum verkið til sölu og getur fólk hvort sem er sent pöntun til UMSE í pósthólf 136, 602 Akureyri eöa hringt í síma 96-24011. Verði ritverksins er stillt í hóf því bæði bindin, samtals 1.104 bls. með á sjötta hundrað mynda, kosta aðeins 8.000 kr.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.