Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 13
NORÐURSLOÐ — 13 Mynd ellir Auguste Mayer af Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sem reist var 1761 gefur e.t.v. einhverja hugmynd um kirkjulegar athafnir á fyrri tíð. Húsin sem hér sjást eru sem hér segir frá vinstri til hægri: Stofa, anddyri, skáli, skemmur þrjár. Innst er baðstofan. Norðlenskur hær (Laufás) frá 1559. Mynd úr Islenskum söguatlas sökum krafið bændur á leigujörðum staðar- ins um smjör umfram venjulega landskuld, og komist upp með það. 24 Ijórðungar smjörs jafngilda 104 kg. Til að vinna svo mikið smjör þurfti ársmeðalnyt úr um þrem- ur og hálfri kú, eins og hún var þá. Staðarbú- ið sjálft var stærra en áður, nú voru 25 kýr, 120 kindur og 100 sauðir skráðir í máldag- ann. Arið 1525 gáfu 14 jarðir staðarins, sem voru um 240 hdr. að verðmæti, aðeins af sér um 12 hdr. tekjur. Það voru svipaðar tekjur og af hinum sex rúmri öld áður. I millitíðinni hafði jarðarleiga lækkað um helming vegna mjög lítillar eftirspurnar eftir jarðnæði, sem aftur orsakaðist af mannfalli í plágunum tveimur 1402-1404 og 1494. Staða bænda hafði verulega batnað. Rekstur herragarðsins Eins og áður segir var rekstur íslenskra höf- uðbóla með talsvert öðru sniði en hinna evr- ópsku „manora“. I Evrópu var mest framleitt kom á stórbúum, en hér á landi smjör og vaðmál. Þótt komyrkja hafi sennilega ekki verið möguleg á Völlum, var hún möguleg bæði sunnan lands og vestan, sérstaklega í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvalla- sýslu. Þar var þó fremur lítil áhersla lögð á komyrkju, og ástæðan var sú að betur borg- aði sig að framleiða smjör, vaðmál og ftsk. Vellir voru því ekki illa settir, þótt komyrkja væri þar ómöguleg. A Völlum hefur verið allmargt fast vinnufólk, sem sá um að mjólka kýmar, vinna smjör og skyr úr henni, hirða sauðféð og vinna vaðmál úr ullinni sem til féll, og öll þau fjölmörgu störl' sem til féllu á stóru höfuðbóli. A sumrum hefur sennilega verið ráðið talsvert af lausafólki til að anna þeim gríðarlega heyskap, sem þurfti til að halda lífinu í búfé staðarins. Kýmar hafa fengið töðu, þ.e. hey af ræktuðu landi, og má ætla að tún staðarins hafi á þessum tíma ekki verið minni en tíu hektarar. Almennt voru tún á meðalbýlum ekki stærri en tveir til þrír hektarar. Einnig var mikið heyjað af útheyi, og er þess getið í síðari heimildum að Trjónubakkinn sé sérstaklega gott engi. Sauðféð fékk útheyið. Heyið var flutt heim af töðuvelli og engj- um á heysleðum, sem dregnir voru af uxum. Taðsleðar, einnig dregnir af uxum, voru not- aðir til að dreifa mykju á tún snemma á vorin eða seint að vetri. Fjöldi vinnufólks getur hafa verið um 20. Erlendis voru höfuðból oft rekin með vinnu- skyldu ánauðugra bænda, og þótti það aldrei sérlega auðveldur eða arðsamur rekstur. Lagðist enda slíkt af í stórum stíl frá 11. öld á meginlandi Evrópu, en hélst lengur í Eng- landi. Höfuðbólin vom eftir það leigð út eða rekin með launuðu vinnuafli. Það fékkst meðal stórrar stéttar landlausra húsmanna, sem neyddist til að selja vinnuafl sitt til að hafa í sig og á. Hér virðist ekki hafa tíðkast vinnuskylda á 13. og 14. öld, heldur voru búin rekin með launuðu vinnuafl. Ekki var þó um að ræða neinn frjálsan vinnumarkað, eða stétt hús- manna, heldur voru bændadætur og bænda- synir úr nágrenninu fengin til staifa. Þau öfl- uðu sér með vinnunni á höfuðbóiinu höfuð- stóls til eigin búreksturs, og oftar en ekki urðu upp úr kynnum vinnufólks hjónabönd. Rekstur höfuðbólanna styrkti líklega tengsl á milli bænda og höfðingja, öfugt við það sem gerðist í Evrópu. Vinnufólkið varð síðar bændur á jörðum gósseigandans. Hér voru höfuðbólin hluti af þeirri skipan íslenska bændasamfélagsins, að vinnufólk varð nær allt bændur síðar á ævinni. Því var ekki um fasta stéttaskiptingu í vinnufólk og bændur að ræða, en stéttaskil á milli höfðingja og bænda voru alltaf mjög skýr og greinileg. Þar sem landrými var meira á Islandi en í flestum löndum Vestur-Evrópu myndaðist ekki lágstétt landlausra húsmanna eða land- lítilla smábænda hér á landi. Almennt mun hagur íslenskra (og norskra og sænskra) bænda hafa verið mun betri en bænda sunnar í álfunni, og á það við allt tímabilið frá land- námi til nútíma. Hins vegar virðist samfé- lagsöryggi hafa verið minna, og áníðsla höfðingja (sýslumanna og biskupa) sem fóru með fylgdarlið í yfirreiðir mikil. Bændur nutu ekki þeirrar verndar sem virkt konungs- vald veitti í öðrum Iöndum. Litið heim að Völlum Á Völlum hefur verið myndarbýli. Hús voru úr torfi og viði. Viðurinn hefur oftast verið rekaviður af rekafjörum staðarins. Hús voru þiljuð að innan með viði. Talsvert er vitað um húsaskipan á miðöldum, og t.d. er vitað hvernig Laufásbærinn var allt frá 16. öld. Sennilega hafa verið bæjardyr fram á hlað, og sinnar til hvorrar handar hafa verið skáli, þar sem allt vinnufólkið svaf, og stofa. Innar hafa tekið við göng með eldhúsi, búrum og vistarverum fína fólksins. Að öllum líkind- um hefur verið upphituð baðstofa innst í bænum. Engar burstir voru á bænum (þær eru 18. og 19. aldar fyrirbæri), heldur var langveggur úr torfi sitt hvorum megin við bæjardyrnar. Kirkjan á Völlum hefur verið timbur- kirkja af stafkirkjugerð, svipuð mörgum þeim kirkjum sem enn standa í Noregi. Þar voru ótal dýrgripir, bækur, dýrlingastyttur, prestaskrúðar o.fl. o.fl. Ekki er að efa að mikill og skrautlegur útskurður hefur verið á kirkjunni og hún ef til vill tjölduð að innan með útsaumsteppum. Kirkjan hefuref til vill verið helmingi til þrisvar sinnum lengri en sú sem nú stendur, og eftir því hærri og meiri um sig. Væri fróðlegt að finna grunnmynd hennar, en hana er sennilega að finna í jörðu uhverfis eða í grennd við núverandi kirkju. Á Völlum var tveggja presta skyld og eins djákna. Hnignun Svo virðist sem að á 15. öld hafi tekist að mestu að halda glæsibragnum á staðnum, eins og mörgum öðrum herragörðum lands- ins, þrátt fyrir það áfall sem plágan 1402- 1404 var. 1429 eru á Völlum a.m.k. 20 kýr, 66 ær og fimm geldfjárkúgildi. Jarðir stað- arins eru þá átta eða níu, Selá og Birnunes á Árskógsströnd og Uppsalir, Hánefsstaðir, Hóll (Brautarhóll eða Krosshóll), Kóngs- staðir, Stal'n, og jörð sem nefnd er Hverár- gljúfur í fornbréfasafninu. Það gæti verið mislestur fyrir tvær jarðir, Gljúfurá og Hverá. Oljóst er hvar Hverá var, sennilega er það hinn síðari Hverhóll. Eftir pláguna síðari er eins og eitthvað bresti í innviðum samfélagsins. Á Völlum er farið að leigja staðarkúgildin út, og búið minnkar. Aðeins tíu kýr eru taldar vera á staðnum 1569 og 30 ær. Árið 1525 átti stað- urinn fjórtán jarðir. Við höfðu bæst Sveins- staðir, Hvarf, Krosshóll, Þverá og Tungufell. Ekki er víst að þær hafi allar verið byggðar. Árið 1569 er í kirkjureikningi aðeins taldin upp landskuld af Selá, Uppsölum, Hvarfi, Krossholti (svo), Bimunesi og Hánefsstöð- um. Sjö jarðir, flestar í Skíðadal, eru í eyði og um Stafn er ekki vitað að hann hafi nokk- umtímann byggst aftur, nema um stutt skeið á 17. öld. Um Brautarhól, sem nefndur er Brautarholt, segir: „Brautarholt er svo sem heimaland. nýbyggð upp.“ Kirkjan á Völlum virðist einnig hafa verið í niðurníðslu og var byggð upp eftir miðja öldina, nánast úr rústum. Eftir þetta hafa Vellir svipmót ósköp venjulegs kirkju- staðar. Um 1700 var þar bú með 7 kúm og 40 ám, og um miðja 19. öld er talið að túnið geti alið 6 kýr og tvo kálfa. Þá er jörðin talin landþröng með afbrigðum. Hvernig stóð á þessu? I fyrsta lagi voru plágurnar landsmönnum að því er virðist mun þungbærari en flestum öðrum Evrópu- löndum. Margt er óljóst um þau mál, sér- staklega um hvaða sjúkdómur það hafi verið sem lagði meirihluta Islendinga í gröfina tvisvar sinnum á 15. öld. Eftir pláguna síðari hafa vart verið lleiri en 10.000-15.000 manns á lífi utan Vestfjarða, og kannski er það ofáætlað. Vestfirðir sluppu við pláguna, og varð það til þcss að hægt var að fá fátæka Vestfirðinga til að nema Norðurland á ný. Samt dugði það ekki til að endurreisa at- vinnulífið til fulls; Grímsey lá langtímum saman í eyði og Svarfaðardalur var að því er virðist mjög fámennur á 15. og 16. öld. Eg hef áður fjallað um hina miklu auðn í Svarfaðardal á 15. öld í grein í Norðurslóð og fann þá enga fullnægjandi skýringu á henni. Eftir samanburð við auðn eftir Stóru- bólu í byrjun 18. aldar, sem góðar heimildir eru til um fyrir stóra hluta landsins, virðist skýringin fundin: Mannfallið var svo mikið í plágunum að bændur fengust ekki á litlar og norðlægar jarðir lengst af 15. og 16. aldar, því völ var á fjölda betri jarða. Mörg dæmi eru um lögbýli sem fóru í eyði við plágurnar og byggðust aldrei aftur, aðallega á norðan- og vestanverðu landinu. Svarfaðardalur varð eðlilega illa úti vegna norðlægrar legu og þess að margar jarðir eru þar frernur smáar, t.d. miðað við Skagafjörð eða innri hluta Eyjafjarðar. Vegna þessarar landauðnar hefur bæði skort vinnuafl og tekjur til að halda uppi stórrekstri á Völlum. Menn reyndu þó að klóra í bakkann. Bændur voru skyldaðir til að vinna að heyskap heima á Völlum einn eða fleiri daga á sumrin, og var það gert að skilyrði fyrir ábúð. Slík dagsverk tíðkuðusl á öllum kirkjujörðum hérlendis á 19. öld, og hefur siðurinn sennilega komist á í vinnu- aflsskorti 16. aldar. Vellir áttu á 19. öld rétt á 16 dagsverkum landseta sinna. Nútíminn blekkir Hugmyndir okkar um fortíðina eru oft mjög mótaðar af nútímanum. Sennilega myndi stærð 14. aldar herragarðsins á Völlum koma flestum nútímasvarfdælingum mjög á óvart, ef hann fyrir einhverja galdra birtist skyndilega í túninu á Völlum. Svarfdælingar ættu að láta sér annt um þessa arfleifð sína. Örlítil sýning með liltækum gögnum og hcimildum, og ef til vill með einhvers konar endurgerð á því hvemig umhorfs var á Völl- um og Austurkjálkanum á 14. öld, gætu gert þessa fortíð mjög lifandi. Næg gögn eru fyrir hendi til að úlbúa slíkt.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.