Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 8
8 — NORÐURSLOÐ Theodóra Thoroddsen: Pula Gekk eg upp í Alfahvamm um aftanskeið, huldusveinninn ungi eftir mér heið. Þici skuluð ekki sjá liann, því síðurfá hann. Eg á liann ein, eg á ein minn álfasvein. Hatin á hrynjit og hitra skálm, hláan skjöld og gylltan hjálm, hann er knár og karlmannlegur, kvikur áfœti, minn sveinninn mœti, herðahreiður og hermannlegur, höndin hvít og smá, augun djörf og dimmblá dökkri undir hrá. Allar fríðar álfameyjar í hann vildu ná. En þó þœr heilli og hjúfri hann þœr aldreifá, því hann vill hara mennska mey, mér því skýrði hann frá, þegar egfann hann fyrsta sinn hjá fossinum háa og berginu hláa. Nú er runninn röðullinn rökkvar milli hlíða. „Svanurinn syngur víða“. Viðsjálft er í Alfahvammi um aftanskeið að bíða. Heit og mjúk er höndin þín, hjartakollan mín. Við skulum stíga dansinn þar til dagur skín. Glatt var með álfum, gekk eg með honum sjálfum, margt her til um miðja nótt hjá mánanum hálfum. Hamarinn stóð í Itálfa gátt, huldumeyjar léku dátt, heyrði egfagran hörpuslátt, höllin lék á þrœði, heilla huhht kvœði. Þegar lítið lifði afnátt lahhaði eg mig heim, en „eg get ekki sofiðfyrir söngvunum þeim". Sendum vinum og ættingjum á Dalvík og í Svarfaðardal sem muna okkur innilegar jóla- og nýárskveðjur. Guð blessi ykkur öll. Árný og Frímann Hrafnistu, Hafnarfirði Mörður hét maður...og hvað svo? Bókmenntagetraun Norðurslóðar Lesendur Norfiurslóðar eru margir hverjir vel heima í íslenskum bókmenntum og ljóðlist. Pað sýnir þátttakan í hinni árvissu og geysivinsælu Ljóðagetraun Norðurslóðar. Til að gleðja bókelska lesend- ur blaðsins enn|>á meir er hér önnur getraun sem reynir á |>ekkingu á íslenskum bókmenntum. Upphafsorð margra þekktra bóka hafa tilhneigingu til að lifa sjálfstæðu lífi. Allir kannast við j>essa byrj- un „Mörður hét maður er kallaður var gígja‘", jafnvel þeir sem aldrei hafa lcsið Njálu. Hér á eftir fara upp- hafssetningar 10 |>ekktra íslenskra bókmenntaverka og við spyrjum: Hvað heita bækurnar? 1. Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska |>jóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð lil fjár... 2. Á fyrstu jólunum í Gamla húsinu missti fjölskyldan stjórn á sér... 3. Mín góða og skemmtilega vinkona! ... 4. Skipið hafði ekki fyrr smellt kossi á landið en háseti hoppaði í land. hljóp sem leið lá í bakarí og birt- ist að vörmu spori með afgreiðslustúlkuna, þrátt fyrir áköf mótmæli konu um sextugt sem steytti hnefa á eftir þeim um leið og ]>au skrönsuðu fyrir horn... 5. Nokkrar furðusögur sern komist hafa á kreik tint vin minn og frænda, Loft Loftsson rithöfund, svo og miðlungi góðviljaðar skýringar á þögn hans, sent nú er orðin alllöng. knýja mig til að leggja orð í belg... 6. Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föð- ur sinn... 7. Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu... 8. Ekkert hefur komið mér eins á óvart á ævi minni og |>að, sem fyrir mig kom síðasta júlí 1870. Sá dagur verður mér lengi minnisstæður... 9. Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu... 10. Litla stúlkan, sem hann Gvuð hefur beðið gamla manninn að segja frá á |>essum barnalegu pappírs- sneplum, er af nijög tignum ættum komin... Svörin þurfa að berast fyrir lö. janúar. Góða skemmtun. Nafnagáta Myndirnar hér að ofan eij>a að tákna nöfn valinkunnra hidðingja úr Svarfaðardal og nágrenni ásamt bæjarnöfnuni. Hverjir eru mennirnir/konurnar?

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.