Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 6
6 — NORÐURSLOÐ
m borð í rann-
sóknaskipinu
Welwitchia ein-
hversstaðar í
Indlandshafínu í
febrúar/mars
1994.
Komið þið sæl og blessuð. Ég
sendi hér eina ritsmíðina í viðbót.
Iivort sem það verður mönnum til
armæðu eða yndisauka.
Þá er nú svo komið að maður er
að verða búinn að þvælast um
heimshöfin sjö, eða svona því sem
næst. En það er góðra manna siður
að byrja á byrjuninni. Vandinn er
bara að ákveða hvar hún er.
Ætli það gæti ekki verið þegar
ég yfirgaf gömlu „góðu" Bengucla
fyrrihluta desember og fór í vel
þegið jólafrí. Það varð náttúrlega
eins og jólafrí eru vön að vera,
þ.e.a.s. ekkert frí, nóg að gera. Það
var verið að spraula bílinn okkar
og ekki stóðust nú svo sem allar
dagsetningar hjá blessuðum iðnað-
armönnunum hérna ntegin á kúl-
unni, neitt frekar en vant er þarna
norður frá. Þannig vorum við
MKÍiÍf ’ rr JHH
iii.«
o ** , ■ j o m
Kannsóknaskipið Welwichita, í baksýn hið lielga fjall Japana, Fuji-Yama.
(Myndir á þcssari síðu: Sigurður Hrciðarsson)
eða sitja á gólfinu, við þurfum
meira að segja að leggjast á mag-
ann á vélarrúmsgólfinu til að ræsa
aðalvélina. Og illt að fylgjast með
höfðuðlínumælinum, sem er aðal
verkfærið þegar verið er að toga
með flottrollinu, þá þurfa þeir að
liggja á hnjánum úti í einu horninu
á brúnni. Og þegar mér varð það á
að benda á að það hafi gleymst að
leggja heitt vatn að vöskunum á
klósettunum, þá urðu þeir alveg
standandi hissa og sögðu: „Heitt
vatn, til hvers? Þessir vaskar eru
bara til að þvo sér um hendumar".
Þannig að þó að þetta sé glæsilegt
og gegnumvandað skip, búið öll-
um mögulegum og ómögulegum
tækjum, og öllum af bestu gerð, þá
er eitt og annað sem við erum ekki
beint sáttir við.
Þrenns konar stafróf
Japanir eru alveg óskaplegir þjóð-
ernishyggjumenn, líklega ennþá
verri en Islendingar, og þeim
finnst alveg sjálfsagt að heimurinn
lagi sig að þcirra viðhorfum og
háttum. En þeir sáu samt að þetta
Frá heimsókn til Japans og
siglingu um heimshöfin þrjú
Frásögn Stefáns yfirvélstjóra Gunnarssonar frá Húsabakka í bréfi til foreldra sinna
meira og minna að basla við að fá
það klárað í síðustu vikunni fyrir
jól, en tókst raunar ekki alveg.
Svo voru áramótin ekki fyrr liðin
en ég þurfti að fara að taka ntig til
í smá ferðalag. Skrapp til Japan til
þess að kynnast nýju rannsóknar-
skipi, sem verið er að smíða þar
fyrir Namibíumenn.
Við lögðum af stað að heiman
þriðja janúar. Ég, Sigurður skip-
stjóri og einn namibískur fiski-
fræðingur. Ferðin tók tæpa þrjá
sólarhringa og var alltaf flogið á
nóttunni þannig að svefninn varð
svona heldur í minna lagi. Það var
stoppað einn dag í Singapore og
reyndum við að nýta okkur það.
Singapore er ákaflega vinalegur
staður, borgin mjög hrein og
snyrtileg. Enda voru allstaðar uppi
áróðursskilti fyrir góðri umgengni,
og tilkynningar um að hámarks-
sekt fyrir að henda rusli á götuna
væri sem svaraði 120.000 ísl.
krónum. Mér var sagt að væri
maður tekinn fyrir að henda frá sér
sígarettustubbi væri sektin fyrir
það u.þ.b. 5.000 ísl. kr.
Mér til mikillar furðu er enska
þarna fyrsta mál, síðan er kín-
verska nr. tvö og malayiska í þriðja
sæti. Fólkið er óskaplega þægilegt,
opið og vingjarnlegt, kannski held-
ur miklir sölumenn. Veðurfar
mjög gott, enda stendur eyjan nán-
ast á miðbaug, og svo mun verðlag
vera eitthvað það besta sem þekk-
ist. Þarna var okkur bent á að
skoða litla eyju sem búið var að
gera að ferðamannamiðstöð. Þar
var búið að koma upp öllum gerð-
um af söfnum, bæði um sögu eyj-
arinnar (þ.e. Singapore). Einnig
helvíta miklu þorpi með bygging-
um í stíl hinna ýmsu asísku þjóða,
og síðan var þarna magnaðasta sjó-
dýrabúr sem ég hef séð. Þar var
aðallega fiskibúrið risa stórt og var
farið í gegnunt það eftir glerboga-
göngum sem hlykkjuðust um það
eina 40-50 metra. Þetta var svo
tandurhreint að maður beygði sig
ósjálfrátt |)egar stærðar skötur og
hákarlar koniu syndandi beinl að
manni frá báðum hliðum og ofan-
frá líka.
Þægileg hraðlest
En þetta var nú bara útúrdúr á leið-
inni til Japan. Þar var lent á aðal-
flugvellinum sem er u.þ.b. 150 km
utan við Tokyo, og fórum við inn í
Brel'ritari, Stefán Gunnarsson, úti fyrir Japansstrondum.
Nokkur formálsorð
Namibía heitir land eitt í sunnanverðri Afríku og liggur á vestur-
strönd álfunnar að Atlantshafi. Namibía laut um tíma yfírráðum
Suður-Afríkumanna en hlaut sjálfstæði árið 1990. Þá öðlaðist
landið yfírráð yfir 200 mílna llskveiðilögsögu og þurftu lands-
inenn að byggja upp haf- og fískirannsóknir sínar frá grunni.
Hafrannsóknastolnun Namibíu var stofnuð þegar landið hlaut
sjálfstæði. Helúr hún að sögn allmörgum ágætum vísindamönnum á
að skipa, en engum sem er mcð sérmcnntun í sjávarútgerð. Þannig
var málum háttað þcgar íslendingar komu til starfa í sjávarútvegi
Namibíu fyrir fjórum árum en síðan Itefur málum fleygt mikið fram.
Frá þessu segir efnislega í ágústblaði Fiskifrétta þ.á. í viðtali við
Hrafnkel Eiríksson fískifræðing sem er verkefnisstjóri hjá Hafrann-
sóknastofnun Nantibíu. Sjö Islendingar vinna við uppbyggingu haf-
og fiskirannsókna í Namibíu á vegunt Þróunarsamvinnustofnunar ís-
lands. Stofnunin útvegar yfmnenn á rannsóknaskip Namibíumanna
og tvo sérfræðinga á hafrannsóknastofnunina þar og greiðir laun
þeirra. Einn þessara yfirmanna er Stefán Gunnarsson, vélstjóri frá
Húsabakka í Svarfaðardal, sonur Gunnars Markússonar og Sigur-
laugar Stefánsdóttur, þeirra góðkunnu skólastjórahjóna scm voru á
Húsabakka í Svarfaðardal árin 1955-1962.
í mars síðastliðnum sóttu þeir Sigurður A. Hreiðarsson skipstjóri
og Stefán Gunnarsson vélstjóri nýtl og glæsilegt rannsóknaskip til
Japans og sigldu Japanir því til Namibíu. Skipið, sem heitir Wel-
witchia, er tæpar 500 brúttórúmlestir og cr gjöf frá ríkisstjórn Japans,
cn Japanir hafa gert út krabbaveiðibáta frá Namibíu með leyfi þar-
lendra stjórnvalda. Skipið er búið öllum fullkomnustu siglingar- og
fiskileitartækjum og réðu íslendingarnir hvaða tæki voru valin: það
kemur í hlut þeirra að vinna meö þau þar til Namibíumenn taka sjálfir
liskirannsóknirnar í sínar hendur. „Bengúela" hét skip það sem notað
var til fiskirannsókna við Namibíustrendur áður en Welwitchia kom
til sögunnar.
Stefán Gunnarsson skrifar foreldrum sínum fróðleg bréf með frá-
sögnum um það sem á daga hans drífur. Gunnar og Sigurlaug voru
svo vinsamleg að leyfa þeim sem þcssar línur ritar að sjá eitt af bréf-
unt Itins víðförla sonar síns þar sem hann scgir frá því þegar þeir fc-
lagar sóttu rannsóknaskipið Wclwitchia til Japans. 10.000 mílna
siglingu.
Birtist frásögnin nú í Norðurslóð með góðfúslegu leyfi bréfritara
og viðtakenda þess. Júl. J. Dan.
borgina með járnbrautarlest sem
ók á 200-250 km hraða og var
eitthvert þægilegasta farartæki
sem ég hef ferðast með. Það sem
mér fannst merkilegast var að þrátt
fyrir að hún rynni á venjulegum
teinum þá var hún alveg hljóðlaus
og nánast enginn titringur eða
skakstur.
Það var gerður stuttur stans í
Tokyo og síðan haldið með annarri
svipaðri lest suður á bóginn um
200 km í þetta skiptið til borgar að
nafni Shizuoka og þó það væri nú
ekki margt hægt að sjá út úr lest á
þessum hraða, þá fannst mér að
byggðin rofnaði aldrei, nema þar
sem fjallshlíðamar voru svo bratt-
ar að það tolldi ekkert utan í þeim.
Skipasmíðastöðin sem við vorum
að fara til er í hafnarbæ Shizouka
og heitir sá Simizu, smábær, hálf-
gert þorp á japanskan mælikvarða,
bara 50.000 íbúar, og stendur við
Suruqa flóa undir rótum þess
fræga fjalls Fuji-Yama.
Þama vorum við sem sagt
komnir til að skoða og læra á þetta
skip sem japanska þróunarstofnun-
in er að gefa namibísku þjóðinni.
Þetta er 47 metra langt 490 tonna
rannsóknaskip, byggt eins og skut-
togari, þó bara með eitt þilfar. Það
ermeð 1500hestafla Yanmaraðal-
vél og þremur Ijósavélum sömu
tegundar, eitthvað um 450 Kw til
samans.
Til hvers heitt vatn?
Þegar við komum var smíðinni að
mestu lokið og skipið tilbúið til
prufukeyrslu. Hún stóð svo yfir í
um hálfan mánuð, þar sem allir
hlutir voru prófaðir til hins ýtrasta
og kom það ákaflega vel út. Þetta
er í fyrsta skipti sem ég hef verið á
skipi sem er bæði algjörlega hljóð-
laust og titringslaust og það jafnt
þótt verið væri á fullri ferð með
háþrýstispilin í notkun, sem er nú
enginn smámunur frá Benguelu
gömlu.
Þar sem Japanir ætla að skila
skipinu til Nantibíu, þá vorum við
þarna aðeins til að læra og höfðum
ekkert um skipið að segja á þessu
stigi, því miður, því hugsanagang-
ur Japana er í ljósára fjarlægð frá
því sern við eigum að venjast. Og
það þó við miðunt við Afríku.
Þeim finnst ekkert athugavert við
að þurfa að sitja á hækjum sínum
við vinnuna eða á fjórum fótum
myndletur þeirra yrði of stór biti í
háls fyrir útlendinga, og raunar
fyrir þá sjálfa líka. Til að nota það
þurfa menn að kunna að minnsta
kosti 2.000 tákn, og allir vel
menntaðir Japanir kunna yfir
10.000. Svo að þeir tóku sig til
fyrir nokkrum árum, einhvemtíma
eftir stríð skildist mér, og komu sér
upp stafrófi. Þeir gátu náttúrlega
ekki verið að nota þetta vestræna
stafróf, heldur bjuggu til nýtt,
byggt á gamla myndletrinu, þó nú
kæmust þeir af nteð 54 tákn. Hins
vegar kom fljótlega í ljós að þetta
nýja stafróf þeirra var heldur flók-
ið og seinlegt að skrifa það, auk
þess erfitt að búa til rit- og prent-
vélar sem réðu við það. Þeir hönn-
uðu því eitt stafróf í viðbót með
heldur einfaldari táknum, og nú
kenna þeir þau öll þrjú. Þegar við
svo vorum eitthvað að kvarta und-
an þessu tungumáli þeirra á leiðar-
vísum og handbókum, þá fengum
við að vita að það væri ekki nokk-
urt mál að læra það. Þetta gerir
það að verkum að það er alveg of-
boðslega erfitt fyrir útiendinga að
ferðast þarna. Það er ekki nokkur
leið að muna hvaða tákn eru fyrir
þetta götunafnið eða hitt, né heldur
átta sig á merkingum á strætis-
vögnum og lestum. Og þó maður
hafi þetta skrifað á blað, þá er
strætisvagninn farinn þegar loks-
ins er búið að bera saman nöfnin,
eða þá að maður er kominn fram-
hjá stoppistöðinni þar sem átti að
fara út.
Jeppar í snjóleysi
Eins er fullkomlega vonlaust fyrir
útlendinga að ætla að reyna að aka
bíl í Japan, bæði af fyrrnefndum
ástæðum, menn vita aldrei hvar
þeir eru staddir, og svo er umferðin
hrikaleg, götur allar alveg önnjóar
og gjörsamlega fullar af bílum sem
allir troðast hver innan um annan á
óskiljanlegan hátt; það er eins gott
fyrir menn að vita upp á millimetra
hvað bflamir þeirra eru breiðir.
Síðast en ekki síst er hvergi
nokkurs staðar hægt að leggja bíl.
Samt eiga allir Japanir bíla, eða
allflestir, og það engar gamlar
druslur. Það var viðburður að sjá
eldri fólksbíla en svona þriggja
ára, sá elsti sem ég sá var sjö ára og
þegar ég spurðist fyrir um hvað
yrði um alla gömlu bílana, var mér
sagt að þeir væru allir seldir til