Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3 Gunnar Dal rithöfundur og heimspekingur: Minningar um jarðskjálftann mikla s - Kafli úr samtalsbók Gunnars og Hans Kristjáns Arnasonar, „Að lifa er að elska“ fyrir jólin Jólaföndur er fastur liður í starfi skólanna hér um slóðir. Húsbekkingar föndruðu 26. nóvember og við það tækifæri var efri myndin tekin, en laugardaginn 3. var röðin komin að Dalvíkurskóla og þá var minni myndin tekin. lig&ja úti og finna ilminn úr jörð- inni og anda að mér þessu hreina, tæra lofti. 1 raun og veru svaf ég miklu betur þarna úti í tjaldinu. Og þetta varð mér ekkert harðræði á nokkum hátt. En víða í sveitinni þoldu menn þetta illa, þessar stöð- ugu jarðskjálftahrinur. Menn vissu aldrei á hverju þeir ættu von. Það bar talsvert á taugabilun og hjart- veiki, einkum hjá eldra fólki. Hið mesta happ En frá vissu sjónarmiði má segja að þessi jarðskjálti hafi orðið hið mesta happ fyrir svarfdælska bændur. Þetta voru kreppuár. Til var sjóður einn sem var kallaður kreppulánasjóður. A Dalvíkinni hrundu ekki þau hús sem voru járnbent. Það var þéttriðið net af sprungum á veggjunum, en þeir stóðu uppi. Öðru máli gegndi með hlöðnu húsin. Þau hrundu yfirleitt í hrúgu. Til allrar guðsmildi minnist ég þess ekki að þarna hafi orðið sá mannskaði sem eðlilegur hefði verið við svona hamfarir. Ég heyrði aðeins að einn maður hefði handleggsbrotnað á Dalvíkinni, en engin slys urðu í sveitinni. Gömlu torfbæimir sem þá voru á hverri jörð í Svarfaðardal, rifnuðu í sund- ur. Þekjan rifnaði í sundur og varð hriplek en bæimir héngu uppi. A Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal var þessi hripleka baðstofa notuð næsta vetur við illan leik. En snemma næsta vor var tekið lán í kreppulánasjóði, 10.000 krónur, og það nægði til þess að byggja myndarlegt steinhús í stað gamla torfbæjarins, rúmgóða hæð og ris. Auðvitað unnu heimamenn svo til allt sjálfir. En lánið nægði fyrir efninu og greiðslu á einunr fag- manni sem var fenginn til verksins í nokkra daga. Allt annað urðu heimamenn að vinna, og öll steypa var hrærð á palli eins og gert var á þessum árum. Þetta var hið erfið- asta verk, ekki síst fyrir unga menn. Húsið var kornið upp fyrir haustið og var gott hús á allan hátt. Verðbólga næstu áratugina varð til þess að gera þetta langa lán úr Kreppulánasjóði að engu. Þetta gerðist á fleiri bæjum og það má segja að af þessum sökum hafi þessi mikli jarðskjálfti flýtt fyrir þróuninni. Annars voru Svarfdælingar ein- stakir dugnaðarmenn og framfara- sinnaðir. Það er til marks um þenn- an stórhug þeirra að þegar ég kom í dalinn 1933, voru þeir búnir að byggja yfirbyggða sundlaug á Tjörn. Og námsfólk af Akureyri kom jafnvel úr þessari höfuðborg Norðurlands til að læra sund í Svarfaðardal. Það er líka til dæmis um stórhug Svarfdælinga að þegar minnst var þúsund ára byggðar á Islandi þá voru hátíðahöld vegleg- ust í Svarfaðardal næst hátíðinni á Þingvöllum. (Millifyrirsagnir cru blaðsins.) Kæru vinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Reimars Sigurpalssonar Arnarsíðu 2 e, Akureyri Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Björnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Jarðskjálftinn mikli á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal Já, í dag, annan júní, eru nákvæm- lega sextíu ár frá því ég lenti í jarð- skjálftanum mikla í Svarfaðardal 1934.1 þjóðarsálinni er þessi jarð- skjálfti kallaður jarðskjálftinn á Dalvík. En hann var engu minni í Svarfaðardal, og líklega jafn mikill í Hrísey. En allir vita náttúrlega að Dalvík er í Svarfaðardal. Þetta var afskaplega hlýr og góður vordagur og við á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal vorum að setja niður kartöflur í talsvert stóran kartöflugarð. Þarna var allt heimilisfólkið, nema Soffía Stefánsdóttir blessunin, kona Tryggva Jóhannssonar bónda á Hvarfi. Hún var að ganga frá í eld- húsinu. Þegar þetta gerðist vorum við nýkomin úr matartímanum, vorum nýbúin að borða „litla skattinn" en það var á Hvarfi ekki minna en tíu rétta máltíð. Jarðskjálftinn var hrikalega sterkur. Ég hafði ekki annað til samanburðar en jarðskjáltann í Reykjavfk 1929. Þá var ég sex ára gamall. Ég þykist muna að þá hafi líka verið gott veður, sólskin og hlýtt. Og ég var staddur í Lækjar- götu þegar sá jarðskjálfti dundi á og þetta þótti mikill viðburður. En í samanburði við þessi ósköp sem dundu yfir í kartöflugarðinum í Svarfaðardal, þá var jarðskjálfinn í Föndrað Reykjavík nánast ekki meira en smákippur. Ég var staddur þarna á grasvegg sem var hlaðinn fyrir framan garðinn. Hann var um það varð ntér það fyrst fyrir að halda mér föstum á veggnum svo ég félli ekki út af honum. Og allt í einu sá ég garðmegin niður milli garðs og veggjar alveg niður í botn. Síðan skall veggurinn aftur að garðinum og þessi gjá lokaðist. Það var búið að gera allmargar rásir sem átti eftir að raka yfir. En eftir fyrstu hrinuna þurfti ekkert að hafa fyrir því vegna þess að garðurinn varð alveg sléttur. Og það má segja að jarðskjálftinn hafi unnið það gagn að slétta yfir rásimar fyrir okkur. Vildi fá að sofa í friði Soffía var ein í bænum og brá við hart og hljóp fram göngin. En það mátti ekki seinna vera, vegna þess að öll bæjargöngin hrundu saman á hæla hennar. Efsti hluti Hvarfs- Dóri á Hvarfi í túnfætinum að Ytra- Hvarfi. Ytra-Hvarfsbærinn eins og hann leit út þegar Gunnar Dal kom þangað. bil metri á hæð. Ég kraup þarna á garðsveggnum og var að taka út- sæðiskartöflur úr kassa og setja þær í emilerað fat sem ég notaði síðan við að tína kartöflumar úr, þegar ég setti þær niður í rásina. Þegar jarðskjálftinn dundi yfir, hnjúkins sem kallaður var, hnjúk- urinn fyrir ofan Ytra-Hvarf, hrundi gjörsamlega allur niður. Það voru mörg skriðuföll úr hverju einasta fjalli og hávaðinn gífurlegur. Krafturinn var svo mikill að vall- gróin jörðin rifnaði í sundur og sást víða í svarta moldina. Svartar gjár þar sem áður var vallgróið land. I kjölfar þessa fyrsta og mesta skjálfta komu hrinur, margar á sól- arhring og þær stóðu allt sumarið og eiginlega næsta vetur öðru hvoru, þó það væri talsvert farið að draga úr þeim. Þetta var illþolandi fyrir marga. Ég var of heimskur til að láta þetta mikið á mig fá. Ég minnist þess að það var reynt að hreinsa göngin þannig að hægt væri að komast inn í baðstofuna. Og rnenn reyndu að leggjast þar til svefns um kvöldið, en flúðu út um tvö leytið. Mönnum varð ekki svefnsamt, öðrum en mér, sem svaf og hraut og var eiginlega dreginn hálfnauðugur út úr bað- stofunni um hánótt. Ég vildi fá að sofa í friði inni. Það voru engin tjöld til á bæn- um. Við urðum að sofa úti á túni. Og við sváfum úti á túni á hverri nóttu fram undir haust. Það var reynt að tjalda úr rekkjuvoðunum og þetta kom ekki að sök vegna þess að það var einstök veðurblíða þetta sumar. Mér fannst gaman að Nýlega kom út bók sem heitir Að elska er að lifa en þar ræð- ir Hans Kristján Árnason við Gunnar Dal heimspeking og rithöfund. Éinn kafli bókarinnar er endurminning Gunn- ars Dal um jarðskjálftann hér í Svarfaðardal fyrir sextíu ár- um. Þeir Hans Kristján og Gunnar Dal gáfu góðfúslega leyfi sitt til að birta þennan kafla úr bókinni hér í Norðurslóð. Gunnar Dal dvaldi að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal á árunum 1933-39. Gunnar Dal er fæddur í Syðsta-Hvammi í Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu árið 1923. Hann flutti til Reykjavíkur fimm ára gamall. en sumarið 1933, þá tíu ára gantall, kont hann að Ytra-Hvarfi, gekk í skóla í þinghúsinu á Grund hjá Þórarni á Tjöm, fermdist vorið 1937 á Völlum og var það séra Stefán Kristinsson sem það gerði. Á þessum árum gegndi hann nafninu Halldór Sigurðsson sem var skírn- amafn hans. Hér í Svarfaðardal var hann kallaður Dóri á Hvarfi.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.