Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 16

Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 16
16 _ NORÐURSLÓÐ Bréf frá Afríku 4. nóvember 1995 Gunnþór bókasafnstæknir að skoða heimskort á bókasafninu. eiginlega fyrir dlstilli Dísu frænku að ég ákvað að fara til Ghana. Og hér er ég. Já og 3 mánuðir rúmir liðnir. Fyrsti mánuðurinn er mér frekar þungur. ég fékk malaríu og þurfti á sjúkrahús. Maginn var eitt- hvað að angra mig og svona ýmis- legt. Og sarnan við þetta allt saman kom svo heimþráin og maður var bara ómögulegur og langaði helst að fara af'tur heim. En ég reis upp og barði saman höndum, fór að hafa samband við hina skiptinem- ana hér og hef hitt nokkra þeirra og ýmislegt er framundan. Hér geng- ur lífið út á það að reyna að selja sinn vaming á markaðnum sem er rosalega stór. Það er hægt að kaupa allt srem þú kaupir heima en rétt að segja frá því að gæðin eru ekki eins mikil og heima. Hér er allur þvottur þveginn í höndunum og ég þvæ auðvitað minn þvott.Er ég nú bara nokkuð góður þótt ég segi sjálfur frá. Eg borða yfirleitt ekki þennan lókal mat héma því hann er svo ofboðslega ólíkur okkar mat. Maður á á hættu að fá niðurgang í marga daga og það vil ég ekki prófa aftur. Ég borða rnikið á kín- verskum veitingastöðum og svo brasar maður sér eitthvað í gogg- inn. Maður lifir af. Margir sjá sjálfsagt fyrir sér allt fullt af dýrum; Ijónum, fflum og svo framvegis. En hér í Ghana er ekki mikið af villtum dýrum. Það er þá helst nyrst í landinu og ein- mitt þar er gríðarstór garður með villtum dýrum þar sem fólk getur komið og séð þau koma að vatns- bólunum. Þama norðureftir er um 16 klst. akstur á gríðarlega léleg- um vegum. Ég ætla að geyma það að fara norður í land þangað til í júní sem er ferðamánuður. Ég bý héma við sjóinn í Tema. Ágætu Dalvíkingar! Tíminn flýgur áfram og ekkert í víðri veröld getur hamið þetta afstæða hugtak. Það er kominn 4. nóvember 1995 og þá eru liðnir 100 dagar frá því ég steig út úr flugvél KLM og snerti jörð í Ghana í kæfandi hita. Daginn sem ég fór frá Dalvík, 24. júní, áttaði ég mig alls ekki á því út í hvað ég væri að fara. Eitt ár í Afríku fjarri vinum og ástfólki en þó í sömu heimsálfu og foreldrar mínir. Það var ekki fyrr en ég steig upp í flugvélina sem flutti mig til Amsterdam að ég áttaði mig á því að ég væri farinn af stað í þessa ævintýraferð. En ég spyr stundum sjálfan mig hver ástæðan hafi verið fyrir því að ég ákvað að fara utan í eitt ár og því þá í ósköpunum til Afríku? Jú, maður var orðinn fast- ur í einhverju lífsmynstri sem var alltaf eins. Ekket nýtt gerðist og sálin lá undir skemmdum. Ég vildi bara láta mig hverfa frá öllu í smá- tíma og gerði það. En af hverju til Afríku? Málið var það að mig langaði til Ástralíu en það var ekki sent þangað og þá langaði mig til USA. En aðeins einn skiptinemi kemst þangað en mjög margir sóttu um. Ég vildi vera viss um að komast eitthvað út. Svo var það Afrískur fiskibátur í Ada-Foah en svona bátar veiða þarna á ánni. Gunnþór tók myndina. Greinarhöfundur með Kwabena og systur kunningja sem þeir voru að heim- sækja. Bjórinn á sínum stað og nýju gleraugun á nefinu. Hér koma og fara fjöldinn allur af flutningaskipum frá öllum heims- homum en ég hef nú ekki séð neitt skip frá íslandi enda tel ég litlar líkur á því að þau komi hingað nið- ureftir. Ekki hef ég hitt neina Is- lendinga hér í Ghana en sjálfsagt eru einhverjir hér. Ruslið hér er alveg ömurlega mikið og út um allt. Öllu er fleygt bara á götuna og maður veður í þessu. Þeir koma nú samt á vörubflskrjóði og taka rusl- ið frá húsunum en ruslatunnur er eitthvað sem enginn spáir í. Það vesta er að ég geri þatta nú orðið sjálfur, hendi rusli bara hér og þar. Éitt veit ég að aldrei framar mun ég henda rusli á víðavangi á Is- landi. Eitt hef ég lært hér í Ghana og það er að vera þolinmóður. Því einn klukkutími getur þýtt 2-3 hér í Ghana og ekkert að marka það sem fólk segir um áætlanir. Þær stand- ast sjaldnast. Annars er fólkið yfir- leitt mjög svo almennilegt ogþeir Ghanabúar eru yfirleitt miklir mannvinir að mínu mati. Þeir trúa mikið og biðja mikið til Guðs. Þeir fara mikið til kirkju og þá lengi í einu. Ég hef farið tvisvar til kirkju og það er eins og í meðalári heima fyrir mig. Já, svo er ég líka búinn að fara á eina jarðarför. Allt er þetta jú öðruvísi en heima, 3 tímar er normallengd á messu en þegar allt kemur til alls er boðskapurinn sá sami og sami Guð. En ég segi það og stend fastur á því að þeir ættu að minnka alla þessa kirkju- sókn og reyna sjálfir að gera eitt- hvað fyrir blessað landið sem er á niðurleið. Ef Guð gæti gert eitt- hvað sjálfur væri hann búinn að því svo að þeir verða að hjálpa sér sjálfir. Eins og segir: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir! Þeir trúa því sumir að eitthvert krafta- verk sé á leiðinni en eins og ég segi þá fatta þeir ekki að örlögin eru í þeirra eigin höndum. Svona sé ég þetta fyrir mér og ég held að þetta sé ekki svo vitlaust. Umferðarmenningin er vægast sagt ömurleg og illa hættuleg. Þeir taka ekkert tillit til gangandi fólks né reiðhjóla og gera varla annað en að flauta. Þetta eru eiginlega bara leigubflar sem sjást á götunum, flestir alveg að detta í sundur og ég efast um að meira en 20% af þeim kæmust í gegnum skoðun á íslandi og sumir færu beint á haugana. Ég segi þetta satt og ýki ekki neitt. Svo fylgir þessum druslum auð- vitað gríðarleg mengun og ég held að það sé farið að vaxa bensín- mengunarkýli í hálsinum á mér, án gamans. Nei, nei, ég keypti mér um daginn 18 gíra fjallahjól til þess að þvælast um á í Ghana en mig vantar ennþá hjálminn því eins og ég sagði er umferðin stór- hættuleg. Jæja það er víst kominn 7. nóvember og ég ferðaðist um helg- ina til Ada-Foah sem er bær við ströndina, alger paradís, hvítur sandur, pálmatré, allt svo hljóðlátt og fólkið svo yndislegt. Ég eyddi helginni þarna með öðrum skipti- nemum. Það er rnjög flott hótel þama skammt frá og þangað fór ég og borðaði pizzu í fyrsta skiptið í Ghana. Var það nokkuð ljúft. Jæja jólin nálgast óðum og jóla- skraut er kornið í súpermarkaði hér. Ég ætla sko að skreyta vel hjá mér fyrir jól og ég held að maður rnuni sakna þess að hafa ekki snjó en ætli það verði nú ekki bara rétt yfir jólin. Það er ágætis tilbreyting að hafa alltaf 25-30 gráður og sól. Annarst er það ekki svo mikið. Ég fékk bréf í gær frá henni Stínu dóttur Guðmundar Inga en hún er skiptinemi í Guatemala í Mið- Ameríku og þar er víst meðalhitinn um 40 gráður svo það er víst lítil hætta á að snjói þar um jólin. Annars þegar allt kemur til alls er ég nokkuð sáttur við hvernig tekist hefur til þessa 100 fyrstu daga og ég er frískur og lifi lífinu lifandi. Margt hefði mátt fara betur en fortíðin er að baki og maður horfir björtum augum á það sem eftir er af tímanum hér í Ghana og það eru ekki nema 8 mánuðir. Jæja ætli ég segi þetta ekki bara gott í bili og þið reynið að hafa það gott. Kœrar kveðjur frá Ghana. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson P.S. Ég hef haft áhyggjur af ára- mótabrennunni en ég vona og treysti félögum mínum fullkom- lega til þess að brennan v.erði á sínum stað þetta árið. Hér verður sjálfsagt lítið um áramótabrennur en ég verð nú að búa mér til eina litla hér í Ghana. DALVÍK, SÍMI: 96 - 61670, PÓSTFAX: 96 - 61833 Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsældar á nýju ári. ág/SSBSgs, flMUflMfc HH JBmif ÆBfflBBBkÆHBffl

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.