Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 8
8 — NORÐURSLOÐ Að gera út á Bakkabræður - Einfeldningarnir frá Bakka í Svarfaðardal eru bæði þjóðlegir og jafn- framt hluti af ævafornum alþjóðlegum menningarstraum - Hvers vegna er þeim ekki beitt fyrir ferðamálavagn Svarfdæla? Aþessum síðustu og verstu tímum þegar harðæri ríkir og atvinnulíf landsmanna er í kreppu renna margir hýru auga til erlendra ferðamanna sem væn- legs tekjustofns í framtíðinni. Það eru settar á stofn nefndir og ráðið þartilgert fólk í því skyni að út- hugsa leiðir til að lokka þessa eftir- sóttu dýrategund inn á tiltekið landsvæði. Og dugir því miður ekki alltaf eins og til var stofnað. Nú eru ferðamennirnir erlendu sem koma til landsins farnir að skríða upp eftir öðru hundraði þús- unda en sú tíð er sem betur fer liðin að ferðamálafrömuðir geri sér vonir um að allir fimm milljarð- arnir sem jörðina byggja leggi hingað leið sína. Það hefur runnið upp fyrir þeim að sennilega ríkir ekki nógu mikill áhugi á íslandi meðal alls þorra jarðarbúa til þess að þeir yfirstígi þröskulda á borð við hátt verðlag og miklar vega- lengdir. Að rækta sérstöðuna En lengi er von á einum, er stund- um sagt og ferðamálafrömuðir vita sem er að til eru hópar fólks í mörgum löndum sem hafa áhuga á öðru en sól og sangria í sumarleyf- um sínum. Alls staðar eru til hópar með sérgreind áhugamál eins og jarðfræði, eldgos, jökla, fugla- skoðun og menningu framandi þjóða. Þessa hópa er nú reynt allt hvað af tekur að lokka til landsins og tekst raunar alltaf betur og bet- ur. En þá kemur upp annar vandi. Þessar hjarðir fólks með sérkenni- leg áhugamál safnast yfirleitt sam- an á tiltölulega fáa staði á landinu. Þær flykkjast í Kverkfjöll, að Gull- fossi og Geysi, svamla í Bláa lón- inu og heimsækja Heklu og Skaftafell. Nokkur hluti þeirra slæðist hingað norður en þá aðallega að Mývatni. Yfirleitt er Eyjafjörður afgreiddur í einum blóðspreng, helst án þess svo mikið sem að stoppa til að pissa. Um þetta hafa lærðir menn fjallað í ræðu og riti og komast flestir að sömu niðurstöðu: Til þess að eitt byggðarlag eða land- svæði geti gert sér vonir um að laða til sín ferðamenn þurfa íbú- arnir að gera sér grein fyrir sér- stöðu sinni. Hvað er það sem við höfum en aðrir ekki? Síðan þarf að rækta þessa sérstöðu, pakka henni inn í snyrtilega hannaðar umbúðir og koma henni á framfæri við um- heiminn. Þá fyrst er von til þess einhver reki inn nefið. Einfaldar sálir Dalvíkingar hafa margt gert til þess að laða ferðamenn að staðn- um, en ekki enn haft erindi sem Á efri myndinni má sjá ferðamanna- verslun í Ebeltoft sem skreytt er myndum af Molbúunum. Hér til hægri er götumynd frá gamla bæj- arhlutanum í Ebaltoft, en ráðhús bæjarins má sjá á litlu myndinni efst á síðunni. erfiði. Skýringin á því er eflaust sú að menn hafa ekki lagt rækt við sérstöðuna. Um tíma var meira að segja reynt að búa til sérstöðu sem átti sér engar rætur í héraðinu. Bú- inn var til einhver firna ljótur tröll- karl eða trúður og hann skýrður því ófrumlega nafni Dalli. Þessi piltur átti engin skyldmenni á staðnum og hrökklaðist því fljót- lega í burtu aftur. Man nú nokkur eftir honum? En nú eru teikn á lofti um að fara eigi vísindalega í málið. Ráð- inn var hinn ágætasti ferðamála- fulltrúi sem einmitt byrjaði á að kynna sér sérstöðu svæðisins. Hann kom strax auga á Friðland Svarfdæla og nú skilst mér að þar sé verið að undirbúa mikið gósen- land fyrir fuglaáhugamenn og ljós- myndara. Vonandi ber það starf ár- angur. I skýrslu ferðamálafulltrúans er einnig drepið á öðru atriði sem ég held að þurfi að sinna sérstaklega. Það er sú staðreynd að í Svarfað- ardal er bærinn Bakki þar sem í grárri forneskju bjuggu bræður sem þekktir eru um allt land. Af einhverjum ástæðum hafa Svarf- dælir alltaf verið heldur feimnir við að halda þessum ágætu sonum dalsins á lofti. Kannski er það vegna þess að þeir eru frægir fyrir eiginleika sem enginn íslendingur með snefil af sómakennd vill láta um sig spyrjast: Bakkabræður voru einfaldar sálir sem létu auð- veldlega gabba sig og gerðu það þó oftast sjálfir. Á gömlum merg En þetta er mikill misskilningur. Nú á tímum alþjóðamenningar sem reynir að steypa alla í sama mót veit fólk fátt skemmtilegra, merkilegra né menningarlegra en einmitt svona sérstaka arfleifð. Hvarvetna reyna menn að gera sér mat úr persónum á borð við Bakkabræður. Raunar hefur borið á því að fólk í fjarlægum plássum sé að flagga Bakkabræðrum, vænt- anlega í þeirri trú að betra sé að veifa röngu tré en öngu. Dæmi um þetta mátti sjá á Selfossi nú í haust þegar Bakkabræður tróðu upp í til- efni af opnun verslunar eða ámóta tímamóta. Ástæðan fyrir þessu er sú að þótt Bakkabræður séu að sönnu rammsvarfdælskir eru þeir einnig og samtímis grein af alþjóðlegum menningarstraumi. Dárar á borð við þá hafa verið til í flestum lönd- um allt frá 6. öld eftir Krists burð. Frá þeim tíma má finna nokkrar dárasögur af fyrri tilverustigum hins indverska Buddha en þær hafa svo gengið aftur um allan heim. Þær bárust um Persíu og Arabíu til Evrópu og á 14. öld var farið að þýða þær og staðfæra á evrópsk tungumál. Frá þeim tíma hafa menn skemmt sér við að segja þessar dárasögur um nágranna sína - Sví- ar og Danir um Norðmenn, Þjóð- verjar um Fríslendinga, Kaup- mannahafnarbúar um Árósabúa og íslendingar um Hafnfirðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Að sjálf- sögðu hafa í tímans rás bæst við fjölmargar nýjar sögur og hvert svæði hefur mótað sínar sögupers- ónur eftir efnum og ástæðum. Fagurkerar frá Mols í Danmörku leystu Árósasögurnar af hólmi eldri hefð sem við þekkj- um undir nafninu Molbúasögur. Þessar sögur voru vinsælar í mínu ungdæmi og þær minna að mörgu leyti á sögurnar af Bakkabræðrum. Og þegar ég bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum komst ég að því að þar í landi er gert út á þessar sögur, einmitt í því skyni að laða að ferðamenn. f sumar átti ég aftur leið um Jót- land og heimsótti þá heimkynni Molbúanna á Mols en svo nefnist skagi sem gengur suður úr Djurs- land beint austur af Árósum. Rétt eins og hinir íslensku Bakkabræð- ur hafa hinir jósku Molbúar lagt undir sig fagurt land þótt fjöllin séu ekki alveg jafnhá hjá þeim og í Svarfaðardal. Eg gekk á það hæst sem nefnist Ager Bavneh0j en það mun vera svo mikið sem 138 metr- ar á hæð. Þaðan sést vel yfir skag- ann og á meðfylgjandi myndum geta menn sannfærst um náttúru- fegurðina. Stærsti bærinn á Mols nefnist Ebeltoft og er fallegur bær með ferjulægi og smábátahöfn. Þar liggur ma. fræg freigáta, Jótland, sem reyndar er ekki lengur siglt um höfin. Ebeltoft er gamall bær sem státar af ævagömlum húsum við hellulagðar götur. I ferða- mannaverslunum eru Molbúarnir víða sýnilegir og um þá er fjallað rækilega í ferðamannabæklingum. Það er greinilegt að Molbúar nú- tímans þekkja vel markaðsgildi forfeðra sinna. Dæmi til eftirbreytni Því er ég að segja þessa sögu að ég vil gjarnan að Svarfdælir taki sér Molbúa nútímans til fyrirmyndar. Nú á að útbúa skemmtilegt efni fyrir ferðamenn um Bakkabræður, safna saman sögunum um þá og prenta í handhægu broti. Hand- verksfólk getur búið til litlar stytt- ur af Bakkabræðrum til minja og þannig mætti áfram telja. Tilvalið væri að virkja Byggða- safnið Hvol í þessu skyni. Fá ein- hvern sagnfróðan mann til að safna saman öllu sem hægt er um Bakka- bræður og koma upp sérstakri deild fyrir þá í safninu, rétt eins og nú er gert við önnur svarfdælsk stórmenni. Eflaust mætti finna fleira til að gera ef hausar eru lagð- ir í bleyti. En svona til þess að koma þessu af stað og gefa fólki hugmyndir hef ég þýtt nokkrar sögur af hinum austur-jósku Molbúum sem birtast hér í opnunni. -ÞH Það er fallegt á Mols eins og þessar myndir bera með sér en þær eru teknar á hæsta fjalli skagans, Ager Bavneh0j, sem er 138 metrar á hæð.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.