Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 5
NORÐURSLOÐ —5 Græna jólatréð Eftiifarandi frásögn sendi Jóhann Þorvaldsson áfyrrverandi kennari á Siglufirði blaðinu. Jóhann er fœddurá Tungufelli í Svarfaðardal árið 1908 og er því orðinn 87 ára gamall. í meðfylgjandi bréfi segir hann m.a.: „Nú þegar ekkert er aðhafst eru margar œskuminning- ar úr Svaifaðardal að lyðjast um í huga .mér, hver veit, efGuð lofar, nema ég reyni að krota eitthvað á blað síðar og senda Norðurslóð til geymslu því það á livergi að vera nema þar hvort sem það kemst á blað hennar eða ekki. Astarþökk fyrir blaðið og megi það lifa sem lengst. “ Norðurslóð þakkar kœrlega fyr- ir sig og hér birtirt frásögnin: Eg verð að setja á blað 75 ára æskuminningu um græna jólatréð sem notað var í áratug á Tungufelli í Svarfaðardal, alltaf sama tréð með 13 kertaljósum; 12 á jafn- mörgum greinum og einu í topp- inn.Æskuminning mín um græna tréð nær yfir árin 1912-1920. Má vera að tréð hafi verið búið til fyrr og notað. Þegar búið var að kveikja á kertum græna trésins voru jólin komin í baðstofunni. Það var hátíðleg stund sem aldrei gleymist. Ein skærasta stjarna æskuminninganna. Þetta jólatré var sannkölluð völundarsmíð, gerð Æskuminning Jóhann Þorvaldsson frá Tungufelli skrifar af manna höndum svo listilega að ég hef aldrei síðan séð slfkt jólatré. Maðurinn sem bjó til tréð hét Júl- íus og átti heima í Svarfaðardal. Mér dettur því í hug, án þess að vita, að eins tré hafi verið til á fleiri bæjum í Svarfaðardal. Skal nú reynt að lýsa þessari hagleikssmíð; Græna jólatrénu. Undir trénu var ferkantaður fótur eða pallur úr þykkri spýtu með fjórum mjög lág- um fótum og gat í miðju til að stinga legg trésins í. Þá kom leggur úr tré, um 160 cm á hæð, stungið í gatið á fætinum. Þá voru 12 holur boraðar í legginn um hann allan þannig að engin hola var beint upp af annari nema í nokkurri fjarlægð. Síðan var 12 mun mjórri leggjum með litlum pípuhaus á öðrum end- anum stungið inn í svera legginn svo þeir sáru fastir eins og greinar á grenitré; þær neðstu lengstar og þær efstu stystar alveg eins og um lifandi tré væri að ræða. I hausinn á hverri grein var gerð hola sem kerti var síðan fest í. I greinamar voru gerð göt til beggja hliða, flest á þeim lengstu og fæst á þeim stystu. 1 þessi göt á greinunum var stungið blöðum úr tré. Allt var tréð litað grænt. Þar með var komið hið sígræna jólatré gert af hagleiks- höndum. Eg man að í kaupstaðar- ferðinni fyrir jólin voru keyptir tveir pakkar af litlum lituðum kert- um, 12 í pakka. Þau voru notuð á greinar trésins en stærra hvítt tólk- arkerti á toppinn að minnsta kosti fyrstu árin. Þegar lokið var notkun græna trésins hver jól var það tekið í sundur. Fóturinn tekinn af, grein- arnar af leggnum enblöðin föst á hverri grein. Þannig var tréð pakk- að og geymt til næstu jóla. Stund- um brotnuðu blöð af greinum í geymslunni. Þá voru ný blöð sett í staðinn svo græna jólatréð á Tungu- felli var allaufgað og sígrænt á hverjum jólum. Þannig er æsku- minning mín um sígræna jólatréð á Tungufelli fyrir 75 árum síðan. Fleygar setningar úr tjónaskýrslum tryggingarfélags - Eg rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni. - Eg hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til eg hafði stungið höfðinu út um hann. - Eg sagði lögreglunni að eg væri ómeiddur, en þegar eg tók ofan hattinn, komst eg að því að eg var höfuðkúpubrotinn. - Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf. - Eg sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði á hann. - Eg var búinn að keyra í 40 ár, þegar eg sofnaði við stýrið og lenti í slysinu. - Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að hlaupa, svo eg keyrði yfir hann. - Eg var á leiðinni til læknisins, þegar púst- rörið datt aftan úr mér. - Eg var að reyna að drepa flugu og keyrði þama á símastaurinn. - Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera. - Það bakkaði trukkur gegnum rúðuna á mér og beint í andlitið á konunni. - Maðurinn var alls staðar á veginum. Eg varð að taka heilmargar beygjur áður en eg rakst á hann. - Eg beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu, og hentist út fyrir veginn hinum megin. Sendið inn lausnir - og vinnið eigulegar bækur Þeir sem senda inn lausnir á getraunum Norðurslóðar - krossgátu, stóru mynda- gátunni, ljóðagetraun, bók- menntagetraun og seinni- pörtum - fyrir 15. janúar 1996 geta átt von um vinn- ing. Dregið verður úr innsendum lausnum og hljóta þeir heppnu bækur að launum. Nöfn vinnings- hafa verða bist í janúar- blaði Norðurslóðar 1996. Bókmenntagetraun Norðurslóðar I síðasta jólablaði var hleypt af stokkunum hér í blaðinu bókmennta- getraun í anda Ijóðagetraunarinnar sívinsælu sem margir lesendur bíða spenntir eftir um hver jól. í ár leggjum við nýjar þrautir fyrir lesendur og hvetjum alla til að senda okkur svörin. Við birtum hér upphafsorð Timm íslenskra skáldverka og biðjum þátttakendur að nefna okkur verkin og höfundana. 1. Eftir að ég var kominn inn á Klepp, geðspítalann sem stendur eins og höll við hafið, minntist ég þess þegar ég var lítill drengur og stóð einn regngráan þokudag á holóttri götunni og horfði á húsin og pollana... 2. Ollum góðum mönnum, er blöð þessi kynnu að bera fyrir sjónir, sendi ég, Eyjólfur Kolbeinsson, óverðugur kapellán við Saurbæjarkirkju í Rauðasandssókn innan Barðastrandasýslu, kveðju guðs og mína... 3. A ég að fara inn með þessa súpu, segi ég. Já í jesúnafni, svarar matseljan dauiheyrða, einn mestur kvensyndari vorra tíma, og hefur heingt gljámynd af lausnaranum yfir stálvaskinn... 4. og þá héldum við áfram ferð okkar. Það var nær alskýjað. Grár himinn. Með vaxandi dimmu. Fljótsniður í fjarska. Við á ferð um sand. Líka sævardrunur í fjarskanum. I sandinum brá fyrir smágervum gróðri... 5. Úlfur hét maður, son Bjálfa og Hallberu, dóttur Úlfs hins óarga. Hún var systir Hallbjamar hálftrölls í Hrafnistu, föður Ketils hængs... Ljóðagetraun Norðurslóðar 1995 1. Hver grætur undan grímu? 2. Hver brýndi gogginn vel ? 3. Hver ríður aldrei oftar upp í fjallhagann sinn? 4. Hver skal mína fætur prýða? 5. Hvar hlær heimskinginn að oss? 6. Hver skín eins og mjöll í fjallahlíð? 7. Hver hefur borið mig á brjóstum? 8. Hvað bætir allt bara að það sé drukkið nóg? 9. Hvenær láta þeir yfir steinana strjúka? 10. Hver bíður mín hinumegin? 11. Hvar er hún fundin dauð? 12. Hver svífur úr suðrænum geim? 13. Hver skreytir skiparaðir? 14. Hvar teygði eg hestinn á snarpasta skeið? 15. Hver dottar nú á laufgrænum kvist? 16. Hve lengi hef ég setið í lausnarans skjóli? 17. Hver fer sem kólfur loftið ldjúfi? 18. Hver er að kveðja við bláfjallabrún? 19. Hve margar franskar duggur eygði ég? 20. Hver látrar sig um þetta hvíta grjót? 21. í hvaða líki lyftist moldin hæst? 22. Hver kyssir náinn? 23. Hver heldur um feldinn, horfir í eldinn.? 24. Hvað gerir máske einhver sem ekki getur sofið. 25. Á hverjum sat Skúli gamli? 26. Hvað bera blessuð lömbin að blómsturtopp? 27. Eins og hvað er hjartað í mér? 28. Hvert liggur beinn og breiður vegur. 29. Hver urgar hólinn ? 30. Hvenær læðist kvæði fram í skáldsins önd? Hér birtist Jólagetraun Norðurslóðar í 18. skipti frá upphafsárinu 1977. Gátan á að vera Iétt að þessu sinni, en það höfum við reyndar sagt áður og fengið hörð andmæli. Gangi ykkur vel. ...Og botnið nú! Norðurslóð lýsir eftir botnum við eftirfarandi fyrriparta. 1. Hvernig verður veturinn? Von er að menn spyrji. 2. Svar við lífsins leyndardóm liggur í þessum orðum: 3. Bráðum koma jólin, jamm. Eg er ekki frá því ...og botni nú hver sem betur getur. Sendi vinum og ættingjum á Dalvík og í Svarfaðardal sem muna eftir mér innilegar jóla- og nýárskveðjur. Guð blessi ykkur öll. Frímann Sigurðsson Hrafnistu, Hafnarfirði Dalvíkingar, Svarfdælir Gleðilega jólahátíð. Þökkum samfylgdina á liðnum árum og biðjum ykkur blessunar um ókomin ár. Friðrika og Friðjón

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.