Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 9

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 9
félaganna. Unnið er að ýmsum verkefnum er snerta bæði reikningshald og endurskoðun auk þess sem félögin halda uppi víðtækri fræðslustarfsemi. Öll félögin gefa út fagtíma- rit auk þess sem þau senda frá sér fréttir af félagsstarfi til félagsmanna. Fjöldi löggiltra endurskoðenda í einstökum löndum er þessi miðað við 1. maí 1982. Lögg. endursk. Félagar í Land alls fagfélagi Danmörk 1871 1823 íFSR Finnland Vantar 262ÍCGR ísland 130 121ÍFLE Noregur 850 770ÍNSRF Svíþjóð 999 891ÍFAR Hér hefur aðeins verið getið nokkurra þeirra atriða er fram koma í þessum skýrslum um aðildarfélaga NRF. Á hverju ári eru þessar skýrslur gefnar út í fjölritaðri bók ásamt úrdrætti úr umræðum er fram fara á ársfundi NRF. Gögn um ársfundinn og skýrslur aðildarfélaga liggur frammi á skrif- stofu FLE. En auk þessara sérstöku skýrslu voru ýmis önnur mál á dagskrá ársfundarins. Ethics in tax planning Árið 1981 var settur á stofn vinnuhópur fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar til að taka saman í skýrsluformi viðfangsefnið „Ethics in tax planning“. Nán- ar skilgreint er hér um að ræða mat á hversu umfangsmikil verkefni endurskoðenda eru sem: — endurskoðandi — skattráðgjafi og hvar mörkin liggja milli starfs endurskoð- enda í þessum efnum. Umfjöllun um þessi mál hafa verið mikil á öðrum Norðurlöndum. Áðurnefndur vinnuhópur lagði fram mikla skýrslu um störf sín á ársfundinum og byggir skýrslan á aðstæðum í hverju landi og sameiginlegri niðurstöðu um þessi mál. Skýrsla þessi liggur frammi á skrifstofu FLE. í umræðum á NRF-fundinum um þessi mál kom m.a. fram, að þegar umræður voru um að taka upp skylduendurskoðun hlutafélaga í Svíþjóð, þá hafi í Rigsdagen orðið umræður um hvort endurskoðendur, kjörnir af aðal- fundi, væru nægjanlega óháðir og mundu gæta hagsmuna samfélagsins. Pá hafi enn- fremur verið hugmyndir um, að krefjast þess að endurskoðendur upplýstu í endurskoðun- arskýrslu að hve miklu leyti eða hvort hlutafélagið hefði uppfyllt skyldur sínar að því er varðar skatta og tolla. Þó þessar hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga nú, þá gætu þær ef til vill verið vísbending um það sem kynni að koma í framtíðinni. Það er mat ársfundarins að reynslan af þessum vinnuhóp hefði verið góð. Að til- mælum fulltrúa Finnlands var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp um “Valutakurspro- blematikken“. Tilgangur með þessu er að kanna hvort Norðurlöndin geti komist að sameiginlegri niðurstöðu um meðferð gengis- breytinga í reikningshaldi. Af máli manna NRF-fundinum var að heyra, að vandamál í sambandi við meðferð gengis- breytinga í reikningshaldi væru mjög til umfjöllunar í öllum löndunum. Vonast er til að þessi vinnuhópur skili skýrslu er lögð yrði fyrir næsta ársfund NRF, sem haldinn verður í Danmörku 1.-3. sept. 1983. Fulltrúi íslands í þessum vinnuhóp er Valdimar Guðnason, lögg. endurskoðandi. Önnur mál Starfsemi Evrópusambands endurskoð- enda (UEC) var nokkuð til umræðu og skýrði Bertil Edlund, sem er fulltrúi NRF í fram- kvæmdastjórn UEC, frá starfi þar. Á vissum sviðum er ljóst að nokkur óánægja er með starf UEC. Tíðrætt verður mönnum um, að ágreiningur er t.d. um hvaða tungumál skuli nota sem aðalmál — enska, franska og þýska hafa hvert sina talsmenn. Þá er og ljóst að nokkur tvöföld vinna er á ýmsum sem 7

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.