Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 23

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 23
eru þá leiðréttir með því að margfalda þá með hlutfallinu á milli gildis verðvísitölu vöru og þjónustu í árslok og gildis sömu vísitölu í ársbyrjun. Ópeningalegir liðir (t.d. vörubirgðir, hús, tæki, fengin fyrirframgreiðsla upp í skuld- bindingu til að afhenda ákveðið vörumagn) eru leiðréttir með því að margfalda þá með hlutfallinu á milli gildis vísitölunnar í árslok og vísitölugildis kaupdags þeirra. Eigið fé í ársbyrjun kemur svo fram sem mismunur leiðréttra fjármuna og leiðréttra skulda. Á sama hátt og lýst hefur verið er farið með liði efnahagsreiknings í árlok; peningalegir liðir taka þó engri breytingu, þar sem leiðréttingin er fólgin í margföldun og deil- ingu með sama vísitölugildinu. Hagnaður tímabilsins, ársins, finnst sem mismunur eigin fjár í árslok og eigin fjár í ársbyrjun. Hægt er að sundurgreina hagnað/tap ársins í tyo hluta: hagnað/tap af rekstrarliðum og hagnað/tap af peningaliðum. Fyrri hlutinn verður til við leiðréttingu á rekstrareikningi hefðbundinna reikningsskila með því að færa alla liði hans til verðlags eins og það er í árslok. Fyrir raunverulegt fyrirtæki, sem hefur átt gífurlega oft í viðskiptum á árinu, er að jafnaði við þennan umreiknings stuðzt við einföldunarforsendur. Til dæmis gæti þótt nægilega nákvæmt að reikna með, að öll vörusala ársins hefði farið fram á miðju ári, og yðri þá sölunni komið yfir í staðkrónur með því að margfalda hana með hlutfallinu á milli gildis verðvísitölunnar í árslok og gildis hennar á miðju árinu. Skýringardæmið, sem hér er stuðzt við, er hins vegar fábrotnara en svo, að á nauðsyn slíkrar einföldunar reyni. Þess má geta, að álitamál getur verið, hvort telja skuli suma liði, sem fyrir geta komið í efnahagsreikningi, til flokks peningalegra liða eða til flokks ópeningalegra liða. Sú lausn, sem fyrir valinu yrði, mundi engin áhrif hafa á niðurstöðuna um afkomu tímabilsins, en mundi hins vegar hafa áhrif á það, hvernig hagnaður/tap yrði sundurgreint í hlutana tvo. 4) Hér á eftir fara viðeigandi skýrslur um fyrirtækið: Efnahagsreikningur 111 19x1 - vísitala 130 Fjármunir Sjóður 100x130/100 130 Fjármagn Langvinntlán 30x130/100 39 Eigið fé 91 130 Efnahagsreikningur 31112 19x1 — vísitala 130ár 19x1: Fjármunir Sjóður Vörubirgðir 29x130/130 29 30x130/100 39 60x130/115 67,83 106,83 135,83 Fjármagn Langvinntlán 30x130/130 Eigiðfé 30 105.83 135.83 Samanburður efnahagsreikninga sýnir, að hagnaður hefur numið kr. 14,83 (= 105,83 — 91) 21

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.