Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 32

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 32
Rekstrarreikningur ár 19x1: Rekstrartekjur: Vörusala 105 Rekstrargjöld Vörunotkun (eins og í reiknings- skilum kaupverðs- nafnkrónufjármagns) 70 Ýmis verzlunarkostnaður 5,50 Verðbreytingarfærsla(100-30)x0,3 21 96,50 8,50 Vaxtagjöld 10,50 Tap 2,00 Efnahagsreikningur lok 19x1: Fjármunir Sjóöur 29 Vönibirgðir (upphaflegt kaupverð) 90 119 Fjármagn Langvinntlán 30 Höfuðstóll 1/1 70 Endurmatsreikningur 21 Tapáárinu -2 89 119 Flestar stærðir rekstrarreiknings koma kunnuglega fyrir sjónir. Vörunotkun, ýmis verzlunarkostnaður og vaxtagjöld birtast með sömu tölugildum og í reikningsskilum kaupverðs - nafnkrónufjármagns. Einn liður rekstrarreiknings sker sig úr; liður sem hefur svo afdrifarík áhrif á efni reikningskilanna, að samanburður við reikningsskil kaupverðs - nafnkrónufjármagns er út í hött. Þessi liður er verðbreytingarfærslan. Verðbreytingar- færslan verður til við það, að ákveðinn stofn er margfaldaður með hækkun meðaltalsbygg- ingarvísitölu milli ára. Stofn til útreiknings verðbreytingarfærslu, kr. 70 í skýringardæm- inu, fæst með því að draga skuldina 31/12 19x0, kr. 30, frá sjóðseign sama dag, kr. 100. Hér þykir ekki vera kostur á að hafa eftir hin ítarlegu ákvæði laga um mælingu þessa stofns. Segja má, að meginefni hans sé samtala peningalegra veltufjármuna og vöru- birgða að frádregnum öllum skuldum. Miðað er við stöðuna um þessi efni við lok undanfar- andi rekstrarárs (31/12 19x0). Ef stofninn er jákvæður (viðkomandi eignir hærri en skuld- ir) er verðbreytingarfærslan gjaldfærsla; ef stofninn er neikvæður, hlýzt af tekjufærsla. Verðbreytingarfærslan, sem í skýringar- dæminu er gjaldfærsla, er mótbókuð í sér- stakan endurmatsreikning, sem færður er upp meðal eigin fjármagns í efnahagsreikn- ingi. Engar aðrar færslur hafa í þessi tilviki verið gerðar í endurmatsreikning. í>ar sem verðbreytingarfærslunni er ætlað það öndvegishlutverk að ráða bót á þeim skekkjum, sem reikningsskilin hafa að öðru leyti orðið fyrir af völdum verðbólgu, er áhugavert að kanna, hvern árangur sú við- leitni hefur borið; með samanburði við önnur kerfi reikningsskila, sem ætlað er að þjóna sama eða svipuðum tilgangi. íslenzku reikn- ingsskilin sýna fyrir árið 19x1 tap að fjárhæð 2 kr. Reikningsskil kaupverðs - staðkrónu- fjármagns gáfu hins vegar hagnáð að fjárhæð 14,83 kr. og reikningsskil sviptivirðis - stað- krónufjármagns sýndu 20 kr. hagnað. Mis- munur hagnaðar við fyrrnefnda samanburð- inn er 16,83 kr., í hinum síðara 22 kr. í báðum tilvikum verður mismunurinn útskýrður til fulls með vísun til mismunar á mati vöru- birgða í lok árs 19x1, samanber eftirfarandi yfirlit: Mat vöru- Vik frá birgða upphaflegu íslenzku reikningsskilin: 31/12 kaupverði Upphaflegt kaupverð Reikningsskil kaupverðs-staðkrónufjár- 90 magns Reikningsskil svipti virðis-staðkrónufj ár- 106,63 16,83 magns 112 22 Úr því að mismunur á hagnaði íslenzku reikningsskilanna og reikningsskila kaup- verðs - staðkrónufjármagns skýrist af mismun á birgðamati, hlýtur við umskiptin frá viðmið- 30

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.