Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 28

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 28
um fjárniunum, en aðrir fjármunir (vöru- birgðir, húsnæði, tæki) skyldu fjármagnaðir með eigin fé n). hvað sem líður réttmæti þessa heilræðis gerði Schmidt ráð fyrir slíkri fjár- hagsskipan í rökleiðslu sinni fyrir ágæti organisku reiknignsskilanna. Með hugleiðingunum að framan hefur okkur borið nokkuð af leið. Reikningsskila- kerfið, sem hér hefur verið til meðferðar, er kerfið, sem byggir á sviptivirði við mat gæða og á viðmiðun hagnaðar við nafnkrónutölu eigin fjár. Hagnaðurinn ár 19x1 er 41 kr. Ef engin breyting hefur orðið á altæku verðlagi á árinu, væri þarna komin skiljanleg og, a.m.k. fyrir sumar ákvarðanir, gagnleg niður- staða um afkomu. Eigið fé í ársbyrjun var 70 kr., metið á óaðfinnanlegan hátt. Eigið fé í árslok er 111 kr. Eftir úthlutun 41 kr. er eigið fé í árslok komið í 70 kr. Ef verðlag hefði ekki haggazt, stæði fyrirtækið í árslok í sömu sporum og í ársbyrjun um altækan kaupmátt eigin fjár. í skýringardæminu var altækt verðlag látið hækka um 30% á árinu. Eigið fé í ársbyrjun, umreiknað í krónur með sama kaupmátt og árslokakrónur, gerir 91 kr. Ef hagnaður skal miðaður við varðveizlu altæks kaupmáttar, hefur hagnaður ársins numið aðeins 20 kr. (= 111 - 91). Það er hlutverk þeirra reiknins- skila, sem næst verður lýst, að leiða til niðurstöðu um slíkan hagnað. Sviptivirði - staðkrónufjármagn. Þessi reikningsskil verða til við það, að á krónu- tölum reikningsskila sviptivirðis — nafn- krónufjármagns eru höfð skipti við krónur með fastan kaupmátt, kaupmátt ársloka- króna. Tæknin við þennan útreikning og forsendurnar, sem við er stuðzt, eru hin sömu og lýst hefur verið áður, þegar fjallað var um reikningsskil kaupverðs — staðkrónufjár- magns. Arsreikningur fyrir skýringardæmið fer hér á eftir. Rekstrarreikningur ár 19x1: Rekstrartekjur: Vörusala 105x130/115 118,70 Rekstrargjöld Vörunotkun 84x130/115 94,96 Ýmsi verzlunarkostnaður 5,50x130/115 6,22 101,18 Gengur rekstrarhagnaður 17,52 Innleystur geymsluhagnaður (84-70x115/100) x 130/115 3,96 Aukning óinnleysts geymsluhagnaðar 12-(30xl30/100-30) 3,00 10-(60xl30/l 15-60) 2,17 5,17 Vaxtagjöld -10,50 16,15 hagnaður af peningaliðum; sjá reikningsskil kaupverðs— staðkrónufjármagns 3,85 Hagnaður 20,00 Efnahagsreikningur lok 19x1: Fjármunir Sjóöur 29 Vörubirgðir: 8ein. á 14 kr. 112 141 Fjármagn Langvinnt lán 30 Höfuðstóll 1/170x130/100 91 Hagnaðurárs 20 111 141 Um þessi reikningsskil þarf ekki að hafa mörg orð. Niðurstaða þeirra er skiljanleg og, eins og áður segir, af mörgum talin mjög gagnleg. Þau veita svar við einfaldri, mikil- vægri spurningu: Hvað er óhætt að úthluta úr fyrirtækinu í árslok án þess að ganga á altækan kaupmátt eigin fjár? Það er ekki að undra, að þessi reikningsskil hafa eignazt marga og ötula talsmenn. Það svar fæst, að hagnaður, raunverulegur hagnaður eins og hann er stundum nefndur, hefur numið 20 kr., sem er aðeins tæpur helmingur þess 41 kr. hagnaðar, sem mældur er í reikningsskil- um sviptivirðis - nafnkrónufjármagns. Rúm- 26

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.