Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 29

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 29
lega helmingur þess hagnaðar hefur því verið sýndarhagnaður. Samanburður rekstrar- reiknings þessara tveggja hátta sýnir og, að meignhluta geymsluhagnaðar má útskýra með vísun til breytinga, sem orðið hafa á altæku verðlagi. Það sem ber á milli hagnaðar þessara reikningsskila og reikningsskila kaupverðs - staðkrónufjármagns, 5.17 kr. (= 20- 14,83), er sú fjárhæð, sem á það vantar, að í síðarnefndu reikningsskilunum hafi vöru- birgðir í árslok verið metnar á fullu endur- kaupsverði. Sviptivirði - starfsmáttarfjármagn. Við mat fjármuna til eignar er notað sviptivirði alveg eins og í kerfunum tveim, sem nú síðast hafa verið til meðferðar. Til þess að hagnaður verði mældur, þarf að liggja fyrir vitneskja um, hvað felist í þeirri rekstrarhæfi eigin fjár, sem við skal miðað. Fyrir skýringardæmið gæti verið tekin sú afstaða, að til þess að eigið fé geti talizt vera óskert, þurfi það hverju sinni að vara til kaupverðs 7 eininga af vörunni. Sá var kaupmáttur eigin fjár, þegar fyrirtækið hóf starfsemi. Fyrir skýringardæm- ið er auðvelt að reikna út hagnað árið 19x1 án þess að leita athvars í fullgerðum ársreikn- ingi. í árslok á fyrirtækið fjármuni að virði samtals 141 kr. (29 kr. í sjóði og 112 kr. í vörum metnum á sviptivirði). Það skuldar 30 kr.; eigið fé nemur því 111 kr. í árslok er endurkaupsverð verzlunarvöru fyrirtækisins orðið 14 kr. pr. einingu; 7 einingar eru samtals 98 kr. virði. Hagnaður ársins hefur því numið 13 kr. (= 111-98). Þessi niðurstaða um hagnað verður að koma út úr rekstrar- reikningi þessara reiknignsskila, ef þau eru hlutverki sínu vaxin. í rekstrarreikningnum, sem hér fer á eftir, hefur hinn nýi brezki staðall um verðbólgu- reikningsskil verið hafður til fyrirmyndar að því er varðar form, en ekki að öllul eyti um efni eins og síðar verður nánar vikið að. í þessum brezka staðli er gert ráð fyrir, að fyrirtæki haldi jafnframt áfram að semja reikningsskil með hefðbundnum hætti, sem hér hefur verið lýst sem reikningsskilum kaupverðs - nafnkrónufjármagns. Fyrsta stærðin í eftirfarandi rekstrarreikningi er tekin úr rekstrarreikningi þessara hefð- bundnu reikningsskila. Sú stærð er hreinar rekstrartekjur, þ.e. hagnaður fyrir frádrátt vaxtargjalda (og tekjuskatts, ef honum væri til aðdreifa). Þessi stærð er 29,50 kr. = hagnaður, 19 kr., + vaxtagjöld, 10,50 kr. Með öðrum liðum rekstrarreikningsins er þessi stofnstærð leiðrétt á viðeigandi hátt til þess að út komi eftirsótt niðurstaða um hagnað. Rekstrarreikningur ár 19x1: Hreinar rekstrartekur samkv. reikn.- ingsskilum kaupverðs nafnkrónu- fjármagns — Álag á kaupverð seldra vara — Álag vegna virðisrýrnunar pen- ingalegs rekstrarfjár 29,50 -14,00 -4,00 Leiðrétting vegna skuldsetningar —Vaxtagjöld 12 -10,50 11,50 1,50 13,00 Efnahagsreikningur lok 19x1: Fjármunir Sjóður 29 Vörubirgðir:8ein.ál4kr. 112 141 Fjármagn Langvinnt lán 30 Höfuðstóll 1/1 70 Endurmatsforði 28 Hagnaður árs 13 111 141 Reikningsskilin hafa mælt hagnaðinn 13 kr. eins og vera ber. Reikningsskilin sýna jafnframt, hvernig þessi útkoma er til komin. 27

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.