Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 20

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 20
frá virði og rekstrareiginleikum annars nýrri fjármunar. Aftur á móti þykir yfirleitt til- tölulega auðvelt að slá nægilega nákvæmu máli á endurkaupsverð hráefna, vöru til endursölu og jafnvel fullframleiddrar vöru iðnfyrirtækis. Og áður hefur verið tæpt á þeim óviðráðanlegu hindrunum, sem geta staðið í vegi fyrir mælingu núvirðis sjóðs- innstreymis fyrir vissa fjármuni. í ljósi þessa umræddu matsreglna skal nú tekið saman yfirlit um helztu reikningsskila- kerfi, sem hlotið hafa meðmæli reiknings- haldara og fræðimanna ýmist í orði eða á borði. í hefðbundnum reikningsskilum, sem byggjast á hagnaðarhugtakinu, sem miðar við varðveizlu nafnkrónufjármagns, fer mest fyr- ir notkun kaupverðsreglu. Kaupverðsreglan er þó ekki einráð jafnvel við virðingu þeirra mikilvægu fjármuna (vörubirgðir hvers kon- ar, fasteignir, vélar, tæki), sem fallnir eru til þess að vera þannig metnir. Sé kaupverð sams konar vöru og fyrirtæki á í árslok orðið lægra en raunverulegt kaupverð hennar var, skal hún ekki metin á upphaflegu kaupverði, heldur á lægra verði samkvæmt sérstakri forskrift, sem oftast mun leiða til mats á gengnu kaupverði. Parna reynir á reglu, sem kölluð er lægstaverðsregla. Við mat á skamm- æjum útistandandi skuldum er notazt við vænt söluvirði (4. reglan), en við mat á viðskiptakröfu til langs tíma lætur reglan um núvirði sjóðsinnstreymis (5. regla) til sín taka. Þrátt fyrir umtalsverðar undantekning- ar frá beitingu kaupverðsreglu í hefðbundn- um reikningsskilum, eru þau gjarnan kennd við kaupverð og hér verða þau nefnd reikn- ingsskil kaupverðs — nafnkrónufjármagns. Annað reikningsskilakerfi verður í megin- dráttum til við það eitt, að allar stærðir, sem fyrir koma í ársreikningi kaupverðs — nafn- krónufjármagns, eru tjáðar í krónum með einn og sama kaupmátt. Þetta eru reiknings- skil af sama tagi og þau reikningsskil, sem í skýringardæminu, sem fyrr var til meðferðar, gáfu 28 kr. í hagnað. Þau hafa stundum verið 18 nefnd staðverðsreikningsskil, en vegna þess að til eru önnur reikningsskil, sem verða til ' við sams konar aðgerð og hér er um að ræða, þ.e. umskipti á krónum, verða þessi reikn- ingsskil nefnd reikningsskil kaupverðs — staðkrónufjármagns. Þessum reikningsskil- um verður nánar lýst í næsta kafla. Þá er til sá háttur reikningsskila, sem einkennist af því, að við mælingu hganaðar er miðað við viðhald nafnkrónufjármagns, en fjármunir eru metnir á svokölluðu sviptivirði (deprival value). Með sviptivirði fjármunar er átt við þær fébætur, sem nægðu til þess að bæta fyrirtækinu það tjón, sem hlytist af því, að fyrirtækið yrði svipt fjármuninum. Svipti- ' virðið er jafnt gengu kaupverði, nema því aðeins að gengt kaupverð sé hærra en bæði vænt söluvirði og núvirði sjóðsinnstreymis. í þeim tilvikum skal velja hið hærra af tvennu: væntu söluvirði og núvirði sjóðsinnstreymis. Á hið fyrirhafnarsama mat framleiðslutækja til núvirðis reynir helzt, þegar um er að ræða tæki, sem ekki svarar kostnaði að endurnýja, en er þó hagkvæmara að halda áfram að nýta fremur en að selja það þegar í stað. Þessum reikningsskilum verð ahér gefin einkunnar- orðin: sviptivirði — nafnkrónufjármagn. Hægt er að ummynda síaðstnefndu reikn- ingsskilin með því að tjá alla liði ársreiknings í krónum eð einn og sama kauðmátt, og verða þá reikningsskil, sem kennd varða við svipti- , virði — staðkrónufjármagn. Enn eitt kerfi, sem á fremur fámennan hóp aðdáenda sem eini grundvöllur reglubund- innar skýrslugjafar um rekstur fyrirtækis, er það, sem mælir fyrir um notkun gengs söluvirðis við skipulega upplausn. Allsterk rök hníga að því, að efnahagsreikningur, sem saminn er með þessum hætti, gefi gagnlegar upplýsingar um hæfi fyrirtækis til að standast taprekstur, án þess að á lánardrottnum verði níðzt. Sem heilsteypt reikningsskilakerfi taka þessi reikningsskil bæði til efnahagsreiknings og rekstrarreiknings, og ef það skyldi auð- kennt með sama hætti og önnurkerfi, yrði það j

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.