Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 18

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 18
þeim aðferðum eða reglum, sem til greina kemur að beita við mat á fjármunum, öðrum en handbæru fé, og skuldum. Um er að ræða fimm meginreglur.2) í því sem á eftir fer skal látið nægja að gera garein fyrir því, hvernig fjármunir eru metnir, enda hefur ávallt farið mun minna fyrir árekstrum og áhyggjum út af mati skulda. 1. Upphaflegt kaupverð. í upphafi eignar- tíma er þetta sú fjárhæð handbærs fjár eða jafngildi þess, sem greidd er til að eignast fjármun; síðar kann þessi upphæð að verða skert með afskriftum. 2. Gengt kaupverð. Sú upphæð handbærs fjár, sem yrði að greiða, ef sami fjármunur skyldi endurkeyptur nú (endurkaupsverð). Tilgreina þarf, hvað átt er við með „sama“ fjármun. Sami fjármunur getur merkt ná- kvæmlega eins fjármun, að teknu tilliti til aldurs og ástands (current reproduction cost). Sami fjármunur getur hins vegar merkt fjármun, sem gæddur er sömu rekstrarhæfi. Ef í hlut á fjármunur, sem ekki yrði endurnýjaður með sams konar fjármun vegna þess að til boða standa nýir fjármunir, sem gæddir eru meiri rekstrarhæfi (meiri afköst og/eða lægri rekstrarkostnaður, miðað við stofnverð fjármunar, o.s.frv.) mundi með endurkaupsverði fjármunar (current cost) átt við virði slíks bezta nýs fjármunar, enda munu rekstraryfirburðir hins nýja fjármunar verka til lækkunar á metnu virði gamla fjármunarins. 3. Gengt söluverð við skipulega upplausn. Þetta er sú upphæð handbærs fjár, sem hægt væri að fá nú með því að selja fjármuninn við skipulega, óþvingaða upplausn fyrirtækisins. 4. Vænt söluvirði við eðlilegan fyrirhug- aðan söluhátt. Þetta er sú upphæð handbærs fjár, sem búizt er við, að fjármunurinn skili, þegar þar að kemur með eðlilegum gangi fyrirtækisins (in the due course of business), að frádregnum gjöldum, sem nauðsynleg verða til þess að fjárhæðin skili sér (net realizable value). 16 5. Núvirði væntaniegs sjóðsinnstreymis, sem hljótast mun af ráðstöfun fjármunar með eðlilegum gangi fyrirtækisins, að frádregnu núvirði útgreiðslna, sem leggja þarf í. Til staðfestingar því, að hægt geti verið að meta fjármun samkvæmt sérhverri þessara reglna má taka birgðir af fullunnum vörum í lok rekstrarárs. Þær hafa veirð til í nokkrar vikur og er samanlagt kaupvirði þeirra gæða (hráefni, laun, orka, afskriftir o.s.frv.), sem varið hefur verið til aðs kapa þær, samtals 810 þús. kr. (upphaflegt kaupverp). Ef miðað er við verð afganga eins og það er í árslok, mundi þá kosta um 860 þús. kr., að framleiða þessar vörur (gengt kaupverð; endurkaups- verð). Viðskiptavinir fyrirtækisins eru hæfi- legar birgir, og gætu ekki sætt sig við að bæta þessum birgðum við sig, nema ef fáanlegur væri nokkur afsláttur frá gildandi söluverði fyrirtækisins. Slíkt skyndisöluvirði birgðanna gæti numið 790 þús. kr. (gengt söluverð við skioulega upplausn). Ef vörurnar verða seld- ar á þann hátt, sem fyrirhugað er, er búizt við, að fyrir þær muni fást samanlagt 980 þús. kr. En til þess að losna við þessar vörur og fá þær greiddar, mun þurfa að leggja í kostnað, sem talinn er munu nema 40 þús. kr. Þannig fæst virðistalan 940 þús. kr. sem vænt söluvirði við eðlilegan fyrirhugaðan söluhátt. Loks er að huga að því, að í vörubirgðum er bundið fjármagn, sem ekkilosnar fyrr en vörurnar hafa verið greiddar, og sé þessi reiknaði fjármagnskostnaður talinn nema 10 þús. kr., fæst, að núvirði væntanlegs sjóðs- streymis, sem hlýzt af eign þessara fjármuna, er 930 þús. kr. Hægt er að hugsa sér, að sérhver þessara fimm matsreglna sé pöruð einhverju hinna þriggja hagnaðarhugtaka, og blasa því við 15 ólíkir kostir um reikningsskilakerfi. í stað þess að tvinna ákveðið hagnaðarhugtak einni og sömu virðingarreglu, kemur og til greina að beita einni matsreglu við eina tegund fjármuna og annarri reglu við aðra tegund fjármuna, og er þá ljóst, að fræðilega eru j

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.