Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 13

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Blaðsíða 13
Prófessor Arni Vilhjálmsson: Reikningsskil í verðbólgu Á síðust árum hefur orðið vart mjög aukins áhuga á reikningsskilum fyrirtækja. Þessi áhugi stafar vafalaust af hinum öru verðlagshækkunum, sem hafa að undanförnu hrjáð svo margar þjóðir. Sú hægfara verð- bólga, sem þessar þjóðir bjuggu við frá lokum síðustu heimstyrjaldar fram yfir lok 7. áratug- arins, hafði að vísu skekkt reikningsskil fyrirtækja. En með þeirri verðbólguöldu, sem reis snemma á 8. áratugnum, keyrði um þverbak. Ekki varð lengur unað við þau reikningsskil, sem svo lengi höfðu verið látin duga. Meðal þeirra aðila, sem hafa áhuga á, að reikningsskil fyrirtækja séu í lagi, eru vissu- lega reikningsnotendur, sem hafa brýnna hagsmuna að gæta, svo sem eigendur og líka ýmsir opinberir aðilar. Þá byggja margs konar rannsóknir á starfsemi fyrirtækja á upplýsingum úr reikningsskilum þeirra, og er hætt við, að slíkar rannsóknir verði unnar fyrir gýg, ef upplýsingarnar eru marklitlar eða marklausar. Fræðimenn á sviði reikningshalds og hag- fræði hafa á allra síðustu árum lagt drjúga vinnu í að hanna reikningsskilakerfi, sem ætlað er að gefa sannari og gagnlegri mynd af starfsemi og stöðu fyrirtækja heldur en reikningsskil hafa gert til þessa. Ég ætla að leitast við að gera hér nokkra grein fyrir helztu hugmyndum, sem uppi eru um, hvern- ig skuli brugðizt við verðbólgu á þessu sviði. í fyrsta kafla þessarar ritgerðar verður rifjað upp, hvernig verðbólga/verðbreytingar geta orðið til þess að skekkja þá lýsingu, sem svokölluð hefðbundin reikningsskil gefa af afkomu fyrirtækis og fjárhagslegri stöðu þess. í öðrum hluta er gerð grein fyrir þeim atriðum, sem einkenna reikningsskilakerfi og greina ólík kerfi hvert frá öðru. Á eftir fer kafli, þar sem þeim kerfum, sem eignazt hafa stærsta hópá áhangenda, er lýst með aðstoð skýringardæmis, sem er til þess fallið að varpa skæru ljósi á megineinkenni kerfanna og þykir rísa undir gagnlegu spjalli um kosti og galla þeirra. í ljósi þessara hugmynda verður svo reynt að meta gildi hinna íslenzku reikningsskilareglna, sem farið var að vinna eftir á árinu 1979. í fimmta og síðasta kafla er örstutt kynning á þeim aðgerðum á sviði reikningshalds, sem efnt hefur verið til nýlega í Bretlandi og í Bandaríkjum Norður-Amer- íku. /. Með reikningsskilareglum er átt við þær reglur, sem beitt er við mælingu afkomu fyrirtækja og fjárhagslegrar stöðu þeirra. Til skamms tíma hafa reikningsskil í ríkjum, sem búa við séreignarskipulag, tekið litlum og hægum breytingum. Þess vegna hefur farið vel á því að orða hefð við þessar reglur. Þær 11

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.