Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 28
GLÆSILEGAR SUMARYFIRHAFNIR NÝTT FRÁ GERRY WEBER - RÓMANTÍSKT OG TÖFRANDI Laugavegi 63 • Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.isLaugavegi 63 • Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Opnum í dag kl. 13 nýja og glæsilega verslun í Skipholti 29b Bernharð Laxdal er umboðsaðili GERRY WEBER á Íslandi (sama verð og á hinum norðurlöndunum) ásamt mörgum öðrum þekktum vörumerkjum s.s. BETTY BARCLAY, CREENSTONE, CINZIA-ROCCA og JUNGE. GERRY WEBER 20-25% afsláttur Ýmis önnur opnunartilboð Glæsileg opnunar- tilboð Verið velkomin SUMARMARKAÐUR Í FULLUM GANGI HJÁ LAXDAL LAUGAVEGI 50%-60%-70% afslættir NÝ GLÆSILEG VERSLUN SKIPHOLTI 29B SUMARYFIRHAFNIR 20% AFSLÁTTUR Lögin sem ég flyt í kvöld eru á því stigi að geta þróast í ýmsar áttir. Þau eru hrá og ég kemst að því í kvöld hvort mig langi til að vinna þau áfram og gefa þau út með haustinu, eða geri eitthvað alveg nýtt til að útsetja. Þetta verða skrýtnir tónleikar en þeir snúast um að sjá, eða heyra, vinnuna meðan hún er enn í ferli,“ útskýrir Ingunn Huld Sævarsdóttir en hún heldur tónleika í sal LHÍ við Sölv- hólsgötu í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af mastersnámi hennar við tónlistardeild skólans. „Ég er búin með eitt ár af tveimur í námi sem kallast Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf. Í náminu var ég meðal annars í lagasmíðum og setti mér það verkefni fyrir að flytja efnið úr þeim kúrsi í vor. Ég er því að flytja lögin í fyrsta skipti. Reyndar slæðast þrjú eldri lög með og eitt þeirra hefur aldrei verið flutt áður.“ Ingunn gaf út plötuna Fjúk fyrir tveimur árum og innihélt hún ellefu frumsamin lög og texta. Beðin um að lýsa tónlist sinni vefst Ingunni tunga um tönn og segir erfitt að flokka eigið efni. „Kannski má kalla það sem ég hef gefið út þjóðlagapopp. Ég tók hins vegar aldrei meðvitaða ákvörðun um að búa til þjóðlaga- popp. Útgangspunkturinn hjá mér við tónsmíðar eru yfirleitt textarnir og í skólanum fékk ég góða kennslu í öðruvísi tækni við textagerð en ég hef notað áður. Stundum dettur mér eitthvað í hug við dagleg störf en ég er að reyna að gera meira af því að setjast gagngert niður til að semja. Þetta er auðvitað bara vinna og maður er aldrei fullkom- lega ánægður með það sem maður er að gera, það er alltaf eitthvað sem manni finnst mega breyta. Það er ekki auðvelt að ákveða hvar endapunkturinn á að vera en nauðsynlegt. Ég vinn einnig mikið út frá spuna og lögin eru að mótast í dálítinn tíma. Í kvöld stefni ég til dæmis á að enda tónleikana á lagi sem verður til á staðnum,“ segir Ingunn. „Ég hlusta á alls konar tónlist, popp, djass og alls konar og get ekki sagt að ég aðhyllist neina ákveðna stefnu. Oftast er ég þó að hlusta eftir textunum, þeir grípa mig oftast á undan tónlistinni sjálfri.“ Ingunn er tónmenntakennari og hefur undanfarin sjö ár kennt í grunnskóla. Meðfram náminu við LHÍ kennir hún á þverflautu. Hún lauk námi frá Tónlistarskóla FÍH í djasssöng á sínum tíma, spilar á þverflautu en segist „glamra“ á önnur hljóðfæri. „Ég glamra á píanó og gítar og ukulele, nóg til að semja á þessi hljóðfæri. Ég spila til dæmis undir hjá sjálfri mér á píanó og gítar í kvöld og verð því ein á sviðinu. Það er smá stressandi en gaman,“ segir Ingunn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Þetta verða skrýtnir tónleikar Ingunn Huld Sævarsdóttir söngvaskáld heldur tónleika í sal Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu, í kvöld klukkan 20. Tónleikarnir eru hluti af mastersnámi hennar við tónlistardeild LHÍ. Ingunn Huld Sævarsdóttir flytur afrakstur kúrs í lagasmíðum við Listaháskóla Íslands í kvöld. „Þetta verða skrýtnir tón- leikar en þeir snúast um að sjá, eða heyra, vinnuna meðan hún er enn í ferli.“ mynd/EyÞór Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 4 KynnInGArBLAÐ FóLK 3 1 . m a Í 2 0 1 7 m I ÐV I KU dAG U r 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 9 -F 5 1 0 1 C F 9 -F 3 D 4 1 C F 9 -F 2 9 8 1 C F 9 -F 1 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.