Fréttablaðið - 31.05.2017, Page 30

Fréttablaðið - 31.05.2017, Page 30
Það getur verið tímafrekt að komast í gegnum innritun á flugstöðvum. Ágætt er að undirbúa sig vel áður en lagt er af stað. Fólk gleymir að setja sig inn í þær reglur sem gilda við innritun og þá getur allt tekið lengri tíma. Ferðamenn þurfa að vera með á hreinu hvernig ferða- tösku má vera með og að hún sé ekki of þung. Þetta segja yfirmenn á Kastrup við vefútgáfu Jyllands Posten. Áður en farið er út á flugvöll er best að aðgæta frá hvaða brottfararsal (terminal) flugið er. Ef taskan fer í innritun er ágætt ráð að merkja hana með áberandi slaufu svo hægt sé að þekkja hana strax og hún kemur á bandinu. Mörg flugfélög bjóða upp á innritun á netinu. Það getur sparað mikinn tíma að vera búinn að tékka sig inn og velja sæti fyrir brottför. Reynið að forðast að sitja nálægt snyrtingu, þar getur verið mikill umgangur. Athugið vel hvað þarf að taka af sér og upp úr töskum í öryggisleit. Takið af ykkur belti og skó áður en röðin kemur að ykkur. Þá þarf alltaf að taka upp tölvur og myndavélar. Kynnið ykkur reglur öryggisleitar fyrir brottför. Ekki má hafa skæri, hníf eða vökva á sér. Ef eingöngu er um handfarangur að ræða skal fara vel yfir hvað er í töskunni af snyrtivörum og reglur um slíkan varning. Gott að hafa í huga á ferðalagi Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, hefst á föstudaginn á Patreksfirði og stendur yfir til 5. júní. Þetta er í tólfta skiptið sem hátíðin er haldin en þar eru nýjar íslenskar heimildarmyndir frumsýndar auk þess sem kvikmyndagerðarfólki og áhugafólki um heimildarmyndir gefst tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Aðstandendur hátíðarinnar hafa löngum sýnt heimildarmyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings, bæði örstuttar myndir og einnig í fullri lengd og efnis- tökin eru svo sannarlega fjölbreytt og skemmtileg. Meðal fjölbreyttra viðfangsefna sem myndirnar fjalla um má nefna lífið á Vopnafirði, heimafæðingar og líf Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu. Diddi, eini heimilislausi maðurinn í Keflavík, kemur líka við sögu, FC Kareoki, sem er elsta starfandi mýrarboltalið Íslands og Sveinn, sem hefur séð um bensínafgreiðsluna á Innri-Múla í næstum 50 ár en er verið að loka núna. Í lok hátíðarinnar verða veitt bæði áhorfendaverðlaun fyrir bestu heimildarmyndina og dóm- nefndarverðlaun en þau eru veitt í fyrsta skipti í ár. Armband á hátíðina veitir aðgang að sjávarréttaveislu, plokk- fiskboði kvenfélagsins, dansiballi og í sundlaugina. Sala armbanda fer fram í Skjaldborgarbíói og kostar það 7.000 kr. Nánari upplýsingar á skjaldborg. com. Hátíð á Patreksfirði Í sumar verður Borgarbóka-safnið í Sólheimum með fjöl-skyldumorgna annan hvern fimmtudag klukkan 10-11 og er skemmtileg dagskrá fram undan. Í fyrramálið verður fyrsti við- burðurinn en þá mun Ebba Guðný koma í heimsókn og fræða foreldra um hollan og góðan morgunmat fyrir börn. Ebba Guðný er mörgum að góðu kunn fyrir bækur og mat- reiðsluþætti þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Í sumar er meðal annars fyrirhugað að halda sögustund um lestur skemmtilegra sagna fyrir litlu krílin, ræða um barnabóka- viðgerðir en margir eiga lúna bók sem þarf smá yfirhalningu, halda fræðsluerindi um hagnýtan fróð- leik fyrir foreldra og búa til lista- verk sem henta vel litlum höndum. Nánari upplýsingar má fá á vefnum borgarbokasafn.is. Ebba Guðný og morgunmatur barna 365.IS1817MARGFALT SKEMMTILEGRI FÖSTUDAGA KL. 19:45 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . m a í 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 9 -F A 0 0 1 C F 9 -F 8 C 4 1 C F 9 -F 7 8 8 1 C F 9 -F 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.