Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent
Þ
að eru liðin fimm ár og þrír
dagar frá því að stríðið í Sýr-
landi hófst. Upphaf átak-
anna má rekja til
friðsælla mót-
mæla gegn forseta Sýr-
lands, Bashar al-Assad,
en nú er um að ræða
borgarastyrjöld sem
enn sér ekki fyrir end-
ann á. Hálf þjóðin er
á flótta, utan og innan
Sýrlands.
Hætt er við að heil kyn-
slóð barna alist upp án þess að
fá nokkra menntun. Milljónir eru
á vergangi auk þess sem hundr-
uð þúsunda svelta. Vopnahlé sem
samið var um hangir á bláþræði og
ISIS-samtökin vaða uppi stjórnlaust.
En hvernig byrjaði þetta allt, hvers
vegna og hvernig er staða mála?
Áður en stríðið hófst
Áður en átökin í Sýrlandi hófust
hafði almenningur í Sýrlandi verið
ósáttur í langan tíma. Hann taldi
sig ekki búa við pólitískt frelsi –
atvinnuleysi var mikið og spilling
var víða. Bashar al-Assad tók við
völdum árið 2000, við andlát föður
síns, og varð fljótlega óvinsæll.
Arabíska vorið var í fullum gangi,
mótmælafundir voru haldnir víða
og uppþot voru daglegt brauð í
Mið-Austurlöndum. Vorið hófst
í desember 2010 í Túnis og má
rekja samfélagsbreytingar og
stjórnmálabyltingar til þess, svo sem
fall ríkisstjórnar í Egyptalandi,
Túnis og í Líbíu sem og
uppreisnirnar í Jemen
og svo í Sýrlandi.
Átökin hófust
í mars 2011 í
borginni Deraa.
Mótmælin hófust
11. mars, fyrsta
dauðsfallið var
þann 18. mars.
Al-Assad mætti
mótmælunum,
sem í fyrstu voru mjög
friðsæl, af fullum þunga.
Stuttu síðar voru átökin orðin hörð,
mótmælendur kölluðu eftir afsögn
hans og stjórnar herinn gaf í. Al-
Assad hét því að berjast gegn því sem
hann kallaði „hryðjuverkastarfsemi
fjármögnuð af útlendingum“. Á
stuttum tíma var hafið borgarastríð.
Breytingar
En eftir því sem árin hafa liðið hefur
stríðið breyst og öfga-
samtökin ISIS hafa
blómstrað í stríðs-
hrjáðu landinu.
Segja má að um sé
að ræða tvö stríð,
borgarastyrjöld og
stríðið gegn ISIS
sem farið hefur eins
og stormsveipur um
landið.
Ekki „bara“ borgarastríð
Nú er það meira en aðeins borgara-
stríð og mótmæli gegn forsetanum,
heldur tengjast helstu leikmenn
alþjóðasamfélagsins því, Rússar,
Bandaríkin og Sádi-Arabía.
Stuðningurinn skiptist á mót-
mæl-endur og al-Assad, en Banda-
ríkin og Rússar hafa meðal annars
hlutast til gegn ISIS en Rússar segj-
ast styðja al-Assad sem Bandaríkin
gera ekki. Forsetinn á að
auki hauk í horni í Íran,
sem er talið sjá stjórn-
arliðum fyrir olíu,
hernaðarlausnum
og vopnum. Þá hafa
Íranir verið grunað-
ir um að senda her-
menn sína til Sýrlands
til stuðnings stjórn-
arhernum.
Bandaríkin krefjast þess að
al-Assad segi af sér. Aðeins þannig
verði hægt að ná ró í Sýrlandi. Hófu
Bandaríkjamenn loftárásir á ISIS í
september 2014, en hafa ekki látið
til skarar skríða gegn stjórn-
arhernum. Sádi-Arabar
hafa svo veitt mót-
mælendum
sinn stuðn-
ing.
Matur
sterkasta
vopnið
Ástandið er mjög
alvarlegt. Alls 4,8 millj-
ónir manna hafa flúið Sýr-
land og 6,5 milljónir eru á ver-
gangi í Sýrlandi. Stríðandi öfl hafa
að auki ekki gert mannúðarsam-
tökum kleift að
koma neyðaraðstoð
til landsins. Nokk-
ur svæði eru fullkom-
lega einangruð og matar-
aðstoð hefur ekki borist í nokkurn
tíma. Talið er að um 500 þúsund
manns séu í einangrun stríðandi afla
á fimmtán stöðum. Mannúðarsam-
tök og Sameinuðu þjóðirnar fá lít-
inn aðgang að svæðunum og þá að-
eins eftir miklar samningaviðræður.
Matur, eða skortur á honum, hefur
því reynst eitt sterkasta vopn bar-
dagamannanna.
Hvernig endar þetta?
Líklega verður það diplómatísk og
pólitísk lausn sem leysir ágreining
stríðandi fylkinga, en enn er mjög
langt í land. Friðar-umleitanir Sam-
einuðu þjóðanna hafa ekki borið ár-
angur, en núna í mars hafa far-
ið fram friðarviðræður á
vegum Bandaríkjanna
og Rússa. Vopnahlé
var samþykkt í febr-
úar síðastliðnum,
en það nær hvorki
til ISIS eða annarra
hryðjuverkasamtaka,
aðeins borgara-styrj-
aldarinnar. Takist að
halda því við er ljóst að
boða þarf til kosninga, en
einnig þarf að ná yfirhöndinni gegn
ISIS. n
Nágrannalönd Sýrlands hafa vart undan að taka á móti flóttamönnum og hafa Tyrkir
meðal annars lokað landamærum sínum.
Á flótta Hér má sjá flóttamannabúðir Sýr-
lendinga í Idomeni í Norður-Grikklandi. MyNd EPA
Helgarblað 18.–21. mars 2016
Mekka íssins
Erum í miðbæ
Hveragerðis
Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís
Pinnaís | Krap | Bragðarefur
Ísfrappó | Sælgæti | Franskar
Samlokur | Gos | Snakk
Bland í poka | Pylsur | Kaffi
Opnunartími
mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22
lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði
Hálf þjóðin á flótta
n Fimm ár frá upphafi stríðsins í Sýrlandi n Heil kynslóð fær ekki menntun
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
250 þúsund
hafa látist á síðustu
5 árum samkvæmt
Sameinuðu þjóðunum en
margir telja þessa tölu
varlega áætlaða
10%
flóttamanna
hafa sótt um
vernd í Evrópu
3,7
milljónir
barna eru fæddar
í stríði
6,5
milljónir
manna eru á vergangi
í Sýrlandi, hafa flúið
heimili sín
200.000
börn
búa á svæðum sem
haldið er í herkví
stríðandi aðila
4,8
milljónir
hafa flúið
Sýrland
8
milljónir
barna þurfa
neyðaraðstoð
Ónýtt Myndin er tekin í Job-
ar, austur af Damaskus. Hér
sést eyðileggingin í borginni,
en maðurinn er að reyna að
gefa kettinum æti. MyNd EPA