Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 18.–21. mars 2016
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus • Duusgata 10 • 230 Keflavík • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá k l. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
Rannsakar hvort rektor
hafi brotið bankaleynd
n Embætti héraðssaksóknara skoðar samskipti Vilhjálms Egilssonar við Morgunblaðið
R
annsókn héraðssaksóknara
á því hvort bankaleynd hafi
verið brotin hjá Sparisjóði
Vestmannaeyja snýr með-
al annars að því hvort Vil-
hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á
Bifröst og fyrrverandi varafor maður
sparisjóðsins, hafi veitt Morgun-
blaðinu upplýsingar um ákvörðun
Borgunar um að taka rúmlega 200
milljónir króna út úr sjóðnum í lok
mars 2015. Aðspurður hafnar Vil-
hjálmur því alfarið að hann hafi í
samskiptum sínum við blaðamann
Morgunblaðsins mögulega brotið
bankaleynd.
Samkvæmt heimildum DV er
rannsóknin skammt á veg komin og
hefur Vilhjálmur ekki verið boðað-
ur til skýrslutöku. Kæra, sem Fjár-
málaeftirlitið (FME) hafi sent til
embættisins, vegna fréttar sem birt-
ist í Morgunblaðinu fyrir ári síðan,
byggi á því að ótilgreindur aðili hafi
með upplýsingagjöf til fjölmiðils-
ins, um viðskipti Borgunar við Spari-
sjóð Vestmannaeyja, brotið lög um
bankaleynd. Embættinu hafi verið
falið að rannsaka hvort fyrrverandi
stjórnendur sparisjóðsins, sem
Landsbankinn tók yfir í mars 2015,
hafi brotið bankaleynd.
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari vildi í samtali við DV ekki
staðfesta ofangreind atriði og sagði
embættið ekki tjá sig um mál sem
séu til rannsóknar.
„Ég tel að ég hafi í samskiptum
við Morgunblaðið gætt þess vand-
lega að fara að lögum. Það var ekki einfalt mál að ræða þetta því spari-
sjóðurinn var í afar viðkvæmri
stöðu. Ég var í stjórn sparisjóðs-
ins og var í samskiptum við blaða-
mann á Morgunblaðinu. Ég taldi
mig vera með á hreinu hvað ég gæti
sagt og hvað ekki og reyndi hvað
ég gat að gæta þess að hegða mér í
samræmi við lög. Aðkoma mín að
málinu þolir alveg skoðun,“ segir
Vilhjálmur í samtali við DV.
Gaf skýrslu sem vitni
Morgunblaðið greindi á fimmtu-
dag frá ákvörðun FME um að kæra
til héraðssaksóknara að fjölmiðill-
inn hafi í mars 2015 búið yfir upp-
lýsingum, og birt frétt þess efnis, um
að Borgun hafi tekið út rúmlega 200
milljónir króna af reikningi sínum í
sparisjóðnum. Fréttin birtist undir
fyrirsögninni „700 milljónir teknar
út úr Sparisjóði Vestmannaeyja“ og
var skrifuð af Stefáni Einari Stefáns-
syni viðskiptablaðamanni. Í fréttinni
kom fram að Borgun hefði tekið
umrædda upphæð út, í einni milli-
færslu, nokkrum dögum áður og
þannig átt þátt í áhlaupi sem hafi rýrt
lausafé sparisjóðsins um helming.
Blaðið hafði þá birt fréttir af veikri
eiginfjárstöðu sjóðsins, og viðtal við
Vilhjálm um stöðu mála, sem rann
á endanum inn í Landsbankann 28.
mars, eða tveimur dögum áður en
fréttin um úttekt Borgunar birtist.
Stefán Einar var samkvæmt upp-
lýsingum DV boðaður til skýrslu-
töku sem vitni hjá embætti ríkissak-
sóknara í gær, fimmtudag.
Íhuguðu að krefjast rannsóknar
Stjórnendur Borgunar íhuguðu í
apríl 2015 að krefjast rannsóknar
á því hvort bankaleynd hefði verið
rofin þegar upplýsingar um úttekt
greiðslukortafyrirtækisins rötuðu
í fjölmiðla. Haukur Oddsson, for-
stjóri Borgunar, sagði þá í samtali
við DV að stjórnendum fyrir tækisins
þætti fyllsta ástæða til þess að „lek-
inn“ yrði rannsakaður. Ekki náð-
ist í Hauk við vinnslu fréttarinnar
en samkvæmt upplýsingum DV fór
stjórn Borgunar aldrei fram á að
FME skoðaði málið. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is „Aðkoma
mín að
málinu þolir
alveg skoðun
Mynd SiGtryGGur Ari
Borgun Greiðslukortafyrirtækið átti rúmlega 200 milljónir hjá Sparisjóði Vestmannaeyja.
Mynd EyjAfréttir
Sat í stjórninni Vilhjálmur
Egilsson var síðasti varafor
maður stjórnar Sparisjóðs Vest
mannaeyja. Mynd Hordur SvEinSSon
Tilboð þér að kostnaðarlausu.
Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir
Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna