Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 21
Umræða 21Helgarblað 18.–21. mars 2016
Gefum nú Gróu á
Leiti smá frí
Þetta er samstarfsverkefni á milli ICIJ,
Zeitung, Reykjavík Media og fleiri miðla
Ég vil meiri
umræðu um þetta
Anna Sigurlaug Pálsdóttir skrifaði á Facebook um eignir sínar. – dv.is Jóhannes Kr. Kristjánsson sendi fyrirspurn um félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. – dv.isSigríður Dögg Auðunsdóttir eftir að hún var gagnrýnd í grein á knuz.is. – dv.is
Myndin Horft yfir sæ 400 börn hafa látist á örvæntingarfullu ferðalagi sínu og fjölskyldna sinna yfir Miðjarðarhafið. UNICEF hélt hljóðlátan gjörning á miðvikudag af því tilefni og raðaði 400 böngsum við Sæbraut í Reykjavík.
mynD ÞormAr Vignir
Skiptir máli að skrá upplýsingar um lýtaaðgerðir á kynfærum?
H
eilbrigðisstarfsmenn, ljós-
mæður, kven- og fæðingar-
læknar, hafa lýst áhyggjum af
því að ýmislegt bendi til þess
að tíðni lýtaaðgerða á kynfærum
kvenna fari vaxandi. Áhyggjurnar
stafa af því að langtímaáhrif slíkra
aðgerða á lífsgæði einstaklinga eru
lítt þekkt, hvorki áhrif á meðgöngu
og fæðingu, né á heilsufar yfir ævi-
skeiðið. Meðan upplýsingarnar fást
ekki er erfitt að segja til um hvort
ástæða sé til að bregðast við á ein-
hvern hátt. Af sömu ástæðum er
það áhyggjuefni, ef rétt reynist,
að verið sé að framkvæma lýtaað-
gerðir af þessu tagi á börnum und-
ir 18 ára aldri. Einstakir heilbrigð-
isstarfsmenn vilja meina að slíkt sé
barnaverndarmál.
Fyrirspurn
Vorið 2014 lagði ég fram fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra varð-
andi fegrunar- og lýta-
aðgerðir á kynfærum
kvenna. Í svarinu
kom fram að ekki
lágu fyrir upplýs-
ingar hjá embætti
landlæknis um
fjölda þeirra að-
gerða sem spurt
var um. Í frekari
umræðu um málið
á Alþingi þann 14.
mars sl. kom fram að
skil lækna á upplýsing-
um hafa síst batnað. Land-
læknir kallar árlega inn upplýs-
ingar frá öllum sjálfstætt starfandi
sérfræðingum á landinu. Skil sér-
fræðinga á starfsemisupplýsing-
um til embættisins jukust samhliða
innleiðingu á rafrænni sjúkraskrá
sem auðveldaði gagnaskilin. Þrátt
fyrir það er staðan þannig að upp-
lýsingar vantar frá 10–15% sér-
fræðilækna á árunum 2012–2014.
Lýtalæknar eru meðal þeirra sér-
fræðinga sem ekki skila inn upplýs-
ingum til embættisins og því liggja
ekki fyrir upplýsingar um aðgerðir
á kynfærum kvenna frekar en aðrar
lýtaaðgerðir. Einungis einn af níu
starfandi lýtalæknum hefur skilað
inn umbeðnum starfsemisupplýs-
ingum fyrir árin 2012 og 2013.
Samfélagslegt hlutverk
Samkvæmt lögum um landlækni
og lýðheilsu skal landlæknir halda
heilbrigðisskrár á landsvísu um
heilsufar, sjúkdóma, slys, lyfjaávís-
anir, fæðingar, starfsemi og árangur
heilbrigðisþjónustunnar. Jafnframt
er kveðið á um skyldur heilbrigð-
isstarfsmanna til að veita land-
lækni þær upplýsingar sem honum
eru nauðsynlegar til að halda heil-
brigðisskrána. Tilgangur skránna
er að afla þekkingar um heilsufar
og heilbrigðisþjónustu, hafa eftirlit
með þjónustunni, ásamt því að
nota þær við gerð áætlana um
gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu
og vísindarannsóknum. Það er því
afar mikilvægt samfélagslegt hlut-
verk sem embættið gegnir að þessu
leyti.
Sjálfstætt starfandi sérfræðingar
sem ekki hafa veitt fullnægjandi
upplýsingar í þágu eft-
irlitsins hafa sumir
borið við persónu-
vernd. Hér mæt-
ast ólíkir hags-
munir, báðir
mikilvægir
og umhugs-
unarverðir.
Annars vegar
hagsmun-
ir heilbrigðis-
kerfisins og
þjóðarinnar af
því að embætti
landlæknis geti upp-
fyllt lagaskilyrði sín. Hins
vegar hugsanlegir hagsmunir sjúk-
lings og trúnaðarskylda lækna
gagnvart sínum sjúklingum, sem
á sér stoð í lögum um sjúkraskrár.
Vissulega snýst heilbrigðisþjónusta
oftar en ekki um viðkvæmar upp-
lýsingar. En ég á erfitt með að átta
mig á því hvernig lýtaaðgerðir sem
stundum eru aðgerðir á heilbrigð-
um vef geta verið vandmeðfarnari
upplýsingar en meðferð sjúkdóma.
Er brjóstastækkun viðkvæmari en
krabbamein í brjósti sem leiðir til
brjóstnáms? Er aðgerð á kynfærum
viðkvæmari en keiluskurður eða
meðferð við kynsjúkdómi? Eins
og áður sagði er það mjög mikil-
vægt fyrir þróun og gæði heilbrigð-
isþjónustunnar að fyrir liggi hvaða
heilbrigðisþjónustu er verið að
sinna. Þó að þarna vegist á hags-
munir einstaklinga og samfélagsins
þá geta það verið mjög mikilvægir
hagsmunir þessara sömu einstak-
linga að upplýsingarnar séu skráð-
ar og skili sér á rétta staði í kerfinu,
eftir því sem við á. Nýlegt dæmi um
það er brjóstapúðamálið.
Brýnir hagsmunir
Landlæknir hefur frá árinu 2010
kallað árlega eftir starfsemisupp-
lýsingum í samskiptaskrá sjálfstætt
starfandi sérfræðinga. Tilmælum
um úrbætur hefur verið beint til
þeirra lækna sem ekki hafa orðið við
innköllun embættisins um upplýs-
ingar. Landlækni ber að skýra ráð-
herra frá málinu verði rekstraraðili
ekki við slíkum tilmælum. Því var
erindi sent til ráðherra vegna þeirra
sérfræðinga sem ekki bættu skilin.
Auk þessa úrræðis getur landlæknir,
ef heilbrigðisstarfsmaður brýtur í
bága við heilbrigðislöggjöf lands-
ins, áminnt eða svipt viðkomandi
heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi.
Það eru brýnir hagsmunir sam-
félagsins og einstaklinga af því að
lýtalæknar, eins og aðrir læknar,
skili starfsemisupplýsingum og því
afar mikilvægt að landlæknir leggi
áherslu á að nota allar tiltækar leiðir
til að fylgja upplýsingagjöf sérfræði-
lækna eftir. Hversu lengi er stætt
á því að sýna þolinmæði í þessum
efnum? n
Kjallari
Líneik Anna Sævarsdóttir
þingmaður Framsóknarflokksins
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
sk
h
ön
nu
n
Vetrarkortið
Leggðu rækt við þig
og lifðu góðu lífi!
Velkomin í okkar hóp!