Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 18.–21. mars 2016 Landsins mesta úrval af kókósvörum með heilsuna þína að leiðarljósi www.hberg.is / hberg@hberg.is Fæst í öllum helstu matvöruverslunum V erðmæti fasteignanna á Landssímareitnum við Austurvöll verður 10,5 millj- arðar króna þegar fram- kvæmdum við nýtt lúxus- hótel Icelandair þar lýkur árið 2018. Byggingarnar, þar á meðal gamla Landssímahúsið, eru nú metnar á alls 4,5 milljarða króna en ekki liggur fyr- ir mat á heildarkostnaði verkefnisins. Fullfjármagnað Húsin og lóðirnar á reitnum eru í eigu einkahlutafélagsins Lindarvatn. Icelandair Group keypti helming í fé- laginu í ágúst í fyrra af Dalsnesi ehf. sem er alfarið í eigu Ólafs Björns- sonar, eiganda matvöruheildversl- unarinnar Inness. Dalsnes, sem keypti Landssímareitinn af hæsta- réttarlögmanninum Pétri Þór Sig- urðssyni í desember 2014, á í dag 50% í Lindarvatni á móti helmingshlut Icelandair. Pétur stóð í viðræðum um uppbyggingu á reitnum, sem afmark- ast af Vallarstræti, Thorvaldsens- stræti, Kirkjustræti og Aðalstræti, í níu ár eða frá hausti 2005. Lindarvatn stóð í byrjun mars fyrir 3,1 milljarðs króna skuldabréfaútgáfu til að fjármagna framkvæmdir félags- ins á reitnum. Samkvæmt verðmati sem Íslensk verðbréf unnu vegna út- gáfunnar er reiturinn metinn á 4,5 milljarða króna. Hann verði að lokn- um framkvæmdum, og út frá áætlun- um um væntar leigutekjur, metinn á alls 10,5 milljarða. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns og lögfræðingur Icelandair Group, segir að skuldabréfaútgáfunni sé lokið og að hún sé fullfjármögnuð. „Verkefninu miðar nokkuð vel. Þetta eru auðvitað stór hús þarna og þetta eru bestu lóðirnar á landinu að okkar mati og því teljum við þetta vera mjög verðmætan reit,“ segir Davíð og bendir á að á reitnum séu einnig byggingar sem snúa að Ing- ólfstorgi. Þar sé gert ráð fyrir verslun- um, veitingahúsum og íbúðum. „Við munum nýta sem mest nú- verandi hús en deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýju húsi sunnan við Lands- símahúsið, upp að Kirkjustræti, þar sem við erum að grafa núna. Við höldum gamla Landssímahúsinu og Nasa, það verður endurnýjað, og timburhúsunum við Ingólfstorg en byggjum þar á milli. Við munum leggja til að Nasa verði gert upp í upp- runalegri mynd í anda gamla Sjálf- stæðissalarins.“ Kaupverðið trúnaðarmál Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, og Lindarvatn skrifuðu í ágúst í fyrra undir leigu- samning til 25 ára um rekstur hót- elsins sem verður 160 herbergja. Í þeim sama mánuði gekk Icelanda- ir frá kaupum á 50% eignarhlutnum í Lindarvatni. Eignirnar verða sam- tals um fimmtán þúsund fermetrar að stærð en gert er ráð fyrir að hótel- ið verði þar af um ellefu þúsund fer- metrar. Kaupverðið var ekki gefið upp og segir Davíð það trúnaðarmál. Pétur Þór Sigurðsson seldi Lands- símareitinn í sama mánuði og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra friðlýsti Nasa-salinn. Uppbygging á reitnum hafði þá taf- ist og salan til Lindarvatns átt sér langan aðdraganda. Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dalsness, stað- festi í samtali við DV að kaupin hefðu gengið í gegn í desember 2014. Sagði hún kaupverðið trúnaðarmál og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um eigenda- skiptin. Ekki náðist í Pétur Þór við vinnslu fréttarinnar. Grafir og bein Áform Lindarvatns taka mið af núgild- andi deiliskipulagi sem var samþykkt 2013. Gert er ráð fyrir þakbar á efstu hæð hótelsins, veitingastað á jarðhæð gamla Landssímahússins og heilsulind í kjallara þess. Endanleg hönnun reits- ins mun taka mið af niðurstöðum forn- leifauppgraftar sem nú stendur yfir á bílastæðinu við húsið í Kirkjustræti. „Við byggðum bráðabirgða- hús yfir uppgröftinn til að reyna að standa sem allra best að þessu til að verja svæðið fyrir veðri. Það eru að koma upp þarna beinagrindur og grafir því það var kirkjugarður þarna á svæðinu á árum áður,“ segir Davíð Þorláksson. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Opnar 2018 Davíð Þorláksson, fram- kvæmdastjóri Lindarvatns og lögmaður Icelandair Group, segir að lúxushótelið á Landssímareitnum verði opnað 2018. Hótelið Hér má sjá teikningu af nýju húsunum við Austurvöll sem eiga að rísa skáhallt á móti Alþingishúsinu. Verkefnið er ekki fullhannað. n Verðmæti fasteigna á reitnum verður 10,5 milljarðar n Fjármagna lúxushótel Virði Landssímareitsins eykst um sex milljarða Landssímahúsið Fasteignir á reitnum eru nú metnar á 4,5 milljarða. Byssusýning Veiðisafnsins Rifflar, skammbyssur, herrifflar og haglabyssur til sýnis Á rleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin um helgina. Í ár verður sýningin í samvinnu við verslunina Hlað. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum, meðal annars úr einkasöfnum. Hjálmar í Hlaði og félagar sýna úrval skotvopna sem og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og auka- búnaði. Búnaðurinn verður bæði til sýnis og sölu. Thomas Danielsen frá Zeiss í Þýskalandi verður á staðnum ásamt Arnfinni Jónssyni byssusmið sem kynnir sína vinnu. Kynntir verða rifflar frá Blaser, Sauer, haglabyssur frá Marocchi og Blaser, einnig sjón- aukar frá Zeiss og Meopta ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, endur- hleðsluvörur og margt fleira. Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thor- steinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni, fyrrverandi veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík svo eitthvað sé nefnt. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Veiðisafnsins: www.veidisafnid.is n Veiðisafnið Sýningin verður um helgina og hefst á morgun klukkan 11. Mynd PáLL ReynissOn Dregur í land Sjávarútvegsráðherra, sem áður hafði ákveðið að seinka upphafi grásleppuveiða um 12 daga, hef- ur nú flýtt veiðum um sex daga. Veiðin hefst nú sex dögum síðar en venjulega, eða þann 26. mars. Fyrri ákvörðunin byggði á þeirri staðreynd að mikill meðafli, aðal- lega þorskur, kemur í netin fyrstu daga grásleppuvertíðarinnar. Með seinkun átti að freista þess að minnka sóun, en þorskurinn sem kemur í netin er oft orðinn úldinn þegar grásleppunetin eru dregin. Smábátasjómenn óttast að grásleppan verði byrjuð að hrygna – og rýrni þannig að verð- mæti – þegar veiðar hefjast. Halla í framboð Halla Tómasdóttir, fjárfestir og frumkvöðull, ætlar að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. „Kæru vinir, ég býð mig fram til embættis forseta Íslands og kem til dyranna eins og ég er klædd og ekki einsömul. Fjölskyldan stendur saman í þessu verkefni sem og stór hópur fjölhæfs fólks,“ sagði Halla á blaðamannafundi á heimili sínu. Halla er uppalin í Kópavogi og er gift Birni Skúlasyni, viðskiptafræðingi, og eiga þau tvö börn saman. Halla hefur verið áberandi í viðskiptalífinu undanfarin ár. Hún var sem dæmi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og árið 2007 stofnaði hún Auði Capital, fjárfestingafélag, sem sameinaðist svo Virðingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.