Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 18.–21. mars 201618 Umræða Stjórnmál Magnús Geir Eyjólfsson mge@eyjan.is Stefnir á að E nduruppbygging íslensku utanríkisþjónustunnar er hafin, segir í skýrslu utan- ríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál sem lögð var fram á Alþingi í vikunni. Þar kveður við töluvert annan tón en í skýrsl- unni frá því í fyrra þar sem lesa mátti að ríkisstjórnin væri ófær um að framfylgja eigin utanríkisstefnu sök- um linnulauss niðurskurðar undan- farin ár, þótt það væri ekki sagt ber- um orðum. Tæplega fimm prósenta aukning á fjárlögum ársins er upp- hafið að enduruppbyggingunni. Augljóst fórnarlamb Utanríkismál eru alla jafna efst á blaði þegar kemur að því að skera niður í ríkisrekstri, líkt og gert var eftir hrun. Stórum hluta fjárveiting- anna er ráðstafað í útlöndum þar sem afraksturinn er lítt sýnilegur íslenskum kjósendum. Sú varð og raunin á árunum eftir hrun þar sem rekstrarkostnaður sendiskrifstofa Íslands dróst saman um 30 prósent og útsendum starfsmönnum fækk- aði um fjórðung. Til dæmis er al- mennt viðmið Norðurlanda að við hverja sendiskrifstofu skuli starfa að minnsta kosti þrír útsendir starfs- menn, en rúmur helmingur ís- lenskra sendiskrifstofa er undir þessu viðmiði. Segir í skýrslu ráð- herra að sést hafi þess merki að álag á starfsfólk hafi farið fram úr hófi. Stór verkefni framundan Fyrirséð er að á næstu árum muni umsvif utanríkisráðuneytisins aukast allverulega. Þannig skapar aukinn brottflutningur íslenskra ríkisborgara aukin verkefni. Um 40 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og er Ísland í 6. sæti yfir ríki OECD með hlutfallslega flesta þegna búsetta erlendis. Árið 2014 bjuggu 11,7 prósent þess fólks sem fætt er á Íslandi erlendis, en til sam- anburðar var hlutfallið 5,7 í Finn- landi, 4,6 prósent í Danmörku og 3,5 prósent í Noregi. Þetta þýðir aukið álag á borgaraþjónustu ráðuneytis- ins sem sinnti yfir 30 þúsund erind- um í fyrra. Gert er ráð fyrir áfram- haldandi fjölgun Íslendinga sem dvelja erlendis á næstu árum. Ísland mun gegna formennsku í Norðurskautsráðinu á árun- um 2019 til 2021. Síðast gegndi Ís- land formennsku í ráðinu á árun- um 2002 til 2004, en verkefnið nú er mun umfangsmeira sökum stór- aukins mikilvægis þessa málaflokks. Undirbúningsvinna fyrir formennsk- una hefst strax á þessu ári og felst hún meðal annars í því að móta efn- islegar áherslur Íslands og praktísk- um málum í tengslum við skipulag. Ísland tekur við formennsku í norrænu samstarfi árið 2019 sem kalla mun á málefnavinnu og undir- búning frá árinu 2017. Ísland mun einnig gegna formennsku í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja árið 2019. Þá er ótalin vinna við gerð hinna ýmsu samninga, svo sem hinn um- deilda TiSA-samning, fríverslunar- samninga við ríki í Asíu og Suður- Ameríku og endurskoðun samnings EFTA og Kanada. Þá gæti einnig komið til þess að gera þurfi fríversl- unarsamning við Bretland fari svo að Bretar segi sig úr Evrópusam- bandinu eins og líkur eru á, en við- skipti milli Íslands og Bretlands byggja á EES-samningnum. Samskiptin við Bandaríkin verða sömuleiðis í brennidepli því Bandaríkjaher og aðrar aðildar- þjóðir NATO hafa aukið umsvif sín á norðanverðu Atlantshafi á liðnum árum. Breyttar öryggishorf- ur í Evrópu leika þar stórt hlutverk, meðal annars auknir hernaðar- tilburðir Rússlands. Nýverið bárust fréttir af því að Bandaríkjaher vilji auka hernaðarleg umsvif sín á Keflavíkurflugvelli með því að koma sér upp aðstöðu til kafbátaleitar Æðstu koppar í búri Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur á móti Jens Stolten­ berg sem nýverið tók við stöðu fram­ kvæmdastjóra NATO. Stefán Haukur Jóhann­ esson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, býður þá velkomna. Mynd utAnríkiSráðunEyti ná fyrri Styrk n Enduruppbygging utanríkisþjónustunnar hafin eftir samfelldan niðurskurð Mikilvægi Kína stóreykst Útflutningur til Kína stórjókst í fyrra í kjölfar þess að fríverslunarsamningur milli landanna tók gildi. Unnið er að því að greiða enn frekar fyrir viðskiptum íslenskra fyrirtækja í Kína og þrýsta utanríkisþjónustan og Matvæla­ stofnun á að Kínverjar opni fyrir fleiri tegundir sjávarfangs og landbúnaðar­ vara. Að sama skapi stórfjölgar kínverskum ferðamönnum á Íslandi og heimsóttu 47 þúsund Kínverjar landið í fyrra sem er 87 prósent aukning á milli ára. VIÐ HREINSUM ÚLPUR! Verð frá kr. 2.790 til kr. 3.990. 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.