Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Qupperneq 4
4 Fréttir Vikublað 3.–5. maí 2016
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Seldu Hafnartorg
á fjóra milljarða
n Arcus keypti reitinn umdeilda við Tollhúsið n Fengu lóðirnar á 1,7 milljarða
S
ysturfélag verktakafyrirtæk
isins ÞG Verk, Arcus ehf.,
keypti í síðasta mánuði
þróunarfélagið Reykjavík
Development og þar með
byggingarreitinn Hafnartorg í mið
bæ Reykjavíkur. Reiturinn, sem er
á milli Lækjargötu og Tollhússins,
hefur verið mikið til umfjöllunar
en þar á að reisa nýbyggingar. Sam
kvæmt heimildum DV greiddi Arcus
fyrrverandi eigendum Reykja
vík Development um fjóra millj
arða króna fyrir félagið og lóðirnar
tvær sem mynda reitinn. Reykjavík
Development keypti þær á 1,7 millj
arða króna árið 2014.
„Það er rétt að við vorum að
kaupa þetta félag sem á lóðarrétt
inn á þessum svokallaða Hafnar
torgsreit en kaupverðið er trúnaðar
mál,“ segir Örn Tryggvi Johnsen,
verkefnastjóri ÞG Verks og stað
gengill Þorvaldar Gissurarsonar,
framkvæmdastjóra og eiganda fyrir
tækisins og Arcus.
Fékk lán hjá Arion
Reykjavík Development hét áður
Landstólpi þróunarfélag ehf. Það
keypti lóðirnar af Sítus ehf., fé
lagi í eigu ríkisins og Reykjavíkur
borgar, fyrir rúmum tveimur árum.
Reykjavík Development var þang
að til um miðjan apríl síðastliðinn
í eigu Stólpa ehf. og Landeyjar ehf.,
dótturfélags Arion banka. Stólpar er
í eigu þriggja einkahlutafélaga sem
aftur eru í eigu Gísla Steinars Gísla
sonar, Guðna Rafns Eiríkssonar
og Jóns Helga Sen Erlendssonar,
forsvarsmanna Stólpa, eða aðila
þeim tengdum, sem hafa síðustu ár
unnið saman að öðrum fasteigna
verkefnum í Reykjavík.
Samkvæmt nýjasta ársreikningi
Reykjavík Development keypti það
lóðirnar tvær á samtals 1,7 milljarða
króna. Byggingar og hönnunar
kostnaður nam 149 milljónum í árs
lok 2014 en félagið fékk það ár 1,4
milljarða lán hjá Arion banka. Guðni
Rafn staðfestir í samtali við DV að
félagið hafi haft þann eina tilgang
að halda utan um lóðirnar tvær og
þróun Hafnartorgs. Eins og Örn vill
Guðni ekki gefa kaupverðið upp.
„Kaupverðið er trúnaðarmál.
Hvert sem verðið er geri ég ráð
fyrir að Arion banki þurfi að gera
grein fyrir sínum hluta á einhverj
um tímapunkti. En við erum annars
þessa stundina að setja okkur inn í
málin og það hafa ekki verið tekn
ar neinar ákvarðanir um hvort far
ið verður í breytingar á reitnum. Við
tókum við boltanum eins og hann er
og uppbyggingin mun halda áfram
og fara í fullan gang á næstu dög
um,“ segir Örn Tryggvi.
Ræða kostnaðinn
Framkvæmdir á Hafnartorgsreitn
um vöktu mikla athygli þegar tveir
gamlir hafnargarðar komu þar í
ljós fyrir um ári. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, fyrrverandi for
sætisráðherra, gagnrýndi fram
kvæmdina, útlit þeirra bygginga
sem þar eiga að rísa, og í kjölfarið
friðlýsti Minjastofnun Íslands nýrri
hafnargarðinn í september í fyrra
en hann var byggður 1928. Síðar
var ákveðið að garðarnir yrðu varð
veittir í kjallara nýbygginga á reitn
um. Þáverandi eigendur Reykja
vík Development sögðust þá ætla
að fara fram á að íslenska ríkið
bæri kostnaðinn af því að fjarlægja
garðana og koma þeim fyrir aftur
í endurhönnuðum bílakjallaran
um. Byggingarleyfi fyrir reitinn frá
Reykjavíkurborg fékkst svo 5. apríl
síðastliðinn.
„Við erum ekki búin að mynda
okkur neina afstöðu til þessa máls
en það var komið samkomulag á
milli aðila hvernig þetta yrði gert.
Við erum búin að kaupa félag sem
er búið að samþykkja að setja þessa
garða upp aftur og í því samhengi
þurfa menn væntanlega að ræða
einhverja kostnaðarskiptingu,“ segir
Örn Tryggvi. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Teikningin Nýbyggingar við Hafnartorg verða reistar samkvæmt upphaflegri hönnun PK
arkitekta.
„Hvert sem
verðið er geri ég
ráð fyrir að Arion banki
þurfi að gera grein fyrir
sínum hluta á einhverjum
tímapunkti.
Hafnartorg Búið er að fjarlægja
hafnargarðana tvo sem verktakar
fundu vorið 2015. Þeim verður
komið fyrir í kjallara nýbygging-
anna sem verða á reitnum.
Bam Margera
bar vitni
Tónlistarmaðurinn og Jackass
meðlimurinn Bam Margera
bar vitni á lögreglustöðinni
við Hverfisgötu í gær vegna
líkamsárásar sem hann varð fyrir
á tónlistarhátíðinni Secret Solstice
í fyrra. Þá hefur hann kært þrjá
menn fyrir árásina, þar af þá Gísla
Pálma og Tiny. Þetta staðfestir
lögmaður hans, Sveinn Andri
Sveinsson, í samtali við DV.
Málið vakti heimsathygli
eftir að um það var fjallað fyrst
í íslenskum
miðlum.
Náðist
myndskeið af
árásinni en
þar mátti sjá
Margera verða
fyrir nokkrum
höggum,
meðal annars
frá íslenska tónlistarmanninum
Gísla Pálma.
Vísir greindi frá því í fyrra
að Margera hefði kært en dró
svo þá frétt til baka og hafði
eftir Gunnari Hilmarssyni
aðstoðaryfirlögregluþjóni að
tónlistarmaðurinn hefði ekki
nennt að bíða og farið án þess
að kæra. Nú hefur kæra verið
lögð fram. Þá hefur Margera
látið meta sig af læknum
en Sveinn Andri telur hann
hugsanlega varanlega skaddaðan
eftir árásina. Hann leitaði á
bráðamóttöku Landspítalans eftir
að hafa verið „laminn í klessu“
eins og sjónarvottur á Secret
Solstice komst að orði við DV á
sínum tíma.
DV náði tali af Sveini Andra
sem segir að tónlistarmaðurinn
hafi verið á landinu til að bera
vitni. Hann mun halda til
Finnlands á morgun. „Hann
hefur kært Gísla Pálma, Tiny og
einn til viðbótar. Hann hefur lagt
fram kæru en í dag átti sér stað
formlegur vitnaframburður.“
Sveinn Andri segir að svo
virðist sem kvarnast hafi upp úr
kinnbeini, eða augnbeini, fyrir
neðan vinstra augað. „Hann fékk
hnefahögg í andlitið undir vinstra
auga,“ segir hann við DV.
Sveinn Andri bætir við að
þegar vottorð berst frá læknum
verði metið hvort og hversu
háar bætur verði farið fram á frá
íslensku tónlistarmönnunum.