Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Page 11
Fréttir 11Vikublað 3.–5. maí 2016
Hreinsun á
jakkafötum
3.160 kr.
Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum á Facebook
Opið
Virka daga
08:30-18:00
laugardaga
11:00-13:00
granda
granda
Framkvæmdastjórinn
Fékk nýjan lúxus-Benz
n ríkisstofnunin vtÍ skipti út vW tiguan fyrir mercedes-Benz GlC n kostaði hátt í 7 milljónir króna
að fylla út umsókn til
Bílanefndar ríkisins þar
sem koma þarf fram
meðal annars lýs
ing á hlutverki og
þörfum, áætl
aður akstur á
ári og óskir um
sérbúnað og
aukabúnað.
Þegar
væntanlegir
kaupendur
hafa fengið
heimild hjá
Bílanefnd rík
isins til bíla
kaupa efna
kaupendur til
örútboðs um þær
bifreiðar sem kaupa
skal. Í kjölfar örút
boðs, þar sem leitað er
skriflegra tilboða með
al samningshafa þar sem
besta tilboðið, á grund
velli þeirra krafna og óska
sem gerðar voru, sendir kaupandi
inn pöntunarbeiðni til Ríkiskaupa.
Ríkis kaup panta síðan bifreiðina
fyrir viðkomandi stofnun eða ríkis
fyrirtæki sem skráð verður fyrir bif
reiðinni.
Að sögn Huldu var það stjórn VTÍ
sem tók ákvörðun um kaupin að
loknu útboði. Sigurður Kári Krist
jánsson, lögmaður og fyrrverandi
þingmaður, er formaður stjórnar
VTÍ. Ekki náðist í hann við vinnslu
fréttarinnar þar sem hann er stadd
ur erlendis.
Geta gert óþarfa kröfur
Samkvæmt heimildum DV eru
ákveðnar glufur fyrir kaupendur
bíla í umsóknarferlinu til bílanefnd
ar. Nánar tiltekið þar sem forsvars
menn stofnana og ríkisfyrirtækja
geta gert óskir um sérbúnað og
aukabúnað bifreiða. Þó það sé síð
ur en svo algengt, þá eru dæmi þess
í gegnum tíðina að með því að gera
tilteknar kröfur um ýmsan „óþarfa“
lúxus, vélarafl og/eða togkraft sem
útilokar með því ódýrari og minni
bifreiðar en þrengir möguleikana
niður í dýrari, flottari lúxusbifreiðar
– ef vilji er fyrir hendi.
Þrátt fyrir að ráðgjöf sé veitt
herma heimildir DV að Ríkis
kaup og bílanefnd hafi í raun ekki
vald til að banna stofnunum og
ríkisfyrirtækjum þetta, þrátt fyrir
eftirlitshlutverk sitt. Komið getur
athugasemd frá þeim sem sér um
að panta bílinn, telji hann eitthvað
óeðlilegt á ferðinni, en það getur
brugðist. Bílanefndin er samkvæmt
heimildum DV berskjölduð gagn
vart þessu. n
Sá gamli Framkvæmdastjóri VTÍ hafði þennan VW Tiguan R Line-sportjeppling til afnota en
hann var keyptur nýr í árslok 2012. Reynt er að selja hann núna á bílauppboði. Mynd BilauppBod.iS
l
eikstjórinn og rapparinn Ágúst
Bent var þann 19. febrúar
dæmdur til að greiða Friðriki
Rafni Larsen, stjórnarfor
manni ÍMARK, 488 þúsund krónur í
skaðabætur vegna líkamsárásar. Þá
hlaut Bent einnig skilorðsbundinn
fangelsisdóm.
Þetta kemur fram á Vísi en líkt
og DV greindi frá í janúar síðast
liðnum átti umrædd árás sér stað
á skemmtistaðnum Loftinu þann
14. mars í fyrra. Var Bent ákærður
fyrir að hafa ráðist á Friðrik og sleg
ið hann ítrekað í andlitið með þeim
afleiðingum að hann hlaut ótil
fært brot á vinstra nefbeini, bólg
ur og mar á nefi og augnsvæði og
sprungna vör. Fjölmörg vitni voru
að árásinni. Fyrir dómi játaði Bent
að hafa ráðist á Friðrik og sleg
ið hann en neitaði hins vegar af
leiðingum árásarinnar. Lögfræðing
ur Friðriks setti fram kröfu um fjórar
milljónir í skaðabætur.
Bent mun þurfa að greiða Frið
riki 488 þúsund krónur í skaða
bætur. Þá var hann dæmdur í 60
daga skilorðsbundið fangelsi. n
ritstjorn@dv.is
Ágúst Bent dæmdur fyrir líkamsárás
Játaði að hafa ráðist að Friðriki Rafni Larsen á Loftinu
s
nemma á föstudagsmorgun
var ökumaður stöðvaður
á Eyrarbakkavegi á milli
Eyrarbakka og Selfoss. Í ljós
kom að í bifreið hans var talsvert
magn, um 1.000 grömm, af kanna
bisefnum. Lögreglan á Suðurlandi
greinir frá þessu.
Þar segir enn fremur að maður
inn hafi verið handtekinn og færð
ur í fangageymslu. Frekari rann
sókn leiddi í ljós að maðurinn
var að koma frá geymsluhúsnæði
í Þorlákshöfn þar sem kannabis
ræktun hafði verið stunduð. Þar
var nýafstaðin ræktun og af um
merkjum að dæma mátti ætla að
verið væri að flytja starfsemina á
annan stað.
Sá handtekni viðurkenndi að
hafa verið að aðstoða félaga sinn
við að flytja efnin úr geymsluhús
næðinu en hann hafi ekki komið
að ræktuninni sjálfri. Málið er í
rannsókn og efnin verða send til
rannsóknar. n
ritstjorn@dv.is
Með kíló af kannabis í bílnum
Kannabisræktun upprætt í Þorlákshöfn
Kannabis Myndin tengist ekki fréttinni
beint. Mynd löGreGlan