Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Qupperneq 13
Vikublað 3.–5. maí 2016 Fréttir 13 vita. Þá hefðu dagar Morteza verið taldir í heimalandinu. Handtekinn í Teheran Morteza lauk mastersgráðu sinni á Indlandi og hugði á doktorspróf í sömu fræðum. Hann þurfti að fara heim til Íran til þess að sækja um vegabréfsáritun í tengslum við fram- haldsnámið en kom þá að lokuðum dyrum. „Viðskiptabann Bandaríkj- anna og Sameinuðu þjóðanna þýddi að íranskir nemendur fengu ekki lengur vegabréfsáritun til Indlands,“ segir Morteza. Hann var fastur og var nauðugur sá kostur að hætta við námið og byrja að vinna fyrir sér sem enskukennari í Azad-háskólanum í Teheran. Þar var hann neyddur til þess að mæta ásamt öðru starfsfólki í hádegisbæn að íslömskum sið á hverjum einasta vinnudegi. Morteza sagði aðeins nokkrum vinum sínum frá því að hann væri orðinn kristinn og þar sem áhugi þeirra var mikill fór hann að sýna þeim Biblíuna sína og segja þeim frá trú sinni. Það átti eftir að koma í bakið á honum því dag einn hringdi bróðir hans í hann. „Hann sagði mér að lögreglan hefði rannsakað íbúðina mína og fundið Biblíurnar sem ég átti. Búið var að fletta ofan af mér og því varð ég að flýja,“ segir Morteza. Hann yfirgaf heimabæ sinn en nokkru síðar var hann handtek- inn af lögreglunni. Það varð honum hins vegar til happs að bróðir hans þekkti lögreglustjóra í umdæminu og gegn því að greiða hátt gjald leyfði hann Morteza að flýja. Ætlaði til Kanada „Ég keypti franska vegabréfsáritun fyrir mikið fé af smyglara. Síðan hélt ég til Evrópu en þorði ekki til Frakk- lands því þeir myndu eflaust senda mig aftur til Írans vegna falsaðrar áritunar. Ég ferðaðist því til Svíþjóðar og reyndi að sækja þar um hæli,“ segir Morteza. Sænsk yfirvöld hafi hins vegar hafnað umsókn hans og ákveðið að flytja hann til Frakklands. „Frakkar stunda mikil viðskipti við Íran og samskipti þjóðanna því mik- il. Þeir myndu að öllum líkindum senda mig aftur til Íran. Þess vegna faldi ég mig í nokkra mánuði í Sví- þjóð og fjárfesti í fölsuðu vegabréfi til þess að freista þess að komast til Kanada,“ segir Morteza. Svo langt komst hann þó ekki. Hann var handtekinn í Keflavík og sendur í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvær vikur. Þegar hann losn- aði úr prísundinni keypti hann sér gistingu í gistiheimili. Fljótlega varð hann uppiskroppa með fé og þegar hann hafði ekki borðað nema eina litla máltíð á dag í fjóra daga þá leit- aði hann til Útlendingastofnunar. Úr varð að hann sótti um hæli hér- lendis. „Ég vissi ekkert um Ísland þegar ég kom hingað. Hér líður mér hins vegar vel og get um frjálst höf- uð strokið. Ég sæki kirkju reglu- lega og hef verið að kynna kristna trú fyrir öðrum hælisleitendum,“ segir Morteza sem einnig hefur sótt tungumálanámskeið hjá Mími. Hann segist vera afar þakklátur fyrir það viðmót sem hann hefur fengið hérlendis. Til dæmis hafi hann fengið lán upp á 30 þúsund krónur frá Laugarneskirkju til þess að greiða fyrir lögfræðiaðstoð. Skelfilegar aðstæður í Frakklandi Morteza er undrandi á því hversu Útlendingastofnun horfi ískalt á regluverkið og sendi hann á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar til Frakklands. „Út af nánum samskipt- um Frakklands og Írans þá verð ég örugglega sendur aftur til heima- lands míns. Ef svo ólíklega vildi til að ég yrði ekki sendur til Íran þá er ekki björt framtíð framundan í Frakk- landi. Aðstæður fyrir flóttamenn eru skelfilegar þar, ekkert húsaskjól né möguleiki til þess að koma undir sig fótunum. Flestir búa í tjaldbúðum í vosbúð og eymd. Fólk fær ekki að borða dögum saman,“ segir Morteza. Hann bendir á að í byrjun mars hafi nokkrir íranskir ríkisborgar saumað fyrir munn sinn í „Frumskóginum“, alræmdum tjaldbúðum við Calais í Frakklandi, til þess að mótmæla tómlæti franskra yfirvalda í þeirra garð. Óvissan og dökkar framtíðar- horfurnar fara eðlilega illa í Morteza. „Ég get ekki sofið fyrir martröðum. Ég er manneskja eins og bræður ykkar og synir. Þið mynduð ekki senda þá út í opinn dauðann. Ég vil bara fá að lifa í friði,“ segir Morteza. Hann veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi, þó að ákvörðun þess efnis liggi fyrir. n „Ég get ekki sofið fyr- ir martröðum. Ég er manneskja eins og bræður ykkar og synir. Morteza Songolzadeh Hefur dvalið á Íslandi í níu mánuði og dreymir um að fá að byggja upp líf sitt hér. Hann heldur á skjali sem staðfestir dauðadóm yfir honum í heimalandi sínu Íran en hann hlaut hann fyrir að afneita íslam og gerast kristinn. F yrrverandi bílstjóri hjá Ferða- þjónustu fatlaðra var 29. apríl síðastliðinn sakfelldur fyrir kyn- ferðisbrot gegn greindarskertri konu. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um nauðgun. Maðurinn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann var dæmd- ur til þess að greiða konunni 600 þús- und krónur í miskabætur. Brotin áttu sér stað á þriggja mánaða tímabili í byrjun árs 2013, í fjögur skipti alls. Konan hélt því fram að bílstjórinn hefði káfað á henni innan og utan klæða auk þess að stinga fingri upp í leggöng hennar. Þá taldi hún einnig að maðurinn hefði nauðgað henni. Maðurinn var einn með konunni í bílnum þegar brotin áttu sér stað en frásagnir vitna, aðal- lega starfsfólks sambýlis sem konan dvelst á, studdu framburð hennar. Þannig sögðu sérfræðingar að konan gæti ekki skáldað slíka frásögn og hvað þá endurtekið hana nánast óbreytta. Varðandi kynferðisbrot- in var framburður hennar afar stað- fastur. Aðeins varðandi hina meintu nauðgun var framburður hennar á reiki auk þess sem skoðun kvensjúk- dómalæknis leiddi í ljós að meyjar- haft hennar var órofið og því útilokað að getnaðarlim hefði verið stungið inn í leggöng konunnar. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka að fingri hefði verið stungið inn í þau. Maðurinn neitaði sök en fram- burður hans var metinn ótrúverðugur. Hann kvaðst ekki hafa haft neinar upplýsingar um fötlun konunnar en sérfræðingar héldu því fram að enga sérstaka kunnáttu þyrfti til þess að átta sig á henni. Meðal annars neitaði hann því að hafa kallað konuna „gull- molann sinn“ en vitni heyrðu hann viðhafa þau orð. Bílstjórinn hafði ekki áður komið við sögu lögreglu. n bjornth@dv.is Skilorð fyrir kynferðisbrot Bílstjóri Ferðaþjónustu fatlaðra sýknaður af ákæru um nauðgun Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira V E R T GJÖRIÐ SVO VEL! Tilbúin kakósúpa frá Mjólku - einfalt, gott og fljótlegt. NÝTT! til bú in í matinn tilbúin í ma tin n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.