Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Side 15
Bón & bílaþvottur Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 3. maí 2016 É g er mikill bíladellukall og vil hafa bílana mína hreina og fína. Ég var alltaf að leita að virkilega góðum hreinsiefnum sem væru auðveld í notkun og var ekki nógu ánægður með efnin sem voru til hérna heima. Svo dett ég inn á þessa síðu á netinu þar sem menn eru að tala um þessar vörur og héldu ekki vatni yfir þeim. Ég hafði samband við Adam's af því mig langaði í allt í línunni og spurði þá hreinlega hvort þá vant­ aði ekki umboðsaðila á Ís­ landi.“ Þetta segir Hilmar Jak­ obsen, eigandi fyrir­ tækisins Adams bílahreinsivörur, en í gegnum það flyt­ ur hann inn og selur hreinsiefni frá banda­ ríska framleiðandan­ um Adam's Polishes, en vörurnar eru afar róm­ aðar meðal bílaáhuga­ fólks sem nýtur þess að hafa bílana sína tandur­ hreina og glansandi að innan sem utan. „Þeir sem vilja halda bílunum sínum hreinum og fínum finna rosa­ legan mun þegar þeir fara að nota þessi efni. Bíllinn verður til dæm­ is ekki lengur skýjaður eftir bónun, auk þess sem það eru til rosalega fín efni til að setja á rúður og virka vel undir þurrkunum. Ég þurfti til dæm­ is bara að setja rúðupiss tvisvar á bíl­ inn minn í vetur,“ segir Hilmar, en hann býður auk annars heppilega lausn fyrir bílaþvottinn að utan: „Margir fara með bílana sína á þvottaplan og þvo þá með kústum. Það rispar lakkið á bílnum. Ég sel fötu með tveimur svömpum og sjampói og handklæði. Þetta er svona grunn­ pakki. Þetta notarðu til að þvo bílinn þinn. Það er drullugrind í botninum á fötunni þannig að drullan leitar ekki í vatnið.“ Í Adam's­línunni eru líka öll efni til að bóna bílinn, þrífa að innan, jafnt leður sem tauá­ klæði, og frábær hreinsiefni á rúðugler. Hilmar hefur farið þá leið að selja vörurnar í einkasölu en ekki setja þær á bensín­ stöðvar eða í aðrar versl­ anir, vegna þess að ráð­ gjöfin er mikilvæg: „Þegar þú kaupir þessar flottu vörur vil ég geta sagt þér hvernig á að nota þær. Ekki að þú farir bara út í búð og takir eitthvað úr hillunni sem þú veist ekki alveg hvernig þú átt að nota. Hérna færðu persónulega ráðgjöf. Hvað vantar þig, hvað viltu gera – þá er það þetta efni sem ég tel að þú eigir að nota – og þú notar það svona.“ Viðskiptavinir geta síðan alltaf haft samband við Hilmar ef þá vant­ ar frekari ráð eða ef þeir lenda í ein­ hverjum vandræðum. Hann segir að margir vanmeti gildi þess að halda bílum sínum eins hreinum og fínum og kostur er: „Bílar eru dýr fjárfesting og fólk er oft að umgangast þá bara eins og skítuga skó. Það þarf að vanda til verka við halda bílnum hreinum og fínum og ég er með lausnirnar til þess sem bæði virka vel og eru þægilegar.“ Þess má geta að á heimasíðu fram­ leiðandans, adampolishes.com, er að finna afbragðsgóð og skemmtileg kennslumyndbönd sem sýna notkun þess sem í boði er. Meðal margra spennandi nýjunga er H20 Guard and Gloss sem í senn verndar lakkið fyrir skemmdum og gefur því frábæran gljáa. Fyrir þá sem vilja fá nánari upp­ lýsingar um vörurnar eða kaupa þær er gott að hafa samband í einkaskila­ boðum á Facebook­síðunni eða með því að hringja í Hilmar í síma 699­ 3315. n Hreinsivörur fyrir bílinn frá a til ö og persónuleg ráðgjöf Adams bílahreinsivörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.