Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 3.–5. maí 201616 Sport Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni Fabien Barthez Markvörðurinn lagði skóna á hill- una 2007 og hefur síðan lagt fyrir sig akstursíþróttir. Þessi skrautlegi knattspyrnumaður fyrrverandi, nú 42 ára, átti frábæran feril í boltan- um. Hann hefur einnig unnið titla í kappakstrinum. Þannig varð hann Frakklandsmeistari í ralli 2013. Lilian Thuram Thuram var einn öflugasti varnar- maður sinnar kynslóðar. Hann lék 142 landsleiki og er leikjahæstur í sögu franska landsliðsins. Hann lék með liðum á borð við Parma og Juventus á Ítalíu og Barcelona á Spáni. Þegar ferlinum lauk stofnaði hann Lilian Thuram Foundation, sem vinnur að því að eyða kynþátta- fordómum í knattspyrnu. Hann hef- ur látið sig varða réttindabaráttu samkynhneigðra, auk þess að gefa út bók og starfa fyrir UNICEF. Marcel Desailly Kletturinn, eins og hann var kall- aður, var einn besti varnarmaður í heimi og varð með franska lands- liðinu bæði heims- og Evrópumeist- ari. Hann vann Meistaradeildina bæði með Marseilles og AC Milan. Hann hefur í tvígang falast eftir landsliðsþjálfarastarfi (Ghana og Malasía) en ekki fengið starf. Hann starfar sem álitsgjafi í sjónvarpsþátt- um og hefur lagt góðgerðasamtök- um á borð við 1GOAL, Education for All og Charity OrphanAid Africa lið. Laurent Blanc Varnarmaðurinn lék á ferli sínum með liðum á borð við Barcelona, Inter Milan og Manchester United. Hann hefur fengist við þjálfun síðan; gerði Bordaux að meisturum 2009 og stýrði franska landsliðinu um tíma. Um þessar mundir raðar hann inn titlum hjá Paris St. Germain. Bixente Lizarazu Lizarazu er einn 39 leikmanna sem státa af því að hafa orðið heimsmeistari, álfumeistari (EM), orðið landsmeistari með félags- liði og unnið álfukeppni félagsliða (Evrópumeistaratitill). Hann hætti að spila 2006 og sneri sér fyrst um sinn að brimbrettum, áður en hann fann fjöl sína í brasilísku jiu-jitsu. Hann stóð til að mynda uppi sem sigurvegari á opnu móti í Portú- gal, 2008, í flokki þeirra sem höfðu blátt belti. Hugur hans stefnir til knattspyrnuþjálfunar. Patrick Vieira Miðjumaðurinn grjótharði var í vinningsliði Frakka á HM 1998 og EM 2000. Hann lék sín bestu ár hjá Arsenal en fór svo til Juventus, Inter og Manchester City. Vieira þjálfaði um tíma unglingalið Manchester City, sem og varaliðið, en fluttist síð- an til New York. Hann hefur kom- ið að uppbyggingu knattspyrnu- akademíu City í Senegal en hann er sjálfur fæddur í Dakar. Didier Deschamps Þessi frábæri fyrrverandi knattspyrnumaður er landsliðsþjálf- ari Frakklands og mun stýra liðinu á heimavelli. Frakkar vonast eftir fyrsta titlinum síðan 2000. Zinedine Zidane Zidane var einhver besti leikmaður sinnar kynslóðar. Hann var kjör- inn leikmaður keppninnar þegar Frakkar urðu Evrópumeistarar árið 2000. Hann lagði skóna á hilluna 2006 en sneri aftur í knattspyrnuna þegar hann gerðist ráðgjafi Flor- entino Perez, stjóra Real Madrid. Hann var aðstoðarmaður Carlos Ancelotti 2013–2014, stýrði B-liðinu um skeið en tók við aðalliðinu í upphafi þessa árs. Hann eygir enn von um að vinna La Liga og Meistaradeildina. Christophe Dugarry Eftir að framherjinn lagði skóna á hilluna, árið 2005, hefur hann starf- að sem álitsgjafi og lýsandi í frönsku sjónvarpi. Hann hefur þótt umdeild- ur vegna skorts á hlutlægni gagnvart þeim félögum sem hann lék með á ferlinum. „Við eigum boltann!“ hrópaði hann einu sinni í leik PSG og Marseille. Hann býr í Bordaux og á þar öldurhús. Youri Djorkaeff Djorkaeff starfrækir góðgerðasam- tök sem hafa það að markmiði að veita börnum í New York tækifæri til að æfa knattspyrnu. Hann hefur einnig unnið að góðum málefnum í upprunalandinu, Armeníu, og dreymir um að þjálfa lands- lið Armena, einn daginn. Þá hefur Djorkaeff, sem er frambærilegur söngvari, gefið út tónlist. Thierry Henry Henry spilaði til ársins 2014. Hann starfar í dag sem álitsgjafi hjá Sky samhliða því að vera í þjálfara- námi. Hann hyggur á þjálfun í fram- haldinu. Hver veit nema hann taki einn daginn við liði Arsenal? Hvar eru meistararnir frá 2000? Einn fór í rall, annar gefur út tónlist og nokkrir gefa til góðra málefna F rakkar urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu árið 2000. Í liðinu voru margir frábærir leik- menn og litríkir karakterar. Í sumar verður EM haldið í Frakklandi, eins og flestir vita. Vefsíð- an FourFourTwo hefur af því tilefni tekið saman hvar sigurvegararnir fyrir 16 árum eru í dag. Hér eru taldir upp þeir leikmenn sem byrjuðu úr- slitaleikinn. n baldur@dv.is Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Allt til hanny rða160 garnt egundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.