Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Síða 23
Menning 19Vikublað 3.–5. maí 2016 Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. n Í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á meistaranám í sviðs- listum við Listaháskóla Íslands. Meðal kennara í náminu verða tveir þekktir erlendir sviðslista- menn, ítalski gjörningalistamaður- inn Franko B, og Kirsten Delholm, stofnandi og listrænn stjórnandi Hotel Pro Forma. n Á dögunum opnaði nýr íslenskur vefmiðill um myndlist, Artzine.is. Þar munu birtast greinar, pistlar, viðtöl og upplýsingar um viðburði í íslensku myndlistarlífi. Ritstjóri er Helga Óskarsdóttir. n Raftónlistargoðsögnin Hans- Joachim Roedelius er einn þeirra sem mun koma fram á Extreme Chill tónlistarhátíðinni í júlí. Þessi rúmlega áttræði Þjóðverji er mikill frumkvöðull í tilraunakenndri raf- og sveimtónlist. Hann stofnaði til að mynda Krautrock-sveitirnar Cluster og Harmonia á áttunda áratugnum. n Um þessar mundir fagnar KEX- Hostel fimm ára afmæli sínu. Gisti- heimilið hefur á þessum árum orðið áberandi í tónlistarlífi Reykjavíkur. Í byrjun vikunnar var tilkynnt að KEX hefði nú stofnað ferðasjóð sem mun hafa að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim í tónleikaferðum. Einni milljón verður úthlutað úr sjóðnum á hverju ári. Úr listheiminum Hans-Joachim Roedelius L eikhópurinn Sómi þjóðar frumsýndi Könnunarleið- angur til KOI í Tjarnarbíói síðastliðinn föstudag. Verkið gerist í framtíðinni, íslensku vísindamennirnir Vilhjálmur og Ísak hafa nánast lokið ríflega 900 daga geimferðalagi til plánetunnar KOI-3010. Markmið fararinnar er að rann- saka hvort KOI henti mannkyninu sem framtíðaraðsetur. Jörðin hefur verið lögð í rúst og það liggur á að finna ný búsetuúræði. Fleiri geim- för eru á sömu leið en okkar við- kunnanlegu, snjöllu og glæsilegu landar eru að sjálfsögðu fremst- ir í för. Skömmu fyrir væntanlega lendingu er bankað á geimskipið. Særð og hrakin geimvera leitar ásjár hjá þeim félögum sem hleypa henni inn í loftlás skipsins á meðan þeir ákveða næstu skref. Að mörgu er að hyggja er menn taka að sér geimverur. Vilhjálmur og Ísak velta málinu rækilega fyrir sér og reyna að taka tillit til fjöl- margra þátta. Afstaða þeirra sveifl- ast til og frá eins og pendúll á klukku og niðurstöður lýðræðislegra kosn- inga munu líklega velta á því á hvaða tímapunkti kosið verður. Stuttu síðar kemur geimfarið svo loksins á áfangastað. KOI er líkust paradís og ljóst að vandi mannkyns er leystur, smjör drýpur af hverju strái og rými fyrir alla. Aðeins einn stjórnskipulagslegur galli verður á vegi þeirra félaga en vart er til sá vandi sem íslenskir útrásarvíkingar ráða ekki við, eða hvað? Samið og æft á einum mánuði Líkt og verkið MP5 sem þeir Hilmir og Tryggvi sömdu og settu upp fyrir rúmu ári þá er nær öll vinna verks- ins í þeirra höndum. Verkið er svo frumsýnt eftir einungis mánaðar- vinnu. Með þessum hætti tekst þeim að halda í við samtímann sem er mikilvægt þar sem umfjöll- unarefnið er flóttamannavandinn. Sögulegur rammi verksins býður upp á nær ótakmarkað frelsi jafnt til útúrdúra og lausna og er þokka- lega nýttur. Hátækniumhverfi geimfarsins er skemmtileg andstæða við ofur- venjulegar persónurnar og glímu þeirra við málefni líðandi stundar. Þeim félögunum tekst vel að koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum og því hvernig einföld umræða út frá þröngu sjónarhorni getur auð- veldlega stjórnað afstöðu fólks til flókinna málefna. Verkið tekur nokkrum sinnum óvænta stefnu og er líklegt til þess að koma leikhús- gestum nokkuð á óvart. Það breytist til dæmis í veglega söngleikjaupp- færslu á einum tímapunkti og dreg- ur þannig óborganlegt dár af fjöl- sóttri sýningu hér í bæ og þátttöku áhorfenda í stuðinu. Mistök urðu óvænt djásn sýningarinnar Þrátt fyrir stuttan tíma til uppsetn- ingar verksins þá var enga streitu að merkja hjá þeim Hilmi og Tryggva. Túlkun þeirra var einlæg og ein- kenndist augsýnilega af góðri vin- áttu og miklum húmor. Örlitlir hnökrar komu upp á frumsýningu en leikararnir brugðust við með þeim hætti að leitt hefði verið að fara á mis við þá. Það kom áhorfendum í opna skjöldu hversu samviskusamlega þeir viðurkenndu mistök sín og gerðu enga tilraun til að fela þau, þrátt fyrir að vera undir frumsýn- ingarpressu. Færa mætti rök fyrir því að slík viðbrögð ættu ekki síður erindi til áhorfenda en umræðan um flóttamannavandann. Sam- tölin voru lipur og margir ágætir sprettir en verkið líður fyrir að vera langdregið á köflum og stundum svolítið endurtekningarsamt. Það fæðast engin ný sannindi en sjónar- horninu er snúið á ýmsa kanta, að- ferðafræðin er spennandi og höf- undarnir hugmyndaríkir. Það hefði verið áhugavert og örugglega mjög skemmtileg að sjá heimildamynd um uppfærsluna. n Snarræði á sviði Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Könnunarleiðangur til KOI Leikstjórn, leikarar, handrit, sviðshreyfingar, leikmynd, hljóðheimur og ótal margt fleira: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson Ljósahönnun: Fjölnir Gíslason Sýnt í Tjarnarbíói „Það fæðast engin ný sannindi en sjónarhorninu er snúið á ýmsa kanta, aðferða- fræðin er spennandi og höfundarnir hug- myndaríkir. Útrásarvíkingar Íslensku vísinda- mennirnir Vilhjálmur og Ísak hafa nán- ast lokið ríflega 900 daga geimferða- lagi til plánetunnar KOI-3010 -– þegar flóttageimvera knýr á dyrnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.