Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Page 30
26 Fólk Vikublað 3.–5. maí 2016
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
13.900 kr. fyrir 2 með morgunmat
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
Láttu fara
vel um þig
nóttina fyrir
eða eftir flug
og gistu hjá
okkurNý rúm frá RB
rúm
1. maí til 15. júní
Guðrúnartúni 4,
105 reykjavík
Sími: 533 3999
www.betraGrip.iS
Opið
virka
daga frá
kl. 8–17
gæða
dekk á
góðu
verði
David Bowie
heiðraður í Hörpu
Minningartónleikar um David Bowie voru haldnir á
föstudagskvöldið í Eldborgarsal Hörpu. Þar stigu
fjölmargir landsþekktir söngvarar og hljóðfæraleikar-
ar á svið og heiðruðu minningu þessa fallna meistara.
David Bowie lést þann 10. janúar síðastliðinn, en hann
er án efa einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma.
Valdimar Tónarnir frá þessum ljúfa
söngvara runnu inn í eyrun eins og hunang.
Högni Egilsson
Frábær á sviði
eins og alltaf!
Stefán Jakobsson Söngvari Dimmu
undir áhrifum meistarans.
Andrea Gylfadóttir Stórsöngkonan var
ein þeirra sem heiðruðu Bowie á tónleikunum.
Þór Beiðfjörð Söngleikja-
söngvarinn í miklum ham.
Karl Örvarsson Karl var
einn þeirra sem skipulögðu
tónleikana.
Sigurður Guðmundsson
Söngvarinn og bakaradreng-
urinn Sigurður steig á svið.
Sviðsreynslan kemur ekki í veg fyrir stress hjá Bryndísi Ásmundsdóttur
K
annski má líkja þessu við að
bjóða í afmæli og vera log-
andi hræddur um að enginn
mæti.“
Þetta segir Bryndís Ásmunds-
dóttir, söng- og leikkona, um stress-
ið sem fylgir því að setja upp tón-
leika. Þegar blaðakona nær af
henni tali er hún á fullu að undir-
búa minningartónleika um Amy
Winehouse, sem haldnir verða í
Gamla bíói á miðvikudaginn.
Það kemur kannski á óvart að
þessi sviðsvana kona skuli verða
andstutt, flökurt og svitna ótæpi-
lega áður en hún kemur fram.
Orkan frá áhorfendum
„Ég alltaf mjög kvíðin áður en ég
stíg á svið, sama hvað ég er að gera.
Ég fæ líkamleg einkenni og er oft al-
veg að drepast. Geng um gólf með
hjartað í hálsinum. Þegar ég er hins
vegar komin upp á svið og sé áhorf-
endur hverfur stressið eins og dögg
fyrir sólu. Það er eins og áhorfend-
urnir gefi mér orku sem róar mig
strax. Í aðdragandanum reyni ég
að sjá þetta augnablik fyrir mér,
þegar ég er komin upp á svið ásamt
hljómsveitinni. Það hjálpar.“
Amy líkaði vel við litla staði
Bryndís segist þó vera vel stemmd
fyrir tónleika vikunnar, enda féll
dagskráin vel í kramið hjá gestum
sem sáu hana fyrr í vetur.
„Gamla bíó er stærri staður en
Rósenberg og Græni hatturinn á
Akureyri, þar sem við höfum flutt
dagskrána áður. Allir staðirnir
eru samt frekar litlir og henta
prógramminu vel. Amy leið best
á sviði í litlum klúbbum, þar sem
nánd við áheyrendur var mikil
og fyrir mér er það hluti af því að
heiðra minningu hennar.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Bryndís stígur á svið Gamla bíós.
Hún tók þátt í rokksöngleiknum Jan-
is 27, sem fjallaði um ævi Janis Jopl-
in, og uppskar Grímutil nefningu
sem besta söngkonan árið 2009.
„En ég kom fyrst upp á þetta
svið 12 ára gömul þegar ég lék í Litla
sótaranum, sem Óperan setti upp.
Mér þykir svo vænt um þetta hús og
alla söguna á bak við það.“
Tónleikar
Bryndísar
og félaga
hefjast kl.
21, mið-
viku-
dags-
kvöldi
4. maí.
Miðasala
fer fram á
midi.is. n
Andstutt, flökurt og með svima
Bryndís Ásmundsdóttir Losnar
við stressið þegar hún stígur á svið.
Mynd ÞOrMAr ViGnir GunnArSSOn