Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 15.–18. júlí 20164 Fréttir
Þ
að er afar mikilvægt að skrá-
setja söguna núna enda eru
margir þeirra sem þekkja
hana best komnir á áttræðis-
aldur. Tíminn er núna. Við
gripum tækifærið því fegins hendi
þegar það kom upp enda á ég ræt-
ur mínar að rekja til þessa staðar og
ólst upp við sögur af þessum mann-
virkjum,“ segir Álfrún Perla Baldurs-
dóttir, sem ásamt Árna Frey Magnús-
syni, kærasta sínum, skrásetur sögu
manngerðra hella á landi Ægissíðu í
Rangárþingi ytra í sumar. Verkefnið
er til komið að frumkvæði forsvars-
manna Stracta-hótelsins á Hellu
sem töldu að hagur væri af fleiri
áhugaverðum viðkomustöðum fyrir
ferðamenn á svæðinu. Þeir höfðu því
samband við afa Álfrúnar Perlu, Þór-
hall Ægi Þorgilsson, sem býr á Ægis-
síðu, varðandi aðgengi ferðamanna
að hellunum og þannig fór boltinn
að rúlla.
Draumurinn að búa til safn
Forsvarsmenn Stracta fengu 1,5
milljóna króna styrk til þess að
vinna að endurbótum á hellunum
og tryggja varðveislu þeirra en síð-
an fengu Álfrún Perla og Árni styrk
frá Nýsköpunarsjóði námsmanna
til þess að skrásetja sögu hellanna.
„Markmiðið er að búa til hljóðleið-
sögn um fimm hella sem heppileg-
ir eru til sýningar og draumurinn er
að opna safn á jörðinni. Alls eru hell-
arnir tólf, svo vitað sé, á landi Ægis-
síðu. Einungis tveir þeirra eru not-
aðir enn þann dag í dag og eru það
Skagahellir og Búrhellir og eru þeir
báðir notaðir sem búr og geyma að-
allega kartöflur,“ segir Álfrún Perla.
Að öðru leyti hafa hellarnir ekki ver-
ið í notkun frá 1975 og því voru þeir
farnir að grotna niður að einhverju
leyti út af veðrun. Von Álfrúnar Perlu
er að verkefnið verði til þess að varð-
veisla hellanna verði tryggð.
„Þú skrifar ekkert sérstakan
kafla um fjósið þitt“
Sannað er að hellarnir eru mann-
gerðir og eru rúmlega 200 slík
mannvirki á Suðurlandi. Slíkir hell-
ar þekkjast ekki í Skandinavíu en eru
vel þekktir í Írlandi og víðar í Evrópu
og því er innblásturinn mögulega
kominn þaðan. „Það er munnmæla-
saga í sveitinni að papar hafi hogg-
ið út hellana. Sú hugmynd kviknaði
á 19. öld hjá Einari Benediktssyni. Í
einum hellinum, Fjóshelli, er kross í
botni hans og þaðan kemur mögu-
lega þessi tenging við kristni og
papa. Pabbi minn, Baldur Þórhalls-
son prófessor, ólst upp við þessar
sögur og er alveg sannfærður um að
þær séu sannar,“ segir Álfrún Perla
og hlær. Lítið er til af skrásettum
heimildum um hellana en þær elstu
eru frá 12. öld. Tilfinning Álfrún-
ar Perlu er sú að hellarnir hafi alltaf
verið hluti af búháttum á Suðurlandi
og því hafi þeir ekki þótt merkilegir
sem slíkir. „Þú skrifar ekkert sérstak-
an kafla um fjósið þitt, þetta er bara
fjós,“ segir Álfrún Perla kímin.
Hún segir að skrásetningar-
starfið hafi leitt ýmislegt í ljós
sem bendir til þess að hellarn-
ir séu frá landnámi. „Ég fann frá-
sögn í bók þar sem kom fram að
þegar íbúðarhús á jörð Ægissíðu 2
var byggt árið 1966 þá hafi komið
í ljós langeldur og landnámsskáli.
Svo virtist sem skálinn hefði verið
tengdur einum hellinum. Afi hafði
ekki hugmynd um þetta en konan
sem byggði húsið ásamt fjölskyldu
sinni mundi vel eftir því. Þetta
þótti bara ekkert merkilegt á sínum
tíma,“ segir Álfrún Perla. n
„Tíminn er núna“
n Álfrún Perla og Árni Freyr skrásetja manngerða hella á ættaróðali Álfrúnar
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is „Markmiðið er að búa til hljóð-
leiðsögn um fimm hella
sem heppilegir eru til sýn-
ingar og draumurinn er að
opna safn á jörðinni.
Álfrún Perla og Árni Freyr Skrásetja sögu
manngerðra hella á ættaróðali Álfrúnar Perlu
í sumar. Markmiðið er að gera ferðamönnum
kleift að skoða hellana með hljóðleiðsögn
sem og að tryggja varðveislu þeirra.
Fjárhellir
Hér sést Árni Freyr
standa í Fjárhelli en
hellarnir eru margir
hverjir stórir og
rúmgóðir.
Krossmark Innst í Fjósahelli má sjá þetta
trúartákn og telja sumir að þar sé komin
tenging við papa.
Sjálfstætt
starfandi
apótek
í Glæsibæ
Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00
Okkar markmið er að veita þér og þínum
framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn
Uppakomur • Leikir • Tilboð
ÞITT BESTA VAL Í LITUM
HANNAH NOTAR
LIT 3-65
PALETTE DELUXE
NÚ MEÐ LÚXUS
OLEO-GOLD ELIXIR
GERÐU LIT
AÐ LÚXUS
FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ*
NR. 1 Í EVRÓPU
NÝTT