Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 15.–18. júlí 201620 Fólk Viðtal
Einu eggin á neytendamarkaði
með löggilda vottun
Lífrænu hænurnar
hjá Nesbúeggjum
• Fá lífrænt fóður
• Fá mikið pláss
• Njóta útiveru
nesbu.is
NESBÚ
EGG
P
áll Magnússon er á nýj-
um vettvangi sem um-
sjónarmaður þáttarins
Sprengisands á Bylgjunni
og viðtöl hans þar hafa vak-
ið athygli og iðulega ratað í fréttir
enda er Páll laginn við að laða það
besta fram úr viðmælendum sín-
um, þar á meðal fréttnæma hluti.
Páll er þaulvanur fjölmiðlamaður,
var meðal annars fréttastjóri Stöðv-
ar 2 og útvarpstjóri RÚV á árunum
2005–2013.
Talið berst fyrst að Sprengisandi
og Páll er spurður af hverju hann
hafi ákveðið að slá til og taka að sér
umsjón þáttarins. „Ég var svosem
ákveðinn í að þessu skeiði á mínum
ferli eða ævi væri lokið. Þegar það
var ámálgað við mig fyrst að taka að
mér þennan þátt tók ég því fálega.
Svo vaknaði ég einn daginn og hugs-
aði sem svo að þetta yrði kannski
bara skemmtilegt. Ég hugsaði með
mér: Ef þeir spyrja aftur í dag þá
segi ég bara já. Svo var spurt aftur.
Ég hef verið að bisa við það síðustu
misserin að gera bara það sem mér
þykir skemmtilegt. Þarna reyndist
hugboð mitt rétt; mér finnst þetta
skemmtilegt. Þetta hefur líka geng-
ið ágætlega, margir eru að hlusta og
þá finnst einhverjum fleirum en mér
þetta skemmtilegt, sem betur fer.“
„Djöfull tókstu hann!“
Hver er munurinn á því að vera með
þátt eins og þennan í útvarpi eða
sjónvarpi?
„Fyrir samfélagsumræðu af þessu
tagi þá er útvarp að mörgu leyti betri
vettvangur en sjónvarp. Útvarpið er
ótruflað af öðru en samtalinu, það
eru ekki ljóskastarar, myndatöku-
menn og fyrirgangur í stúdíói. Það er
ekkert þarna annað en efni samtals-
ins. Að þessu leyti er útvarpið ein-
lægari miðill. Samtalið stendur fyrir
sjálft sig, ótruflað af ytri umbúnaði.
Svo er Sprengisandur tveggja tíma
þáttur og það er hægt að dvelja leng-
ur við þá hluta samtalsins sem manni
finnst vera áhugaverðastir, maður
þarf ekki að flýta sér í næsta atriði.“
Mér sýnist að þú kjósir í þessum
þáttum að fara mjúku leiðina að við-
mælendum. Ferðu þessa leið mjög
meðvitað og hverjir eru kostirnir við
hana?
„Á sínum tíma var ég mikið með
viðtalsþætti í sjónvarpi, fyrir fleiri
árum en ég kæri mig um að muna.
Þetta voru svona yfirheyrsluþættir,
ekki síst á Stöð 2, Í návígi hét meira
að segja einn þeirra. Á þessum tíma
var mælikvarðinn á það hvort slík-
ur þáttur hefði tekist vel eða ekki
að sagt væri við mann eftir þáttinn:
Djöfull tókstu hann! Og þá var mað-
ur ánægður og fannst þátturinn hafa
verið góður.
Svo þegar hégóminn lak af manni
með árunum, vonandi mjög mikið,
þá áttaði maður sig á því að þetta var
ekki réttur mælikvarði á það hvort
þátturinn hefði tekist vel, heldur það
hvort áhorfendur eða hlustendur
væru einhverju nær um efni málsins.
Ég hef fylgst með viðtalsþáttum af
„Ég held, þótt ekki
væri nema í sjálfs-
verndarskyni frétta-
mannanna, þá ættu þeir
að láta vera að flagga sín-
um pólitísku skoðunum.
Íhugar framboð
Páll Magnússon íhugar að bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Þetta kemur fram í viðtali sem Kolbrún Bergþórsdóttir
tók við hann. Í viðtalinu er víða komið við, rætt um viðskilnað hans við RÚV, heimildamyndagerð, ný verkefni hans í útvarpi og
einnig um pólitík og andrúmsloftið í íslensku samfélagi.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Líður best í Vestmannaeyjum
„Það er eitthvað við samfélagið,
náttúruna og fólkið sem gerir það að
verkum að þarna finnst mér alltaf að
ég eigi heima.“ MynD Sigtryggur Ari