Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 15.–18. júlí 20166 Fréttir
Umsýslufélag
ríkisins fær
ráðgjafa til
að selja eignir
fyrir milljarða
n Virðing og Landsbankinn annast sölu
á eignarhlutum í fimm fyrirtækjum
n Markaðsvirði eigna yfir 10 milljarðar
E
ignaumsýslufélag ríkisins,
sem heldur utan um tug-
milljarða eignir sem voru af-
hendar stjórnvöldum vegna
stöðugleikaframlags slitabúa
gömlu bankanna, mun á næstu vikum
og mánuðum selja eignarhluti í skráð-
um og óskráðum fyrirtækjum sem eru
metnir á meira en tíu milljarða króna.
Félagið Lindarhvoll, sem annast um-
sýslu þessara stöðugleikaeigna, hefur
þannig nýlega gengið frá samkomu-
lagi við tvö fjármálafyrirtæki um að
vera ráðgjafi við sölu á eignunum.
Samkvæmt heimildum DV mun
Virðing vera fjármála- og söluráð-
gjafi við söluferli á Lyfju, sem er ein
stærsta lyfjakeðja landsins, en ríkið
fer með 100% eignarhlut í fyrirtækinu.
Þá mun Landsbankinn annast ráðgjöf
vegna sölu skráðra hlutabréfaeigna í
umsýslu Lindarhvols en þar er um að
ræða eignarhluti í tryggingafélaginu
Sjóvá, Reitum fasteignafélagi, Síman-
um og Eimskipafélagi Íslands. Miðað
við núverandi gengi bréfa í félögun-
um sem eru skráð í Kauphöll Íslands
nemur verðmæti eignarhluta ríkis-
ins í þeim samtals um sjö milljörðum
króna.
Ein verðmætasta eignin
Lindarhvoll óskaði í byrjun júní-
mánaðar eftir tilboðum frá fyrirtækj-
um um að taka að sér ráðgjafarhlut-
verk vegna sölu á eignarhlutum í
samtals fimm skráðum og óskráðum
félögum í eigu ríkisins. Bárust tilboð
frá flestum þeirra fjármálafyrirtækja
sem hafa leyfi til að annast slíka ráð-
gjöf.
Eignarhlutur ríkisins í Lyfju er á
meðal verðmætustu einstöku eigna í formi hlutafjár í félögum og fjár-
festingasjóðum sem eru í umsýslu
Lindarhvols en hluturinn var áður í
eigu slitabús Glitnis. Lyfjakeðjan var
upphaflega tekin yfir af Glitni árið
2012 þegar þáverandi eigandi félags-
ins gat ekki staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart slitabúinu. Þrátt fyr-
ir áhuga fjárfesta þá báru tilraunir
Glitnis í kjölfarið til að selja fyrirtæk-
ið engan árangur, ekki síst vegna þess,
samkvæmt heimildum DV, að Glitn-
ir vildi fá erlendan gjaldeyri til sín við
söluna.
Afkoma af rekstri Lyfju hefur far-
ið batnandi á undanförnum árum.
Þannig nam hagnaður fyrirtækisins
á árinu 2014 tæplega 300 milljón-
um króna og meira en tvöfaldaðist
frá fyrra ári. Þá jókst einnig EBITDA-
hagnaður á milli ára – afkoma fyr-
ir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta
– og nam samtals 667 milljónum en
heildarvelta fyrirtækisins var um
8.500 milljónir króna á árinu 2014.
Að því gefnu að EBITDA-afkoma lyf-
jakeðjunnar hafi aukist enn frekar á
árinu 2015, en ársreikningur félagsins
fyrir síðasta ár hefur ekki verið gerð-
ur opinber, þá má varlega áætla að
allt hlutafé Lyfju sé metið á bilinu 4
til 6 milljarða króna. Gert er ráð fyrir
því að niðurstaða fáist í söluferli Lyfju
ekki síðar en á fjórða ársfjórðungi
þessa árs.
Ríkið stærsti hluthafinn
Fljótlega eftir að Lyfja komst í hend-
ur ríkisins tóku Steinar Þór Guðgeirs-
son, hæstaréttarlögmaður og ráð-
gjafi Seðlabanka Íslands, og Haukur
C. Benediktsson, forstöðumaður
Eignasafns Seðlabanka Ísands (ESÍ),
sæti sem fulltrúar stjórnvalda í stjórn
fyrirtækisins. Haukur og Steinar sitja í
stjórnum fjölmargra óskráðra félaga
sem ríkið á hagsmuna að gæta í vegna
stöðugleikaframlags gömlu bank-
anna og þá er Haukur einnig í þriggja
manna stjórn Lindarhvols.
Verðmætustu eignarhlutir rík-
isins í skráðum félögum á markaði
eru í Sjóvá og Reitum en í tilfelli Eim-
skips og Símans er um að ræða hluti
sem eru undir 1% af öllu hlutafé fyr-
irtækjanna. Ríkissjóður er sem stend-
ur stærsti einstaki hluthafi Sjóvár
með tæplega 14% eignarhlut og nem-
ur markaðsvirði þess hlutar um 2,55
milljörðum króna. Ríflega 6% hlutur
ríkisins í Reitum, stærsta fasteignafé-
lagi landsins, er hins vegar enn verð-
mætari en sé litið til núverandi gengi
bréfa fyrirtækisins þá ætti sala á þeim
hlut að skila ríkinu um 3,9 milljörð-
um króna. Landsbankinn verður sem
fyrr segir milligönguaðili fyrir hönd
Lindarhvols við sölu á eignarhlutum
í þessum fjórum félögum og ætti það
að geta gengið hratt fyrir sig þar sem
verið er að selja hlutabréf í félögum
sem eru skráð á markað.
60 milljarða eignir
Félagið Lindarhvoll var sett á stofn í
apríl síðastliðnum en hlutverk þess
er að annast umsýslu með og fulln-
usta þær eignir – að undanskildum
95% eignarhlut í Íslandsbanka sem
færðist yfir til Bankasýslunnar – sem
ríkissjóður fékk við stöðugleikafram-
lag föllnu bankanna. Verðmæti eigna
í umsýslu félagsins er yfir 60 milljarð-
ar króna miðað við bókfært virði en
nafnvirði eignanna nemur hins vegar
hundruðum milljarða króna. Auk
Hauks er stjórn félagsins skipuð þeim
Þórhalli Arasyni, skrifstofustjóra í
fjármála- og efnahagsráðuneytinu og
jafnframt stjórnarformaður félagsins,
og Ásu Ólafsdóttur, dósents við lög-
fræðideild Háskóla Íslands. n
Aðrar hlutafjáreignir
í umsýslu Lindarhvols
ALMC eignarhaldsfélag
Auður I fagfjárfestasjóður
Brú II Venture Capital Fund
Dohop
Eyrir Invest
Internet á Íslandi
Klakki
Nýi Norðurturninn
S Holding
SCM
13,93%
2.560 milljónir
6,38%
3.930 milljónir
0,89%
275 milljónir
0,71%
395 milljónir
100%
4.000 til 6.000
milljónir
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson skipaði
stjórn eignaumsýslufélagsins í apríl síðastliðnum.
Mynd SigtRygguR ARi
L E D L Ý S I N G
I n n f e l l d L e d l j ó s ,
u t a n á l y g g j a n d i L e d .
LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS
www.ledljos.com * www.ledljós.is
S; 565 8911 - 867 8911
ludviksson@ludviksson.com
LEDLJÓS SPARA
ALLT AÐ
80 - 92% ORKU
Gæði - ábyrgð og
brautryðjendur í betri verðum...
V IÐ ERUM ÓDÝRARI
EN Þ IG GRUNAR
JU-5049-15W
Kr. 4.520.-
JU-5049-15W
Kr. 4.520.-
JU-5049-10W
Kr. 3.920.-
JU-5050- 7 W
Kr. 2.157.-
JU-5089-20W
Kr. 9.360.-
JU-5048-10W
Kr. 3.520.-