Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 30. september–3. október 201614 Fréttir É g stóð sem nakin þarna á vakt- inni, allslaus. Er ég öruggari á skuggalegum bar niðri í bæ þar sem lögreglan má hjálpa mér, en hjá SÁÁ?“ segir Guðný María Arnþórsdóttir, sem varð fyrir því að töskunni hennar var stolið eft- ir að hún hafði stýrt AA-fundi á Vogi í mars síðastliðnum. Í töskunni voru tugir þúsunda í reiðufé, nýr farsími, hús- og bíllyklar hennar auk annarra verðmæta og metur hún tjónið á hátt í þrjú hundruð þúsund krónur. Hún er afar ósátt við hvernig tekið var á málinu hjá SÁÁ umrætt kvöld á Vogi og furðar sig á því að lögreglu hafi verið meinaður aðgangur að sjúkrahúsinu til að hún gæti endur- heimt eigur sínar. Þórarinn Tyrfings- son, forstjóri sjúkrahússins, segir að brugðist hafi verið við með þeim ráðum sem til boða eru miðað við að um sjúkrahús hafi verið að ræða. Örlagaríkt faðmlag eftir bæn Guðný María hefur um árabil unnið sjálfboðastörf fyrir SÁÁ, bæði við að stjórna reglulega AA-fundum og við fjáröflun stofnunarinnar. Sjálf leit- aði hún sér hjálpar sem táningur við fíkn sinni en hefur hún verið edrú um áratugaskeið. Þrátt fyrir gott samstarf við SÁÁ um árabil þá dró skugga yfir það laugardaginn 5. mars síðastliðinn. „Ég var að stjórna fundi á Vogi. Úlpan mín var á stól sem var við ræðupúltið og veskið mitt á gólf- inu undir honum. Þetta var stórt og áberandi veski með kögri. Meðan á fundinum stóð heyrði ég af og til í nýja símanum mínum þegar mér bárust tilkynningar af Facebook og þess háttar svo ég vissi af veskinu þarna. Í lok fundar stóðum við upp og fórum með bæn. Flestir yfirgefa síðan salinn en það komu nokkrir til mín og knúsa mig fyrir ræðuna mína.“ En þegar hún sneri sér við, andartaki síðar, var veskið horfið undan stólnum ásamt öllu því sem í því var. Guðný viðurkennir að henni hafi brugðið mjög og farið að leita og spyrja um veskið. Starfsmaður SÁÁ hafi þá komið og beðið hana góðfús- lega að „raska ekki ró sjúklinganna“ og fylgdi henni í vaktherbergið. Allslaus á vaktinni „Þar bið ég um að fá að hringja á lög- regluna sem kom á staðinn, nema hvað að þegar lögreglumennirnir mættu var þeim bannað að fara inn á sjúkrahúsið samkvæmt fyrirmæl- um frá vakthafandi lækni. Ég get ekki skilið þetta á annan veg en að þarna sé verið að hindra lögregluna við störf og þarna komust þeir upp með það,“ segir Guðný sem segir lögreglu hafa tekið skýrslu en hún hafi glatað verð- mætum fyrir á þriðja hundrað þús- und krónur. Nýja símanum, öllum greiðslukortum, 60 þúsund krónum í reiðufé, snyrtivörum, húslyklum og bíllyklum. Þá voru góð ráð dýr enda hafði hún komið akandi á fundinn, bíllinn fyrir utan en lykillinn horfinn. Hún hafi því staðið sem nakin og alls- laus þarna í vaktherberginu. Hún tel- ur líklegt að einhver fundargesta hafi laumað veskinu undir sloppinn sinn þegar hún sá ekki til. Ef það hafi verið raunin, hefði verið auðvelt að leita að veskinu. En það mátti víst ekki raska ró sjúklinganna að hennar sögn, og því engu líkara en veskið hafi fuðrað upp. Svo fór að dóttir hennar kom og sótti hana. Dóttirin var með aukalykla að íbúð hennar svo hún komst þó heim til sín. Guðný er þó mjög ósátt við hvern- ig brugðist var við atvikinu og skort á svörum frá forsvarsmönnum á Vogi. Hún viðurkennir að hafa hringt reglulega í sjúkrahúsið næstu daga á eftir til að spyrja hvort bifreið hennar væri enn á bílastæðinu. Þremur dögum eftir atvikið hafi hún náð sam- bandi við yfirmann sem hafi sagt henni að hætta að áreita starfsfólk sitt. „En eðlilega hafði ég hringt enda bíllinn minn þarna í hlaðinu og þjófurinn einn með lyklana. Eðlilega spurði ég líka eftir veskinu en það voru gagnslausar spurningar. SÁÁ hafði ekki áhuga á slíku. Enginn hringdi í mig.“ Áfall Svo fór að Guðný þurfti að skipta um lás á heimili sínu og láta smíða nýj- an bíllykil, allt með tilheyrandi kostn- aði og óþægindum. Til þess hafi hún þurft að fá yfirdrátt hjá bankanum. Og nú, rúmu hálfu ári síðar, kveðst hún ekki enn hafa fengið tjón sitt bætt. Hún veltir fyrir sér að fyrst sjúklingar á Vogi njóti slíkrar friðhelgi að þeir megi stela og hnupla, hvað annað þeir gætu komist upp með án þess að nokkuð væri aðhafst. „Hvað ef ég hefði verið barin? Er ég öruggari á skuggalegum bar niðri í bæ, þar sem lögreglan má hjálpa mér, en hjá SÁÁ? Ég er bara fá- tæk verkakona og þetta kostaði mig á þriðja hundrað þúsund. Þetta var áfall.“ Allt reynt til að upplýsa málið DV bar málið undir Þórarin Tyrfings son, forstjóra Sjúkrahússins Vogs, sem kannaðist við atvikið þó að hann hafi ekki verið viðstaddur umrætt kvöld. Hann segir að brugð- ist hafi verið við eins vel og hægt var með tilliti til aðstæðna. „Það var brugðist við því á venju- legan hátt hér. Það var kallað til lög- reglu og það var farið í það að reyna að upplýsa málið og leitað hér um allt. Starfsmenn voru á kafi í þessu máli um tíma. Síðan fer þetta bara venjulegar leiðir. Þetta er bara óupplýst mál. Svona nokkuð getur gerst á fjölmennum stað, að menn tapi eigum sínum. Það var reynt að upplýsa þetta á allan hátt. Ég var ekki á staðnum en ég gekk úr skugga um það að allt mitt fólk reyndi hvað það gat. Það var talað við alla sjúk- lingana sem hér voru og leitað um allt hús. Síðan vissi ég að lögreglan var kölluð til og hún gerir þær ráð- stafanir sem henni er tamt að gera,“ segir Þórarinn. Hann kveðst ekki vita hver mála- lok hafi verið með tilliti til trygginga og þess háttar en Guðný fullyrðir að Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus „Er ég öruggari á skuggalegum bar niðri í bæ, þar sem lög- reglan má hjálpa mér, en hjá SÁÁ? Glataði aleiGunni eftir aa-fund á VoGi n Guðný hafði nýlokið að stýra fundi þegar töskunni hennar var stolið n Metur tjónið á hundruð Áfall Guðný María segir að það hafi ver- ið henni mikið áfall þegar töskunni var stolið. Hún sitji uppi með tapið sem nemi hundruð þúsunda króna. Mynd Sigtryggur Ari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.