Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Page 35
Helgarblað 30. september–3. október 2016 Sport 27
Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp,
í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
TuTTugu versTu
kaup Wengers
10 Richard Wright (2001–2002)
Enski markvörðurinn
var keyptur á tvær
milljónir punda frá
Ipswich, þá 23 ára
gamall. Var litið á hann
sem verðugan eftirmann
Davids Seaman hjá Arsenal
og enska landsliðinu. Hann
náði sér aldrei eftir skelfilega frammistöðu
á Highbury í 4-2 tapi gegn Charlton og hvarf
á braut til Everton strax eftir fyrsta tímabil-
ið. Hann náði þó nógu mörgum leikjum í
deild til að fá gullpening í lok leiktíðar.
9 Junichi Inamoto (2001–2002)
Keyptur á fjórar millj-
ónir punda til að selja
treyjur. Svo einfalt
er það. Hann átti
að vera lykillinn að
landvinningum
Arsenal í Japan
og austurlöndum
fjær en var látinn
fara strax eftir tímabil-
ið fyrir HM 2002. Hann náði aðeins
að koma við sögu í fjórum leikjum
hjá Wenger.
8 Kaba Diawara (1999)
Hann átti að vera
næsti Nicolas
Anelka þegar
Wenger keypti
landa sinn á
2,5 milljónir
punda í janúar-
glugganum 1999.
Nokkrum mánuðum
síðar fór hann frá
félaginu. Kom við sögu í 15
leikjum án þess að skora.
7 Manuel Almunia (2004–2012)
Ekki versti leikmaður
sögunnar en fáir hafi
valdið stuðnings-
mönnum eins miklu
hugarangri og mark-
vörðurinn Manuel.
2007–2012 var hann
reglulega byrjunarliðs-
maður og á því tímabili
voru Arsenal-menn nærri
því að vinna titilinn. En fáránleg mistök,
óstöðug leiki og léleg frammistaða Almunia
í lykilleikjum varð til þess að stuðningsmenn
skelltu skuldinni á hann. Hann varð árið
2011 orðinn þriðji valkostur Wengers á eftir
Lukasz Fabianski og Wojciech Szczesny.
6 Igors Stepanovs (2000–2004)
Hann var
fenginn
til liðsins
sem
varaskeifa
fyrir hinn
meidda Tony
Adams en frammi-
staða hans í 6-1
tapi gegn Manchester
United varð til þess að hann
fékk fá tækifæri eftir það. Igors náði aðeins
að leika 17 deildarleiki þar til hann hvarf á
braut.
5 Sebastien Squillaci (2010–2013)
Arsenal-
menn voru
vongóðir
um að
þeir væru
loks komnir
með áreiðan-
lega miðvörðinn
sem liðið hafði
sárvantað þegar
Squillaci var keyptur á
fjórar milljónir punda frá Sevilla á Spáni.
Franski landsliðsmaðurinn var hins vegar
lélegur á fyrsta tímabili og fékk eftir það
aðeins að spila í bikarkeppnum. Lágpunktur
ferilsins kom í bikarleik gegn Sunderland
í febrúar 2012 þegar honum var skipt af
velli, eftir að hafa sjálfur komið inn á sem
varamaður í leiknum.
4 Andre Santos (2011–2013)
Einn af mögum
leikmönnum
sem Wenger
keypti í
örvæntingu
sinni á
lokadegi
félagaskipta
í ágúst 2011.
Hann reyndist
ágæt áminning um
hvers vegna slík örvæntingarkaup eru
aldrei góð hugmynd. Brasilíumað-
urinn var með góðan vinstri fót og
var sagður sambærilegur leikmaður
og Roberto Carlos – jafn brothættur
varnarlega og hann vissulega, en laus
við sóknarhæfileika landa síns þó. Hann
virtist aldrei í formi og alls ekki nógu góður.
Beit höfuðið af skömminni þegar hann
bað um treyju Robins van Persie í hálfleik,
í leik gegn Man Utd í nóvember 2012, eftir
að Persie hafði verið seldur til United! Var
lánaður til Gremio í heimalandinu nokkrum
mánuðum síðar og sneri aldrei aftur.
3 Alberto Mendez (1997–2002)
Wenger keypti
mikið af
gæðaleik-
mönnum
í fyrstu.
Mendez
kom til
félagsins
á sama tíma
og Nicolas
Anelka, Emmanuel
Petit og Marc Overmars en náði
augljóslega aldrei sömu hæðum. Hann kom
frá utandeildarliði í Þýskalandi og náði
miðjumaðurinn aðeins að leika fjóra leiki
fyrir Arsenal á fimm árum!
2 Amaury Bischoff (2008–2009)
Það furðuðu
sig margir
á þessum
kaupum.
Amaury
var keyptur
á aðeins
250 þúsund
pund í júlí 2008
þrátt fyrir að hafa
allan ferilinn glímt við
ótrúlega þrálát meiðsli. Eins og Arsenal
hafi þurft á öðrum meiðslapésa að halda.
Auðvitað héldu vandræði hans áfram hjá
Arsenal og náði hann aðeins að leika fjóra
leiki á sínu eina tímabili.
1 Park Chu-Young (2011–2014)
Telegraph
segir Park
óútskýran-
leg ör-
væntingar-
kaup. Park
var keyptur
á 5 milljónir
punda frá
Monaco, gamla
vinnuveitanda Wengers
í Frakklandi, og þykja kaupin enn ein þau
dularfyllstu á Wenger-tímanum og kaup
sem hann sá strax eftir. Park lék aðeins
EINN deildarleik fyrir félagið og toppar lista
Telegraph af þeim sökum auk þess sem
hann virtist fullkomlega vanhæfur leikmað-
ur í þeim fáu leikjum sem hann þó lék. Hann
var látinn fara frítt frá félaginu í júní 2014.
Pistlahöfundur Telegraph hafði á orði þá
að þegar Wenger ákvað að kaupa Park hafi
það verið „versta símtal sem nokkur hafi
svarað síðan Colin Farrell svaraði í símann
í kvikmyndinni Phone Booth,“ en þeir sem
séð hafa þá mynd skilja myndlíkinguna.