Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 30. september–3. október 201632 Lífsstíll
Sykur
í brunna sósu
Ef sósan brennur við í pottinum þá er
óþarfi að gefast
upp. Þú getur
hellt sósunni
yfir í annan pott
og haldið áfram
að sjóða hana
þar. Þegar því
er lokið þá ættir
þú að bæta
smá sykri út í
sósuna. Hann
kemur í veg
fyrir að þú finnir
brunabragð.
HVAR ER SÓSAN?
Tvö brauð, ostur, buff og grænmeti nægja ekki til að gera góðan borgara.
Ef sósuna vantar er eins gott að sleppa þessu.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
GlerborG
Mörkinni 4, reykjavík | SíMi 565 0000 | www.GlerborG.iS
11 húsráð sem allir ættu að þekkja
Vissir þú að það er leikur einn að fjarlægja svartar rákir eftir skó á parketi
G
óð húsráð eru ómissandi í
amstri hversdagsins. En hver
hefur ekki lent í því að standa
ráðþrota yfir brenndri sósu
eða bölva svörtum rákum á
parketinu. Hér að neðan má finna
11 sniðug ráð úr ólíkum áttum sem
gætu auðveldað heimilisþrifin sem
og eldhúsverkin.
Salatblað er lausnin
Þegar þú ert með taco í matinn byrjaðu þá á því að leggja salatblað inn í taco-skelina. Ef
hún brotnar þá fer innihaldið ekki út um allt heldur helst í salatblaðinu.
Poki
verndar
símann
Þegar þú ert á
leiðinni á ströndina
er sniðugt að setja
símann í lítinn glær-
an plastpoka. Það
heldur sandinum
fjarri og þú getur
notað símann á
meðan hann er í
pokanum.
Tennisboltinn
gerir kraftaverk
Vissir þú að það er leikur einn að
fjarlægja svartar rákir eftir skó á
parketi með því að strjúka yfir þær með
tennisbolta?
Sléttujárn/
straujárn
Þegar þú straujar þá er vel hægt að nota
sléttujárn til að ná betur á erfiðustu
staðina. Til dæmis í kringum tölur og
kraga.
Glasið
magnar
hljóðið
Ef þig langar að hlusta
á tónlist í símanum en
ert ekki með hátalara,
prófaðu þá að setja
símann ofan í glas eða
skál og heyrðu hvað
gerist.
Frysta avókadó
Vissir þú að það er vel hægt að frysta avókadó. Þegar þú
ert búin að nota það sem þú þarft af avókadóinu, settu
það í frystipoka og inn í frysti.
Leysir
smjör
af hólmi
Og meira um avókadó.
Þú getur notað það
í staðinn fyrir smjör í
margar uppskriftir.
Þurrt handklæði
Sparaðu tíma, orku og peninga með því að setja
þurrt handklæði inn í þurrkarann í hvert skipti sem
þú þurrkar þvott.
Svona
mýkirðu
smjör
Ef þú þarft að mýkja
smjör, hratt og auð-
veldlega, þá er sniðugt
að setja það inn í
smjörpappír og fletja
smjörið rólega út með
bökunarkefli.
Olía fyrir skurð
Ef þú ert ekki með hanska við höndina þegar þú skerð
chili-pipar þá er mjög góð hugmynd að löðra hendurnar í
olíu áður en þú byrjar að skera.
Kristín Clausen
kristin@dv.is