Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 4
Vikublað 4.–6. október 20164 Fréttir Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is Eigendurnir ósáttir við ákvörðun Katrínar Olgu Óánægja innan stjórnendahóps Icelandair Group vegna hlutabréfasölu stjórnarmanns S tór hópur hluthafa Icelandair Group er afar ósáttur við ákvörðun Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, stjórnar- manns Icelandair Group og formanns Viðskiptaráðs, um að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu á föstudag. Stærstu hluthafar félagsins eru Líf- eyrissjóður verslunarmanna, hluta- bréfasjóðir í rekstri Stefnis, LSR og Gildi lífeyrissjóður. Samkvæmt heim- ildum DV er einnig óánægja með söluna á meðal stjórnenda flugfélags- ins en Katrín seldi bréfin á síðasta við- skiptadegi þriðja ársfjórðungs. Katrín Olga segist hins vegar ekki hafa orðið vör við óánægju með ákvörðun hennar. „Það var óveður sem gekk yfir á föstudaginn og auðvit- að fann ég fyrir því en ég hef ekki fund- ið fyrir neinum þrýstingi vegna máls- ins,“ segir Katrín Olga í samtali við DV. Seldi fyrir 9,6 milljónir Katrín seldi á föstudag 400.000 hluti í Icelandair Group á genginu 24 krón- ur á hlut. Markaðsverðmæti bréf- anna nam því 9,6 milljónum króna. Salan var tilkynnt til Kauphallar Ís- lands þar sem bréf í Icelandair Group ganga kaupum og sölum. Hluta- bréfaverð Icelandair var þá byrjað að lækka en lækkunarhrinan varð meiri og hraðari í kjölfar tilkynningarinnar. Ákvörðun Katrínar Olgu um að selja bréfin á þessum tímapunkti hef- ur sem fyrr segir hleypt illu blóði í fjárfesta og aðila á markaði sem telja margir hverjir, að því er fram hef- ur komið í samtölum við DV, að hún hafi sýnt mikið dómgreindarleysi með því að bíða ekki með söluna fram yfir birtingu næsta árshlutaupp- gjörs félagsins. Þá hefur það komið til tals hjá forsvarsmönnum sumra af stærstu hluthöfum Icelandair, sam- kvæmt heimildum DV, að réttast væri að Katrín Olga myndi axla ábyrgð og segja af sér sem stjórnarmaður. Katrín kom upphaflega inn í stjórn Icelandair árið 2009 fyrir tilstuðlan Ís- landsbanka í kjölfar þess að bankinn hafði leyst til sín meira en 40% hlut í félaginu með veðkalli. Úlfar Steindórsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, vildi ekk- ert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Björgólf Jóhanns- son, forstjóra félagsins, eða Sigurð Helgason, stjórnarformann Icelanda- ir Group, við vinnslu fréttarinnar. Fór í framkvæmdir Katrín Olga sagði í samtali við fjöl- miðla á föstudag að hún hefði selt bréfin til að fjármagna framkvæmd- ir við sumarbústað fjölskyldu hennar. Langsótt væri að kenna henni um lækkun bréfanna og að hún hafi ekki búið yfir neinum innherjaupplýsing- um sem fjárfestar á markaði höfðu ekki þegar hún seldi þau. Tímasetn- ingin hefði verið tilkomin vegna reglna flugfélagsins sem banni inn- herjum að selja bréf í félaginu fjórum vikum eftir lok hvers ársfjórðungs eða þangað til uppgjör er birt. „Það er staðreynd að þetta fór í þær framkvæmdir. Ég hef skuldbindingar við aðila og það er staðreyndin. Það eru innherjareglur og regluvörður hefði stoppað mig af ef ég hefði ein- hverjar upplýsingar. Menn geta líka horft á markaðinn í morgun,“ segir Katrín Olga og vísar í þá staðreynd að gengi bréfa Icelandair Group fór að hækka við opnun markaða í gær, mánudag. Hækkuðu aftur Gengi hlutabréfa í Icelandair Group nam við lokun markaða á föstudag 23,35 krónum á hlut. Bréfin lækk- uðu því um 4,9% á einum degi í við- skiptum sem námu 1.342 milljónum króna. Bréf allra hinna fimmtán fé- laganna sem skráð eru á Aðalmark- að Kauphallarinnar lækkuðu einnig og hjá Marel um 4,24 prósent. Hluta- bréfaverð Icelandair hafði við lokun markaða á föstudag ekki verið lægra síðan í júní 2015 en bréfin voru seld á genginu 38,9 í apríllok. Icelandair Group birti í gær, mánudag, spá um að flugáætlun fé- lagsins aukist um þrettán prósent 2017 miðað við árið í ár. Farþega- fjöldi muni aukast um 450 þúsund og nema 4,2 milljónum. Aukningin komi til með að stuðla að fjölgun ferðamanna hér á landi og þannig styrkja rekstur dótturfélaga Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson benti í tilkynningunni á að fyrirtækið lækk- aði í júlí síðastliðnum afkomuspá sína. Uppgjör ársins 2016 verði aftur á móti eitt það besta í sögu fyrirtæk- isins. Bréf flugfélagsins hækkuðu aft- ur í verði í gær, eða um 4,3 prósent, en gengi þeirra nam við lokun markaða 24,4 krónum á hlut. n „Ég hef ekki fundið fyrir neinum þrýstingi vegna málsins. Haraldur Guðmundsson Hörður Ægisson haraldur@dv.is/ hordur@dv.is Rannsókn enn í gangi Ekki liggur enn fyrir hvað olli því að byggingakrani féll saman í Hafnarstræti í síðustu viku. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki þegar kraninn féll til jarðar. Í síðustu viku var greint frá því að lögregla hefði þann grun að átt hefði verið við öryggisbún- að kranans með þeim afleiðing- um að hann hlass sem hann átti að ráða við varð honum ofviða. Í hádegisfréttum RÚV á mánudag kom fram að Vinnueftirlitið hafi tekið út kranann þegar hann var settur upp og þá hafi hann verið í lagi. Að sögn Eyjólfs Sæmunds- sonar hjá Vinnueftirlitinu fannst hlutur á vettvangi sem bendir til þess að átt hafi verið við kranann. Í fréttum RÚV kom fram að stefnt sé að því að ljúka rannsókn í þessari viku og eftir það verði tekin ákvörðun um framhaldið, þar á meðal hvort einhver verði ákærður vegna málsins. S tjórn Reykjaneshafnar tók í gær, mánudag, fyrir beiðni Thorsil ehf. um að gjalddaga fyrstu greiðslu þess á gatna- gerðargjöldum yrði seinkað í áttunda sinn. Forsvarsmenn félagsins kynntu stöðuna á fjármögnun kísilmálm- verksmiðjunnar sem þeir vilja byggja í Helguvík fyrir bæjarráði Reykjanes- bæjar á föstudag. Stjórn hafnarinnar tók málið fyrir á fundi seinnipartinn í gær og þegar DV fór í prentun höfðu ekki fengist upplýsingar um hvort frestunin hefði verið samþykkt. „Ég á ekki von á öðru en að þeir fái lengri frest til að klára sín mál. Það vantar orðið mjög lítið upp á það,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í sam- tali við DV. DV hefur áður fjallað um viðræð- ur Thorsil og stjórnenda Reykjanes- hafnar um fyrstu greiðslu fyrirtæk- isins á gatnagerðargjöldum sem nemur 140 milljónum króna. Thorsil fékk lóð í Helguvík í apríl 2014 og átti upphaflega að ganga frá greiðsl- unni í desember sama ár. Guðbrand- ur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir þann 18. ágúst að fyrir- tækinu yrði ekki gefinn lengri frestur. Ekki náðist í Guðbrand við vinnslu fréttarinnar. n haraldur@dv.is Thorsil vill lengri frest Beiðni um áttundu frestunina tekin fyrir á fundi stjórnar Stjórnarmaður Icelandair Group Gengi bréfa félagsins lækkaði um samtals 34 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Hrinunni að mestu lokið Mjög hefur dregið úr jarðskjálfta- virkni í Kötluöskjunni frá því á föstudag þegar hún varð hvað mest. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðu mála á mánu- dag en um er að ræða stærstu einstöku jarðskjálftahrinuna í Kötluöskjunni í áratugi. Að mati vísindaráðsins eru ástæður skjálftanna líklega kviku- hreyfingar í efstu kílómetrum jarð- skorpunnar. Vatnamælingar sýna ekki breytingar sem hægt er að tengja við hrinuna. Hrinunni virð- ist sem fyrr segir að mestu lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.