Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Side 6
Vikublað 4.–6. október 20166 Fréttir
Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp,
í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
Hann var kallaður asni
Formaður Afstöðu segir deildarstjóra Litla-Hrauns koma fram af lítilsvirðingu við fanga
H
ann kallaði mig helvítis
asna og sýndi af sér ógnandi
hegðun. Að öllu jöfnu kemur
Tryggvi fram af lítilsvirðingu
við fanga. Flestir eru inni í
stuttan tíma og sjá því ekki tilganginn
í að halda slíku máli til streitu. Aðrir
hafa kannski ekki getu né þolinmæði
til þess að fylgja málinu eftir enda
kerfið seinvirkt og þungt í vöfum. Ég
gat ekki látið þetta viðgangast,“ segir
Guðmundi Ingi Þóroddsson, formað-
ur Afstöðu, félags fanga. Nýverið birti
umboðsmaður Alþingis álit sitt sem
snerist um áðurnefnda framkomu
Tryggva Ágústssonar, deildarstjóra
í fangelsinu Litla-Hrauni, gagnvart
Guðmundi Inga. Tryggvi er staðgeng-
ill forstöðumanns fangelsisins. Málið
hefur velkst um í kerfinu í rúm tvö ár.
„Helvítis asni“
Atvikin áttu sér stað í apríl 2014 og
hefur því málið velkst um í kerfinu í
tæp tvö og hálft ár. Atburðarásin sem
Guðmundur Ingi kvartaði yfir var sú
að með fimm daga millibili á áður-
nefndu tímabili lét Tryggvi ósmekk-
leg ummæli falla um Guðmund Inga.
Mennina greinir á um hvort Tryggvi
hafi kallað Guðmund Inga „ helvítis
asna“ eða bara „asna“. Í fyrra skipt-
ið kvartaði Guðmundur Ingi til for-
stöðumanns fangelsisins og fór fram
á afsökunarbeiðni en fékk engin svör.
Nokkrum dögum síðar gerði Tryggvi
sér ferð á vinnustað Guðmundar
Inga og lét í ljós óánægju sína með
kvörtunina. Þá greinir á um hver at-
burðarásin var en ljóst er að Tryggvi
endurtók ummæli sín um að Guð-
mundur Ingi væri „asni“ og sagðist
ekki ætla að biðjast afsökunar. Þess
ber að geta að atvikin náðust á mynd-
bandsupptöku, að sögn Guðmundar
Inga, en þegar ætlunin var að nýta
þær í rannsókn málsins kom í ljós að
þeim hafði verið eytt.
Ekki í takt við vandaða
stjórnsýslu
Guðmundur Ingi tilkynnti forstöðu-
manni fangelsisins aftur um atvikið.
Þegar engin svör bárust ritaði hann
formlegt bréf til innanríkisráðuneyt-
isins vegna málsins. Eftir talsverðar
bréfaskriftir lét innanríkisráðuneytið
málið niður falla. Við þessi málalok
var Guðmundur Ingi ósáttur og sendi
formlega kvörtun til umboðsmanns
Alþingis. Niðurstaða umboðsmanns
eftir vandlega skoðun var sú að
framkoma deildarstjórans hefði ekki
verið í samræmi við lagareglur og þá
starfshætti sem starfsmaður fangels-
isins ber að fylgja. Þessi hegðun og
sinnuleysi fangelsismálayfirvalda til
að taka á henni hafi ekki verið í takt
við vandaða stjórnsýslu.
Tilmæli umboðsmanns eru þau
að verklag verði endurskoðað og sér-
staklega verði hugað að því að koma
meðferð og úrlausn kvartana fanga
vegna framgöngu og háttsemi starfs-
manna fangelsanna í þeirra garð í
tryggari og skilvirkari farveg en raun-
in varð í þessu máli.
Fjölmargar kvartanir
„Afstöðu hefur í gegnum árin borist
fjöldinn allur af kvörtunum vegna
framkomu Tryggva í garð fanga.
Margar þeirra hafa verið sendar
áfram til Fangelsismálastofnunar.
Hann lítur niður á fanga og er léleg-
ur í mannlegum samskiptum. Það
er með hreinum ólíkindum að hann
hafi ekki verið áminntur fyrir fram-
göngu í starfi sem sýnir að pottur
er brotinn í þessum efnum,“ segir
Guðmundur Ingi. Að hans mati er
nauðsynlegt að einhver úrræði séu
í boði þegar slík atviki eiga sér stað
í samskiptum fangavarða og fanga.
„Því miður eru fleiri starfsmenn en
Tryggvi sem koma illa fram við fanga,
þótt þeir séu vissulega í minnihluta,
og framgöngu þeirra er í mörgum
tilvikum hægt að flokka sem gróft
einelti. Þegar fangi er talinn leggja
fangavörð eða annan fanga í ein-
elti þá er hann umsvifalaust settur
í einangrun. Ef fangavörður leggur
kollega sinn í einelti þá er það skoð-
að og gerandinn jafnvel settur í leyfi
frá störfum. Hins vegar eru enginn
úrræði í boði þegar að fangavörður
leggur fanga í einelti,“ segir Guð-
mundur Ingi.
DV hafði samband við Tryggva
Ágústsson vegna málsins en hann
taldi rétt að tjá sig ekki um málið
opin berlega. Hann tók þó fram að
hann vonaðist til þess að eitthvað
gott kæmi út úr niðurstöðu málsins
og dreginn yrði lærdómur af því. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Guðmundur Ingi
Þóroddsson Kvart-
aði yfir framkomu
deildarstjóra og hélt
málinu til streitu þrátt
fyrir sinnuleysi Fang-
elsismálastofnunar
og innanríkisráðu-
neytisins. Umboðs-
maður Alþingis
staðfesti síðan að
framkoman í hans
garð hefði ekki verið
í takt við vandaða
stjórnsýslu.
Litla-Hraun Engin úrræði eru til staðar ef grunur kviknar um að fangavörður leggi fanga í
einelti. Það þarf að breytast að mati Guðmundar Inga.
„Afstöðu hefur í
gegnum árin borist
fjöldinn allur af kvört-
unum vegna framkomu
Tryggva í garð fanga.
Sat á húddinu
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
afskipti af ökumanni í umdæm-
inu aðfaranótt laugardags. Það
vakti athygli lögreglu að maður
sat á vélarhlíf bifreiðarinnar. Í
dagbók lögreglu kemur fram að
aksturinn hafi verið stöðvað-
ur og í viðræðum við ökumann-
inn hafi fundist áfengislykt af
honum. Öndunarpróf staðfesti
neyslu hans á áfengi og var hann
því handtekinn og færður á lög-
reglustöð.
Féll af hesti
og slasaðist
Knapi féll af hestbaki við smölun
í Korpudal í Önundarfirði á Vest-
fjörðum um helgina. Í dagbók
lögreglu kemur fram að maður-
inn hafi hlotið innvortis áverka
sem reyndust sem betur er ekki
vera lífshættulegir. Sjúkraflutn-
ingamenn og björgunarsveitar-
menn voru kallaðir til aðstoðar
lögreglu.
Lögreglan á Vestfjörðum hafði
í mörg horn að líta í liðinni viku
og voru afskipti höfð af tveimur
ölvuðum mönnum sem létu
ófriðlega. Annars vegar var mað-
ur handtekinn á veitingahúsi á
Ísafirði og mun hann hafa brot-
ið rúðu og valdið skemmdum á
staðnum. Hins vegar hafði lög-
regla afskipti af manni sem braut
glerflösku á almannafæri. Mað-
urinn er sagður hafa verið ölvað-
ur og æstur og á hann yfir höfði
sér sekt samkvæmt lögreglusam-
þykkt Ísafjarðarbæjar.