Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 8
Vikublað 4.–6. október 20168 Fréttir Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði Þ riggja ára dreng fannst hann hafa himinn höndum tekið þegar hann fann drauma- afmælisgjöfina í leikfanga- deildinni í Hagkaupum í Skeifunni. Drengurinn, sem heitir Kristófer, á afmæli í næsta mánuði og hafði suðað í móður sinni um sjó- ræningjaskip frá Playmobil frá síð- ustu jólum. Það var ekki hægt að kaupa það þá, en Kristófer átti að fá það að gjöf á fjögurra ára afmæli sínu. Skipið var það síðasta í verslun Hagkaupa svo móðir hans ákvað að tryggja að drengurinn fengi það að gjöf í nóv- ember. Kristófer var að gæta skips- ins þegar það var tekið úr höndun- um á honum. Mikið var um að vera í verslunum Hagkaupa um helgina en afsláttur var á vörum frá Lego og Playmobil. „Þetta gerðist í gær. Hann var búinn að langa í skipið síðan í des- ember. Ég var ekki tilbúin að kaupa það þá. Nú er stutt í afmælið svo ég ákvað að kaupa það svo hann myndi örugglega ekki missa af því,“ segir Helga Nielsen, móðir drengsins, í samtali við DV. „Hann sá það og varð alveg veik- ur. „Má ég fá það núna,“ spurði hann og ljómaði af spenningi,“ segir Helga. Á meðan drengurinn hélt við skipið í hillunni og hún var að ná í aðrar vör- ur fyrir heimilið var draumaleikfang- ið hrifsað úr höndum hans. Konan á að skammast sín Bróðir Helgu, Þórir Valgarðsson, vakti fyrst athygli á málinu á sam- félagsmiðlum. Í samtali við DV seg- ir Þórir að litla frænda hans hafi dreymt um skipið í marga mánuði. „Kona hrifsaði skipið úr höndum hans. Hann sagði að hann ætti skip- ið en hún flýtti sér burt, örugg- lega til að borga. Hann sagði systur minni, móður sinni, frá þessu en þau fundu ekki konuna. Hver tekur svona úr höndum barns. Þetta er framkoma sem á ekki að sýna börnum.“ Helga segir að konan ætti að skammast sín og vonar að um mis- tök hafi verið að ræða. Hún reyndi að hafa upp á konunni enn fann hana hvergi í versluninni. Helga bætir við að þetta hafi verið síðasta skipið í versluninni í þeirri stærð sem dreng- urinn óskaði sér. Hún keypti annað og minna skip til bráðabirgða. Taxfree-dagar og mikið að gera Í Hagkaupum um helgina var enginn virðisaukaskattur á leikföngum frá Playmobil og Lego, eða sem nemur allt að tuttugu prósentum. Það var því mikið um að vera í verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Ólafur Birgisson, verslunarstjóri í Hagkaupum í Skeifunni, segir að Íslendingar hafi fjölmennt í versl- unina og mikið af vörum frá fyrir- tækjunum hafi selst upp, þar á með- al umrætt skip sem virðist njóta mikilla vinsælda í augnablikinu. „Ég kann ekki skýringu á þessu en hér var með- al annars starfs- maður sem keypti eitt skip fyrir barnið sitt,“ segir Ólafur. „Það er ekki óalgengt á taxfree- dögum að mikið fari af dýr- ari hlutum. Af þessu vinsæla skipi eru viðskiptavinir að fá allt að 2.500 króna afslátt.“ Bætti Ólafur við að honum þætti leitt að heyra af atviki Helgu og að sonur hennar hefði ekki fengið drauma- skipið. Hann veit ekki hvenær skipið vinsæla kemur aftur í verslanir. Bannað að taka af börnum „Þetta er mjög leiðinlegt. Hann hafði hlakkað svo til. Mér var bent á að hafa samband við heildsalann og vonandi tekst mér að finna skip- ið þar,“ segir Helga sem ákvað að stíga fram til að vekja athygli á þessu leiðindamáli í þeirri von að önnur börn lendi ekki í svipuðum hremm- ingum á afsláttardögum. Þá segir hún strákinn enn þá tala um atvikið sem sitji fast í honum. „Þú tekur ekki af barni. Þessi framkoma kennir allavega ekki börnum að bera virðingu fyrir okkur fullorðna fólkinu. Hann var með tár- in í augunum og rosalega sár.“ n Kona tók afmælisgjöfina úr höndum Kristófers litla Kristófer, þriggja ára, var með tárin í augunum eftir að hafa misst af draumaafmælisgjöfinni„Hann var með tár- in í augunum og rosalega sár Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Helga og Kristófer Segir atvikið sitja fast í syni sínum. Honum hafi sárnað og hann verið með tárin í augunum. Draumagjöfin Skipið er uppselt í verslun Hag- kaupa í Skeifunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.