Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Side 10
Vikublað 4.–6. október 201610 Fréttir
F
ormenn og forsvarsmenn
flokkanna sem eiga sæti
á Alþingi, auk Viðreisnar,
hafna alfarið samstarfi við
Íslensku þjóðfylkinguna,
nái flokkurinn kjörnum fulltrúum
á þing í komandi kosningum. Segja
þeir áherslur flokksins óásættan
legar og ekki komi til greina að
vinna með stjórnmálaflokki sem
fari fram með áherslur þar sem lögð
er áhersla á andúð á útlendingum
og íslam.
Íslenska þjóðfylkingin hefur
hægt og rólega verið að bæta við sig
fylgi síðustu vikurnar, sé mark tekið
á skoðanakönnunum. Í þjóðarpúlsi
Gallup, sem birtist síðastliðinn
föstudag, mældist flokkurinn með
þriggja prósenta fylgi, sem er einu
prósentustigi meira en flokkurinn
mældist með í þjóðarpúlsi sem
birtur var 16. september síðast
liðinn. Þá mældist flokkurinn með
2,3 prósenta fylgi í síðustu könnun
MMR sem birt var 26. september
síðastliðinn.
Hyggjast bjóða fram
í öllum kjördæmum
Íslenska þjóðfylkingin var stofnuð
fyrr á þessu ári. Hægri grænir, sem
buðu fram í síðustu alþingiskosn
ingum, sameinuðust flokknum og
er Helgi Helgason, fyrrverandi for
maður Hægri grænna, núverandi
formaður Íslensku þjóðfylkingar
innar. Flokkurinn hyggst bjóða fram
í öllum kjördæmum og hefur þegar
birt fullmannaðan lista í Suðvestur
kjördæmi og efstu sætin í báðum
Reykjavíkurkjördæmum.
Eru andvíg innflytjendum
Flokkurinn er í grunninn öfga
þjóðernissinnaður hægriflokk
ur og þannig eru stefnumál
flokksins meðal annars þau að
banna skuli iðkun íslam hér á
landi og að unnið sé gegn fjöl
menningu. Flokkurinn vil herða
innflytjendalög
gjöf verulega
og mótmæltu
flokksmenn
nýjum
útlendingalögum á Austurvelli um
miðjan ágúst. Töldu þeir að með
samþykkt laganna væri verið að
galopna Ísland fyrir öllum flótta
mönnum og hælisleitendum og
höfðu af því miklar áhyggjur.
Íslenska
þjóðfylkingin styð
ur kristin gildi
og viðhorf hér
á landi, að því
er kemur fram
í stefnuskrá
flokksins. Flokk
urinn vill banna
byggingu moska
og að konur klæðist
Vinnum fyrir öll
tryggingafélög
Skútuvogi 12h, Reykjavík
S: 568-9620 - bilaretting.is
Útvegum
bifreið
meðan á
viðgerð
stendur
Útiloka
samstarf
við Íslensku
þjóðfylkinguna
n Talsmenn stjórnmálaflokka segja áherslur Íslensku þjóðfylkingarinnar óásættanlegar
Neita samstarfi
Forsvarsmenn
flokkanna sem eiga
fulltrúa á Alþingi,
sem og Viðreisnar,
hafna alfarið sam-
starfi við Íslensku
þjóðfylkinguna.
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is „Það kæmi mér
ekki á óvart ef þeir
næðu yfir þröskuldinn.