Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Page 10
Vikublað 4.–6. október 201610 Fréttir F ormenn og forsvarsmenn flokkanna sem eiga sæti á Alþingi, auk Viðreisnar, hafna alfarið samstarfi við Íslensku þjóðfylkinguna, nái flokkurinn kjörnum fulltrúum á þing í komandi kosningum. Segja þeir áherslur flokksins óásættan­ legar og ekki komi til greina að vinna með stjórnmálaflokki sem fari fram með áherslur þar sem lögð er áhersla á andúð á útlendingum og íslam. Íslenska þjóðfylkingin hefur hægt og rólega verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar, sé mark tekið á skoðanakönnunum. Í þjóðarpúlsi Gallup, sem birtist síðastliðinn föstudag, mældist flokkurinn með þriggja prósenta fylgi, sem er einu prósentustigi meira en flokkurinn mældist með í þjóðarpúlsi sem birtur var 16. september síðast­ liðinn. Þá mældist flokkurinn með 2,3 prósenta fylgi í síðustu könnun MMR sem birt var 26. september síðastliðinn. Hyggjast bjóða fram í öllum kjördæmum Íslenska þjóðfylkingin var stofnuð fyrr á þessu ári. Hægri grænir, sem buðu fram í síðustu alþingiskosn­ ingum, sameinuðust flokknum og er Helgi Helgason, fyrrverandi for­ maður Hægri grænna, núverandi formaður Íslensku þjóðfylkingar­ innar. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum og hefur þegar birt fullmannaðan lista í Suðvestur­ kjördæmi og efstu sætin í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Eru andvíg innflytjendum Flokkurinn er í grunninn öfga­ þjóðernissinnaður hægriflokk­ ur og þannig eru stefnumál flokksins meðal annars þau að banna skuli iðkun íslam hér á landi og að unnið sé gegn fjöl­ menningu. Flokkurinn vil herða innflytjendalög­ gjöf verulega og mótmæltu flokksmenn nýjum útlendingalögum á Austurvelli um miðjan ágúst. Töldu þeir að með samþykkt laganna væri verið að galopna Ísland fyrir öllum flótta­ mönnum og hælisleitendum og höfðu af því miklar áhyggjur. Íslenska þjóðfylkingin styð­ ur kristin gildi og viðhorf hér á landi, að því er kemur fram í stefnuskrá flokksins. Flokk­ urinn vill banna byggingu moska og að konur klæðist Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Útiloka samstarf við Íslensku þjóðfylkinguna n Talsmenn stjórnmálaflokka segja áherslur Íslensku þjóðfylkingarinnar óásættanlegar Neita samstarfi Forsvarsmenn flokkanna sem eiga fulltrúa á Alþingi, sem og Viðreisnar, hafna alfarið sam- starfi við Íslensku þjóðfylkinguna. Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is „Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir næðu yfir þröskuldinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.