Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Side 11
Vikublað 4.–6. október 2016 Fréttir 11
Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is
Hannyrðab
udin.isNý hei
masíða
Ótrúlegtúrval!
Verum þjóðleg
til hátíðabrigða
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
búrkum og að skólahald að íslömsk-
um sið verði ekki leyfilegt. Raunar
telur flokkurinn að trúarbrögðin ís-
lam séu andstæð íslenskri stjórnar-
skrá.
Önnur áherslumál flokksins eru
mörg hver í ætt við áherslur íhalds-
samra hægriflokka. Þannig hafnar
flokkurinn aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu og vill að Ísland segi
sig frá EES-samningnum sem og frá
Schengen samstarfinu. Standa eigi
vörð um fullveldi, sjálfstæði og ís-
lenska menningu, leggja áherslu á
frelsi einstaklingsins og að takmarka
skuli afskipti ríkisvaldsins. Flokk-
urinn vill stórefla löggæslu og auka
þátttöku Íslands í varnarmálum.
Sver sig í ætt við sambærilega
flokka á öðrum Norðurlöndum
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræði-
prófessor segir vel mögulegt að Ís-
lenska þjóðfylkingin nái inn kjörnum
fulltrúum í komandi alþingiskosn-
ingum. „Íslenska þjóðfylkingin er
þjóðernispopúlískur stjórnmála-
flokkur, með líku lagi og slíkir flokkar
sem starfa á hinum Norðurlöndun-
um. Hægri öfgar flokksins felast í
þjóðernisvinklinum og í félagslegri
íhaldssemi en ekki í efnahagsvinkl-
inum. Líkt og þeir norrænu skiljast
þeir frá hægri öfgaflokkum á megin-
landinu í því að vilja viðhalda vel-
ferðarkerfinu, en – og það er lykil-
atriði – að vernda það fyrir aðeins
innfædda.“
Eiríkur segir að Íslenska þjóðfylk-
ingin sverji sig mjög í ætt við Danska
þjóðarflokkinn, hann sé nánast for-
snið að því hvernig Íslenska þjóð-
fylkingin sé uppbyggð, hvort sem
það sé meðvitað eða ómeðvitað.
Flokkarnir sem um ræðir á hinum
Norðurlöndunum, Danski þjóðar-
flokkurinn, Sannir Finnar, Svíþjóðar-
demókratar og Framfaraflokkurinn í
Noregi, hafa allir haft áhrif í stjórn-
málum viðkomandi landa. Þannig
hafa Sannir Finnar og Framfara-
flokkurinn setið í ríkisstjórnum og
Danski þjóðarflokkurinn varði ríkis-
stjórn falli í Danmörku.
Gæti náð mönnum
á þing
Eiríkur telur ekki
ólíklegt að Íslenska
þjóðfylkingin gæti
náð inn mönnum
á þing. „Það kæmi
mér ekki á óvart
ef þeir næðu yfir þröskuldinn. Ein
af meginforsendum þess að svona
flokkar hafi náð flugi er þó að þeir
hafi leiðtoga með persónutöfra og
útgeislun, það sem heitir „charisma“.
Enn sem komið er hefur enginn slík-
ur komið fram fyrir Íslensku þjóð-
fylkinguna. Engu að síður gætu þeir
mögulega náð yfir fimm prósenta
markið.“
Eiríkur bendir á að með breyting-
um á forystu Framsóknarflokksins
gæti losnað um fylgi sem aðhyllist
harða þjóðernishyggju en flokkurinn
undir forystu Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar hafi að hluta náð
utan um það fylgi. Mögulegt sé að Ís-
lenska þjóðfylkingin gæti hagnast á
því í komandi kosningum.
Vilja ekki sjá samstarf
DV hafði samband við formenn eða
forsvarsmenn flokkanna sem eiga
fulltrúa á Alþingi auk formanns Við-
reisnar og innti þá eftir því hvort þeir
gætu hugsað sér að vinna með Ís-
lensku þjóðfylkingunni í ríkisstjórn,
næði flokkurinn kjörnum fulltrúum
á þing. Skemmst er frá að segja að
fulltrúar fimm flokka hafna alfarið
mögulegu samstarfi við Íslensku
þjóðfylkinguna. Formaður Sjálf-
stæðisflokksins segir að flokkarnir
standi langt frá hvor öðrum og hann
sé ósammála flestu í stefnu Íslensku
þjóðfylkingarinnar en hann vill þó
ekki útiloka samstarf við neinn að af-
loknum kosningum. Forsvarsmaður
Pírata segist ekki einu sinni leiða
hugann að flokknum.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, útilokar samstarf við
Íslensku þjóðfylkinguna „Ég sé það
ekki fyrir mér. Stefnumál flokkanna
virðast mér algjörlega ósamrýman-
leg, hvað varðar málefni útlendinga.
Ég held að ég geti sagt það hreint
og beint að ég útiloka samstarf við
þennan flokk.“
Bjarni ósammála flestu
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, vildi ekki taka jafn
djúpt í árinni og Katrín en heyra
mátti á honum að hann teldi Sjálf-
stæðisflokkinn og Íslensku þjóðfylk-
inguna eiga litla samleið. „Ég ætla
ekki að segja annað en að ég er mjög
ósammála flestu í stefnu Íslensku
þjóðfylkingarinnar en tjái mig að
öðru leyti ekki um það hvað ég geri
ef einhverjar aðstæður koma upp að
loknum kosningum. Þannig staða er
uppi í stjórnmálum í dag að það get-
ur orðið snúið og flókið verkefni að
mynda ríkisstjórn. Þess vegna ætla
ég ekkert að tjá mig um það hvern-
ig við munum vinna úr niðurstöðum
kosninganna. Það verður bara verk-
efni þess tíma. Það er augljóst að
þeir flokkar sem eru lengst frá okkur
í stefnumálum, og ég lít á Þjóð-
fylkinguna í þeim hópi, það eru
minnstar líkur á því að maður nái
saman við þá aðila. Mér finnst að á
sumum sviðum séu þeir með algjör-
lega óásættanlega nálgun.“
„Nei“
Benedikt Jóhannesson, for-
maður Viðreisnar, svaraði
stutt og laggott og með ein-
dregnum hætti: „Nei.“
Oddný Harðardóttir,
formaður Samfylkingar-
innar, útilokaði algjör-
lega ríkisstjórnarsamstarf
við flokkinn. „Ég get algjörlega úti-
lokað samstarf við hann, algjörlega.
Við í Samfylkingunni munum ekki
starfa með Íslensku þjóðfylkingunni,
aldrei. Það er alveg á hreinu.“
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar
framtíðar, segir ekki koma til mála að
vinna með flokkum sem kyndi und-
ir fordómum. „Þeir sem standa fyrir
rasisma og kynþáttafordóma, flokkar
sem kynda undir fordómum, sundr-
ung og hræðslupólitík, þeir koma
ekki til greina sem samstarfsflokkar
Bjartrar framtíðar. Hvort sem það er
Íslenska þjóðfylkingin, sem sannar-
lega stendur fyrir þetta allt, eða
aðrir.“
Leiðir ekki hugann að flokknum
Smári McCarthy, einn forsvars-
manna Pírata, segir að hann hafi
kosið að leiða ekkert hugann að Ís-
lensku þjóðfylkingunni. „Íslenska
þjóðfylkingin stendur fyrir málefni
sem eru eiginlega eins langt frá mál-
efnastöðu Pírata og hægt er að hugsa
sér. Ég hef í raun bara ekki tekið þann
flokk með þegar ég hef velt stöðunni
fyrir mér, hann mælist líka ekki með
fylgi sem nægir til að ná mönnum
inn á þing. Þannig að ég bara tek þá
ekkert með.“
Afdráttarlaust nei frá Sigurði Inga
Sigurður Ingi Jóhannsson, nýkjör-
inn formaður Framsóknarflokksins,
svarar mjög afdráttarlaust neitandi
þegar hann er spurður um hugsan-
legt samstarf við Íslensku þjóðfylk-
inguna. „Framsóknarflokkurinn er
félagshyggjuflokkur sem býður fram
á eigin forsendum, en ekki annarra.
Ákveðin stef í grunnstefnu Íslensku
þjóðfylkingarinnar eru ósamrýman-
leg stefnu Framsóknarflokksins.“ n
„Ég hef í raun bara
ekki tekið þann
flokk með þegar ég hef
velt stöðunni fyrir mér,
hann mælist líka ekki
með fylgi sem nægir til
að ná mönnum inn á
þing. Þannig að ég bara
tek þá ekkert með.
Eiríkur Bergmann Einarsson
Stjórnmálafræðiprófessor.