Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 14
Vikublað 4.–6. október 201614 Fréttir Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. AUGNVÍTAMÍN Augnheilbrigði Við aldursbundinni augnbotnahrörnun eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Fjárhagsstaða fjölskyldna batnar Eiginfjárstaða allra fjölskyldugerða batnaði árið 2015 ef marka má nýjar tölur frá Hagstofunni. Þetta á einkum við um einstæða foreldra en staða eiginfjár í þeim hópi jókst um 50 prósent árið 2015. Eiginfjárstaða einstaklinga jókst um 17,1%, hjóna án barna um 12,7% og hjóna með börn um 27,5%. Eiginfjárstaða milli ára hækkar mest í aldurshópunum 25–39 ára, úr 55 milljörðum króna í 111 milljarða króna árið 2015. Alls voru 153.084 fjölskyldur (76%) með jákvæða eiginfjárstöðu í lok árs 2015 sem er 6,9% fjölgun á milli ára. Fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu voru 45.529 (22%) og hefur fækkað um 11% frá fyrra ári. Fjölda fjölskyldna með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkar líkt og undanfarin ár. Árið 2015 voru 7.320 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða 57% færri en árið 2014, að því er fram kemur í niðurstöðum Hagstofunnar. Costco flytur þrjá milljarða til landsins n Bandaríski smásölurisinn eykur hlutafé íslenska dótturfélagsins H lutafé íslenska einkahluta- félagsins Costco Wholesale Iceland, sem er í eigu bandaríska smásölurisans Costco, var aukið um rúma þrjá milljarða króna í lok síðasta sumars. Stendur hlutaféð nú í rétt tæpum 3,5 milljörðum króna en var áður 394 milljónir. Fjórir karlmenn sitja í stjórn íslenska dótturfélagsins og gegna þeir allir stjórnunarstöðum hjá Costco. Forstjórinn í stjórninni Íslenska dótturfélagið er í eigu Costco Wholesale Corporation sem er með höfuðstöðvar í bandarísku borginni Issaquah í Washington- ríki. Samkvæmt skráningu einka- hlutafélagsins í hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra (RSK) sitja fjórir yfir- menn hjá verslanakeðjunni í stjórn þess. Walter Craig Jelinek, forstjóri Costco, er stjórnarformaður íslenska einkahlutafélagsins. James Patrick Murphy, rekstrarstjóri verslana Costco utan Ameríku, og Richard Alan Galanti, fjármálastjóri Costco, eru einnig stjórnarmenn ásamt Steve Pappas, framkvæmdastjóra Costco í Bretlandi og á Íslandi. Félagið var stofnað í júní 2014 eða skömmu eftir að áform fyrirtækis- ins um verslunarrekstur hér á landi rötuðu í fjölmiðla. Hlutafé þess hef- ur síðan þá verið aukið þrisvar sinn- um. Í desember 2015 nam hækkun- in 147 milljónum króna en í apríl síðastliðnum fór hlutaféð upp í 394 milljónir. Þann 24. ágúst síðastliðinn barst RSK svo tilkynning um að hlutaféð væri 3.490 milljónir króna. Hálft ár í opnun Bandaríski smásölurisinn stefnir að opnun verslunar við Kauptún í Garðabæ í mars á næsta ári. Fram- kvæmdir við fjórtán þúsund fer- metra verslun fyrirtækisins eru í fullum gangi en hún verður eins og komið hefur fram aðeins opin með- limum sem greiða árgjald. DV fjallaði í síðasta mánuði um nýtt verðmat Hagfræðideildar Landsbankans á verslunarfyrirtæk- inu Högum. Kom þá fram að starfs- menn Landsbankans hefðu teiknað upp sviðsmynd sem gerði ráð fyrir að ársvelta Costco hér á landi yrði ná- lægt því sem þekkist úr öðrum versl- unum keðjunnar utan Ameríku eða um fjórtán milljarðar króna. Heildar- velta Costco í fyrra nam 14.000 millj- örðum króna en það ár var íslenski smásölumarkaðurinn um 400 millj- arðar króna. Smásölurisinn rek- ur 686 verslanir og þar af 117 utan Ameríku. Samkvæmt mati Landsbankans gætu Hagar, sem reka margar af stærstu verslanakeðjum landsins eins og Bónus og Hagkaup, misst rúma tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco. Þá telur Trausti Har- aldsson, framkvæmdastjóri grein- ingarfyrirtækisins Zenter, sem vann skýrslu um áhrif verslunarreksturs Costco á íslenskan markað, að koma bandaríska fyrirtækisins hingað til lands geti haft áhrif á íslenska raf- tækjamarkaðinn og þá sérstaklega verslun með Apple-vörur. n Allt á fullu Costco vill opna verslun sína í Kaup- túni í mars á næsta ári. Áður stóð til að dyrnar yrðu opnaðar fyrir næstu áramót. Mynd Sigtryggur Ari Forstjóri Costco Walter Craig Jelinek er stjórnarformaður Costco Wholesale Iceland ehf. Hann hóf störf hjá banda- ríska fyrirtækinu árið 1984 en settist í forstjórastólinn í byrjun árs 2012. Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.