Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 18
Vikublað 4.–6. október 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Ég verð aldrei sami Kalli Berndsen Karl Berndsen um veikindin í helgarblaði DV. – DV Afdráttarlaus Sigurður Nýkjörinn formaður Fram- sóknarflokksins, Sigurður Ingi Jó- hannsson, svarar afdráttarlaust neitandi þegar hann er spurður um mögulegt samstarf Fram- sóknarflokksins við Íslensku þjóðfylkinguna í DV í dag. Segir Sigurður að grunnstef flokksins, sem einkennast meðal annars af andúð í garð innflytjenda og múslima, sé ósamrýmanlegt stefnu Framsóknarflokksins. For- veri hans, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, var gagnrýndur mjög fyrir að stíga ekki fram þegar frambjóðendur flokksins í borg- arstjórnarkosningum andæfðu byggingu mosku og döðruðu við svipaða stefnu og Íslenska þjóð- fylkingin hefur. 20% þakklætisafsláttur af slökun út október Þökkum þær frábæru viðtökur sem SLÖKUN hefur fengið á Íslandi. Mamma veit best, Heilsuhúsin, Lyfja, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Mos, Apótek Ólafsvíkur, Árbæjarapótek, Borgar Apótek, Heilsutorg Blómaval, Farmasía, Fjarðakaup, Garðsapótek, Heilsuver, Lyfjaval, Lyfsala Vopnarfirði, Lyfsala Hólmavík, Lyfsalinn Glæsibæ, Siglufjarðar Apótek, Hraunbergsapótek, Rima Apótek, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands, Apótek Garðabæjar, Lyf og heilsa. Hann kom aldrei aftur Faðir Haraldar Ara fórst í sjóslysi árið 1992. – DV Ég stóð sem nakin þarna á vaktinni, allslaus Guðný varð fyrir barðinu á þjófi á AA-fundi á Vogi. – DV Úrslitin kunn Átakaþing Framsóknarmanna er afstaðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, nýkjörinn formaður, kveðst ekki óttast klofning innan flokksins og sagðist á mánudag treysta sér til þess að starfa með hverjum sem er. mynD SIGtryGGur ArI Myndin Þ að skiptir máli hvernig menn taka sigri. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar við sigri í formannskosningu í Fram- sóknarflokknum lýstu þroska. Hann bað salinn að klappa fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem menn gerðu fúslega, og bað fólk síðan að takast í hendur sem tákn um sam- stöðu. Sigurður Ingi kom þarna fram sem maður sátta – eins og hann hef- ur reyndar gert frá því hann varð for- sætisráðherra. Hann er viðfelldinn maður og tiltölulega óumdeildur. Það skiptir líka máli hvernig fólk tekur ósigri. Viðbrögð Sigurðar Inga hefði hann tapað kosningunni hefðu örugglega einkennst af auðmýkt og sátt. Hann hafði lýst því yfir og ítrekað lagt áherslu á að hann myndi starfa áfram af heilindum lyti hann í lægra haldi fyrir Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni. Sigmundur Davíð er annarrar gerðar en Sigurður Ingi. Hann talar ætíð afdráttarlaust, mjög afgerandi og ögrandi, og er ekki maður mála- miðlana. Sannarlega býr hann yfir ýmsum góðum kostum, en hann á afar erfitt með að þola mótlæti og tekur yfirleitt gagnrýni sem persónu- legri árás. Hann er gefinn fyrir að ræða um svik, fyrirsát og óvinaher. Viðbrögð hans við úrslit- um for mannskosningar voru ekki stórmannleg og reyndar um margt undarleg. Flestum var ljóst að mjótt gæti orðið á mununum, en svo virðist sem Sigmundur Davíð og stuðnings- menn hans hafi verið of sigurvissir og ekki séð ástæðu til að koma sér upp varaáætlun færu úrslitin öðruvísi en þeir ætluðu. Stjórnmálamaður sem strunsar út eftir að tapa formannskjöri er hvorki sjálfum sér né flokki sínum til sóma. Hann opinberar sig sem tapsára prímadonnu. Sigmundur Davíð var í einstakri stöðu. Hann hafði tækifæri til að fara upp á svið og halda ræðu þar sem hann viður- kenndi ósigur sinn og óskaði um leið keppinaut sínum til hamingju. Hann hafði tækifæri til að hvetja flokksmenn til að slíðra sverðin og sameinast fyrir kosningar. Hann hefði fengið standandi lófaklapp og sýnt sig sem mann sátta. Tilfinn- ingarnar báru hins vegar Sigmund Davíð ofurliði og hann hvarf á braut og skildi eftir furðu lostna flokks- menn sína. Það er ekki of seint fyrir Sigmund Davíð að stíga fram og hvetja hinar ólíku fylkingar Framsóknarmanna til sátta. Orð hans hafa vægi innan flokksins og slík hvatning skipt- ir miklu máli. Taki Sigmundur Davíð hagsmuni flokksins fram yfir eigin hags- muni mun hann vaxa að virðingu, bæði innan flokks og utan. Framsóknarflokkurinn hefur skipt um forystu og fyrir vikið feng- ið mildari og frjálslyndari ásýnd og kann því að höfða til breiðari kjós- endahóps en áður. Engan veginn er þó víst að það fylgi skili sér á þeim örfáu vikum sem eru til kosninga. Það mun taka þó nokkurn tíma fyrir flokksmenn að græða sárin. n Að kunna að tapa Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Viðbrögð hans við úrslitum formannskosningar voru ekki stórmannleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.